Djammaði með Ringo til sjö um morguninn FRIÐRIKA BENÓNÝSDÓTTIR skrifar 9. nóvember 2014 22:22 Egill, Ringo og Gunnar Þórðarsson. vísir/gva/getty Egill Eðvarðsson, dagskrárgerðarmaður RÚV, er hafsjór af skemmtilegum sögum eins og meðfylgjandi saga ber með sér. Hér segir af því þegar hann, alls óvænt, varð fylgdarmaður Ringos Starr þegar hann spilaði með Stuðmönnum í Atlavík um árið. „Þegar Ringo var væntanlegur til landsins voru Stuðmenn flognir austur í Atlavík og báðu Jónas R. Jónsson að taka á móti honum þegar flugvélin lenti, koma honum í koju og fljúga svo með honum austur daginn eftir. Þetta var seinnipartinn á föstudeginum fyrir verslunarmannahelgi og ég var á leið í sumarbústað með mína fjölskyldu þegar Jónas hringir og segir að Ringo vilji endilega fara út að borða og við hjónin verðum að koma með. Við erum mætt hálftíma síðar á veitingahúsið Arnarhól og erum kynnt fyrir Ringo og Barböru konu hans. Jónas hafði fengið allar upplýsingar um þarfir stjörnunnar, meðal annars það að hann notaði ekkert krydd á matinn og gekk í það að verða við öllum þörfum Bítilsins. Við Jónas náttúrlega þóttumst það miklir heimsborgarar að það hvarflaði ekki að okkur að minnast á Bítlana en það fóru að renna á okkur tvær grímur þegar Ringo var sí og æ að vísa til einhvers frá Bítlatímanum. Fljótlega bætast Sigurjón Sighvatsson og Gunni Þórðar í hópinn og við setjumst að snæðingi. Það er mikið borðað og mikið, mikið drukkið og alltaf heldur Ringo áfram að tala um Bítlana. Það endar með því að ég get ekki stillt mig eftir að hafa horft á allar serímóníurnar í kringum mat trommarans og spyr hvernig í ósköpunum hann hafi eiginlega farið að á Indlandi þar sem allur matur er hressilega kryddaður. „Það var nú ekki flókið,“ sagði Ringo. „Ég pakkaði niður í tvær töskur. Í annarri var enskt kex og í hinni ensk sulta og þegar ég var búinn úr báðum töskunum þá pakkaði ég niður og fór heim.“ Eftir máltíðina var haldið í áframhaldandi gleðskap heima hjá Agli og þar var setið og spilað og drukkið fram á morgun. Egill segir það reyndar lygi sem haldið hefur verið fram að Bítillinn hafi viljað kók í koníakið. Hann hafi drukkið koníak í íslensku appelsíni, sem hafi verið eina blandið sem til var í ísskápnum. „Þarna erum við til klukkan sjö um morguninn við drykkju og spilerí, við Ringo spiluðum til dæmis fjórhent á píanóið og hann söng Yesterday. Gunni Þórðar lét senda eftir gítarnum sínum og spilaði með og þetta var hressandi. Þegar komið er að kveðjustund heimtar Ringo að við Gunni komum með austur í Atlavík, því þetta hafi verið svo gaman. Og það verður úr að við förum austur með honum, ég, Jónas og Gunni, og vorum upp frá því kallaðir bítlagæslumennirnir eins og Stuðmenn sungu síðar um í laginu Hringur og bítlagæslumennirnir.“ Tengdar fréttir Vísurnar voru mín sáluhjálp Egill Eðvarðsson, upptökustjóri í Sjónvarpinu, á fjölbreyttan feril að baki og hefur komið víða við í listheiminum. Nú, 67 ára gamall, rær hann enn á ný mið og sendir frá sér bók með vísum og teikningum sem hann sendi börnum sínum á erfiðum tímapunkti í lífi hans. 8. nóvember 2014 09:00 Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Fleiri fréttir „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Sjá meira
Egill Eðvarðsson, dagskrárgerðarmaður RÚV, er hafsjór af skemmtilegum sögum eins og meðfylgjandi saga ber með sér. Hér segir af því þegar hann, alls óvænt, varð fylgdarmaður Ringos Starr þegar hann spilaði með Stuðmönnum í Atlavík um árið. „Þegar Ringo var væntanlegur til landsins voru Stuðmenn flognir austur í Atlavík og báðu Jónas R. Jónsson að taka á móti honum þegar flugvélin lenti, koma honum í koju og fljúga svo með honum austur daginn eftir. Þetta var seinnipartinn á föstudeginum fyrir verslunarmannahelgi og ég var á leið í sumarbústað með mína fjölskyldu þegar Jónas hringir og segir að Ringo vilji endilega fara út að borða og við hjónin verðum að koma með. Við erum mætt hálftíma síðar á veitingahúsið Arnarhól og erum kynnt fyrir Ringo og Barböru konu hans. Jónas hafði fengið allar upplýsingar um þarfir stjörnunnar, meðal annars það að hann notaði ekkert krydd á matinn og gekk í það að verða við öllum þörfum Bítilsins. Við Jónas náttúrlega þóttumst það miklir heimsborgarar að það hvarflaði ekki að okkur að minnast á Bítlana en það fóru að renna á okkur tvær grímur þegar Ringo var sí og æ að vísa til einhvers frá Bítlatímanum. Fljótlega bætast Sigurjón Sighvatsson og Gunni Þórðar í hópinn og við setjumst að snæðingi. Það er mikið borðað og mikið, mikið drukkið og alltaf heldur Ringo áfram að tala um Bítlana. Það endar með því að ég get ekki stillt mig eftir að hafa horft á allar serímóníurnar í kringum mat trommarans og spyr hvernig í ósköpunum hann hafi eiginlega farið að á Indlandi þar sem allur matur er hressilega kryddaður. „Það var nú ekki flókið,“ sagði Ringo. „Ég pakkaði niður í tvær töskur. Í annarri var enskt kex og í hinni ensk sulta og þegar ég var búinn úr báðum töskunum þá pakkaði ég niður og fór heim.“ Eftir máltíðina var haldið í áframhaldandi gleðskap heima hjá Agli og þar var setið og spilað og drukkið fram á morgun. Egill segir það reyndar lygi sem haldið hefur verið fram að Bítillinn hafi viljað kók í koníakið. Hann hafi drukkið koníak í íslensku appelsíni, sem hafi verið eina blandið sem til var í ísskápnum. „Þarna erum við til klukkan sjö um morguninn við drykkju og spilerí, við Ringo spiluðum til dæmis fjórhent á píanóið og hann söng Yesterday. Gunni Þórðar lét senda eftir gítarnum sínum og spilaði með og þetta var hressandi. Þegar komið er að kveðjustund heimtar Ringo að við Gunni komum með austur í Atlavík, því þetta hafi verið svo gaman. Og það verður úr að við förum austur með honum, ég, Jónas og Gunni, og vorum upp frá því kallaðir bítlagæslumennirnir eins og Stuðmenn sungu síðar um í laginu Hringur og bítlagæslumennirnir.“
Tengdar fréttir Vísurnar voru mín sáluhjálp Egill Eðvarðsson, upptökustjóri í Sjónvarpinu, á fjölbreyttan feril að baki og hefur komið víða við í listheiminum. Nú, 67 ára gamall, rær hann enn á ný mið og sendir frá sér bók með vísum og teikningum sem hann sendi börnum sínum á erfiðum tímapunkti í lífi hans. 8. nóvember 2014 09:00 Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Fleiri fréttir „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Sjá meira
Vísurnar voru mín sáluhjálp Egill Eðvarðsson, upptökustjóri í Sjónvarpinu, á fjölbreyttan feril að baki og hefur komið víða við í listheiminum. Nú, 67 ára gamall, rær hann enn á ný mið og sendir frá sér bók með vísum og teikningum sem hann sendi börnum sínum á erfiðum tímapunkti í lífi hans. 8. nóvember 2014 09:00