Útvarpsþátturinn Lava and Ice var fluttur á BBC Radio 4 á mánudag en þátturinn er í umsjón Jarvis Cocker sem er hvað þekktastur fyrir að vera forsöngvari bresku sveitarinnar Pulp.
Þátturinn fjallar um Ísland og er annar af tveimur þáttum sem Jarvis tók upp hér á landi fyrir stuttu.
Í þættinum eyðir Jarvis miklum tíma á Snæfellsnesi og talar meðal annars við Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoða og tónlistarmann.
Þá heimsækir Jarvis einnig rithöfundinn Andra Snæ Magnason á Melrakkasléttu en Andri sagði frá heimsókninni á heimsíðu sinni fyrir stuttu. Andri fræðir hann meðal annars um Jónsmessu og þá trú að selir fari úr hömum sínum á Jónsmessunótt.
Jarvis fær einnig að eyða tíma með fjölskyldu Andra á kvöldvöku þar sem til dæmis er sungið lagið Dagný.
Þáttinn í heild sinni má hlusta á hér.
Jarvis Cocker heimsækir Andra Snæ
Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Mest lesið








Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því?
Tíska og hönnun


Gamli er (ekki) alveg með'etta
Gagnrýni