Vildu bara gera þungarokk Freyr Bjarnason skrifar 29. október 2014 12:00 Skálmöld leggur upp í mikla tónleikaferð um Evrópu á föstudaginn. Þriðja hljóðversplata rokkaranna í Skálmöld, Með vættum, kemur út á föstudaginn. Fjögur ár eru liðin síðan fyrsta plata Skálmaldar, Baldur, sló í gegn hér á landi. Í millitíðinni hafa komið út tvær plötur, Börn Loka og Skálmöld og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Allar hafa þær náð gullsölu og er salan á bilinu fimm til átta þúsund eintök. „Þetta gerist allt í þessum íslenska ævintýraheimi,“ segir bassaleikarinn Snæbjörn Ragnarsson um þema platnanna. Baldur fjallaði um víkingahetju og hafði yfir sér ævintýrablæ. Á Börnum Loka var goðafræðin meira áberandi en á plötunni Með vættum eru Ísland, landvættirnir og árstíðirnar í aðalhlutverki. „Við erum búnir að gera alls konar hluti undanfarið, til dæmis með Sinfóníunni og í Borgarleikhúsinu. Það er búið að vera ógeðslega gaman en kannski ekkert endilega það sem maður sá fyrir sér þegar maður stofnaði hljómsveitina. Við vildum bara gera þungarokk. Það eru engir gestir á nýju plötunni, minna af kórum og meira við að hafa gaman af því að vera bara sex í hljómsveit. Ég held að það heyrist svolítið á plötunni. Við fórum „back to the basics“.“ Hljómsveitin gefur sjálf út plötuna og að sögn Snæbjörns er ástæðan fyrir því margþætt. „Við erum kannski orðnir svolítið meira batterí og viljum svolítið stjórna sjálfir hvað gerist. Þetta er ekki sjálfgefið. Þetta er pínu streð en að sjálfsögðu vonum við að það skili sér þegar upp er staðið.“ Útgáfutónleikar vegna nýju plötunnar verða í Háskólabíói og Hofi á Akureyri um mánaðamótin janúar, febrúar með tilheyrandi tónleikaferð um landið.Á leið í stóra tónleikaferð Skálmöld flýgur til útlanda í fyrramálið því sveitin er á leiðinni í stóra tónleikaferð um Evrópu sem hefst á Ítalíu á föstudagskvöld. Henni lýkur einum og hálfum mánuði síðar í Austurríki, 13. desember. Snæbjörn segir aðdáendahópinn erlendis vera smám saman að stækka og tónleikastaðina verða stærri með hverju árinu. „Mamma kenndi manni að ef maður heldur sér að verki gangi hlutirnir betur,“ segir hann. Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Sjá meira
Þriðja hljóðversplata rokkaranna í Skálmöld, Með vættum, kemur út á föstudaginn. Fjögur ár eru liðin síðan fyrsta plata Skálmaldar, Baldur, sló í gegn hér á landi. Í millitíðinni hafa komið út tvær plötur, Börn Loka og Skálmöld og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Allar hafa þær náð gullsölu og er salan á bilinu fimm til átta þúsund eintök. „Þetta gerist allt í þessum íslenska ævintýraheimi,“ segir bassaleikarinn Snæbjörn Ragnarsson um þema platnanna. Baldur fjallaði um víkingahetju og hafði yfir sér ævintýrablæ. Á Börnum Loka var goðafræðin meira áberandi en á plötunni Með vættum eru Ísland, landvættirnir og árstíðirnar í aðalhlutverki. „Við erum búnir að gera alls konar hluti undanfarið, til dæmis með Sinfóníunni og í Borgarleikhúsinu. Það er búið að vera ógeðslega gaman en kannski ekkert endilega það sem maður sá fyrir sér þegar maður stofnaði hljómsveitina. Við vildum bara gera þungarokk. Það eru engir gestir á nýju plötunni, minna af kórum og meira við að hafa gaman af því að vera bara sex í hljómsveit. Ég held að það heyrist svolítið á plötunni. Við fórum „back to the basics“.“ Hljómsveitin gefur sjálf út plötuna og að sögn Snæbjörns er ástæðan fyrir því margþætt. „Við erum kannski orðnir svolítið meira batterí og viljum svolítið stjórna sjálfir hvað gerist. Þetta er ekki sjálfgefið. Þetta er pínu streð en að sjálfsögðu vonum við að það skili sér þegar upp er staðið.“ Útgáfutónleikar vegna nýju plötunnar verða í Háskólabíói og Hofi á Akureyri um mánaðamótin janúar, febrúar með tilheyrandi tónleikaferð um landið.Á leið í stóra tónleikaferð Skálmöld flýgur til útlanda í fyrramálið því sveitin er á leiðinni í stóra tónleikaferð um Evrópu sem hefst á Ítalíu á föstudagskvöld. Henni lýkur einum og hálfum mánuði síðar í Austurríki, 13. desember. Snæbjörn segir aðdáendahópinn erlendis vera smám saman að stækka og tónleikastaðina verða stærri með hverju árinu. „Mamma kenndi manni að ef maður heldur sér að verki gangi hlutirnir betur,“ segir hann.
Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið