Vinna lögfræðingar frítt, námsvist eða launalaus vinna? Gísli Logi Logason skrifar 16. júní 2014 07:00 Það hefur lengi vel verið við lýði að aðilar sæki út fyrir hinn akademíska þankagang og fari að hagnýta þekkingu sína á atvinnumarkaðinum samhliða námi. Nú á tíðum, sem og áður, stendur laganemum til boða að starfa hjá hinum ýmsu fyrirtækjum og stofnunum í svokallaðri námsvist/starfsþjálfun. Það fyrirkomulag er til þess gert að gefa nemendum nasasjón af praktík á vinnumarkaðinum og gefa nemum færi á að kynnast reynsluheimi lögfræðinga. Í kringum námsvistina hefur verið gert regluverk. Í Háskóla Íslands eru reglur um námsvist nemenda í framhaldsnámi. Getur nemandi hlotið 6 einingar fyrir vinnu í 160 klukkustundir hjá viðurkenndri stofnun eða fyrirtæki. Um samskonar regluverk er að ræða fyrir Háskólann í Reykjavík, þar kemur fram að nemandi geti hlotið 7,5 einingar fyrir 150 klukkustundir af lögfræðistörfum. Einnig segir í reglunum Háskólans í Reykjavík að starfsnám skuli vera ólaunað, slíkt er ekki skilyrði í reglum Háskóla Íslands. Framboði námsvistar hefur vaxið fiskur um hrygg en það er í mörg horn að líta. Lögfræðistofur og stofnanir eru í auknum mæli farnar að sækja í laganema sem ólaunað vinnuafl. Þau störf sem unnin eru af laganemum í starfsnámi eru oft og tíðum útseld til viðskiptavina á lögfræðitaxta og eru arðbær fyrir fyrirtækið. Stofnanir geta einnig ráðið til sín launalaust nemendur, með sérfræðiþekkingu, til að sinna störfum sem annars þyrfti að manna með fullu- eða hlutastarfi launaðs lögfræðings. Hverjir hafa svo tök á því að fá nemendur í slíka námsvist? Eru einhver takmörk við það hvað lögmannsstofa, stofnun, fyrirtæki eða jafnvel einstaklingur sem er starfandi lögmaður geti í reynd ráðið marga ólaunaða laganema til starfa hjá sér? Hvernig er svo hægt að finna út hvort nemandinn sé að sinna námsvist í reynd eða að starfa í þágu vinnuveitanda, launalaust? Áhugaverður dómur féll í Bandaríkjunum varðandi námsvist í máli Alex Footmans og Eric Glatt gegn Fox. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu í málinu að ekki væri heimilt að greiða þeim Alex og Eric engin laun fyrir vinnuframlag sitt þrátt fyrir að það væri sett upp sem starfsnám. Dómurinn tekur meðal annars mið af eldri dóm Hæstaréttar Bandaríkjanna, Walling gegn Portland Terminal Co., og fer í mat á því hvað sé námsvist og hvað sé í reynd vinnuframlag í þágu vinnuveitanda.Skýr greinarmunur nauðsyn Það er áhugavert að skoða þann mælikvarða sem kemur fram í dómnum og reyna að rýna betur í hvað sé ólaunuð vinna og hvað sé námsvist. Farið er í sex atriði til viðmiðunar. (1) Það er gerð krafa um að þrátt fyrir að vinnuveitandi útvegi aðstöðu fyrir nemanda þarf að vera um að ræða þjálfun sem er samskonar og veitt er í akademísku umhverfi. (2) Reynsla nemanda þarf að vera í þágu hans en ekki vinnuveitanda. (3) Nemandi á ekki að koma í staðinn fyrir venjulegt starfsfólk eða sinna þess störfum heldur starfa undir handleiðslu annarra starfsmanna. (4) Vinnuveitandi sem veitir námsvist fær engan ávinning af starfi nemandans og í reynd gæti það þá heldur tafið fyrir öðru starfsfólki. (5)Starfsnemi á ekki endilega rétt á starfi við lok námsvistar og (6)bæði vinnuveitandi og nemi vita og gera sér grein fyrir því að staðan er ólaunuð. Það er ýmislegt sem vert er að skoða í þessum málum hérlendis. Lýtur námsvist á Íslandi samskonar takmörkunum sem skerpa á skilunum milli þess að vera launalaust starf eða námsvist? Það er afar mikilvægt að greina á milli hvað sé námsvist og hvað sé launalaust vinnuframlag meðal annars vegna þess að aflahæfi manna er verndað af stjórnarskrá og kjarasamningar gera ráð fyrir lágmarkslaunum. Mönnum er almennt ekki heimilt að semja um lægri laun en kjarasamningar kveða á um. Það þarf að vera skýr greinamunur á vinnuframlagi sem nýtur réttarverndar til launa og námsvistar sem er undanþegin slíkri launakröfu, eða hvað? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Það hefur lengi vel verið við lýði að aðilar sæki út fyrir hinn akademíska þankagang og fari að hagnýta þekkingu sína á atvinnumarkaðinum samhliða námi. Nú á tíðum, sem og áður, stendur laganemum til boða að starfa hjá hinum ýmsu fyrirtækjum og stofnunum í svokallaðri námsvist/starfsþjálfun. Það fyrirkomulag er til þess gert að gefa nemendum nasasjón af praktík á vinnumarkaðinum og gefa nemum færi á að kynnast reynsluheimi lögfræðinga. Í kringum námsvistina hefur verið gert regluverk. Í Háskóla Íslands eru reglur um námsvist nemenda í framhaldsnámi. Getur nemandi hlotið 6 einingar fyrir vinnu í 160 klukkustundir hjá viðurkenndri stofnun eða fyrirtæki. Um samskonar regluverk er að ræða fyrir Háskólann í Reykjavík, þar kemur fram að nemandi geti hlotið 7,5 einingar fyrir 150 klukkustundir af lögfræðistörfum. Einnig segir í reglunum Háskólans í Reykjavík að starfsnám skuli vera ólaunað, slíkt er ekki skilyrði í reglum Háskóla Íslands. Framboði námsvistar hefur vaxið fiskur um hrygg en það er í mörg horn að líta. Lögfræðistofur og stofnanir eru í auknum mæli farnar að sækja í laganema sem ólaunað vinnuafl. Þau störf sem unnin eru af laganemum í starfsnámi eru oft og tíðum útseld til viðskiptavina á lögfræðitaxta og eru arðbær fyrir fyrirtækið. Stofnanir geta einnig ráðið til sín launalaust nemendur, með sérfræðiþekkingu, til að sinna störfum sem annars þyrfti að manna með fullu- eða hlutastarfi launaðs lögfræðings. Hverjir hafa svo tök á því að fá nemendur í slíka námsvist? Eru einhver takmörk við það hvað lögmannsstofa, stofnun, fyrirtæki eða jafnvel einstaklingur sem er starfandi lögmaður geti í reynd ráðið marga ólaunaða laganema til starfa hjá sér? Hvernig er svo hægt að finna út hvort nemandinn sé að sinna námsvist í reynd eða að starfa í þágu vinnuveitanda, launalaust? Áhugaverður dómur féll í Bandaríkjunum varðandi námsvist í máli Alex Footmans og Eric Glatt gegn Fox. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu í málinu að ekki væri heimilt að greiða þeim Alex og Eric engin laun fyrir vinnuframlag sitt þrátt fyrir að það væri sett upp sem starfsnám. Dómurinn tekur meðal annars mið af eldri dóm Hæstaréttar Bandaríkjanna, Walling gegn Portland Terminal Co., og fer í mat á því hvað sé námsvist og hvað sé í reynd vinnuframlag í þágu vinnuveitanda.Skýr greinarmunur nauðsyn Það er áhugavert að skoða þann mælikvarða sem kemur fram í dómnum og reyna að rýna betur í hvað sé ólaunuð vinna og hvað sé námsvist. Farið er í sex atriði til viðmiðunar. (1) Það er gerð krafa um að þrátt fyrir að vinnuveitandi útvegi aðstöðu fyrir nemanda þarf að vera um að ræða þjálfun sem er samskonar og veitt er í akademísku umhverfi. (2) Reynsla nemanda þarf að vera í þágu hans en ekki vinnuveitanda. (3) Nemandi á ekki að koma í staðinn fyrir venjulegt starfsfólk eða sinna þess störfum heldur starfa undir handleiðslu annarra starfsmanna. (4) Vinnuveitandi sem veitir námsvist fær engan ávinning af starfi nemandans og í reynd gæti það þá heldur tafið fyrir öðru starfsfólki. (5)Starfsnemi á ekki endilega rétt á starfi við lok námsvistar og (6)bæði vinnuveitandi og nemi vita og gera sér grein fyrir því að staðan er ólaunuð. Það er ýmislegt sem vert er að skoða í þessum málum hérlendis. Lýtur námsvist á Íslandi samskonar takmörkunum sem skerpa á skilunum milli þess að vera launalaust starf eða námsvist? Það er afar mikilvægt að greina á milli hvað sé námsvist og hvað sé launalaust vinnuframlag meðal annars vegna þess að aflahæfi manna er verndað af stjórnarskrá og kjarasamningar gera ráð fyrir lágmarkslaunum. Mönnum er almennt ekki heimilt að semja um lægri laun en kjarasamningar kveða á um. Það þarf að vera skýr greinamunur á vinnuframlagi sem nýtur réttarverndar til launa og námsvistar sem er undanþegin slíkri launakröfu, eða hvað?
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun