Vinna lögfræðingar frítt, námsvist eða launalaus vinna? Gísli Logi Logason skrifar 16. júní 2014 07:00 Það hefur lengi vel verið við lýði að aðilar sæki út fyrir hinn akademíska þankagang og fari að hagnýta þekkingu sína á atvinnumarkaðinum samhliða námi. Nú á tíðum, sem og áður, stendur laganemum til boða að starfa hjá hinum ýmsu fyrirtækjum og stofnunum í svokallaðri námsvist/starfsþjálfun. Það fyrirkomulag er til þess gert að gefa nemendum nasasjón af praktík á vinnumarkaðinum og gefa nemum færi á að kynnast reynsluheimi lögfræðinga. Í kringum námsvistina hefur verið gert regluverk. Í Háskóla Íslands eru reglur um námsvist nemenda í framhaldsnámi. Getur nemandi hlotið 6 einingar fyrir vinnu í 160 klukkustundir hjá viðurkenndri stofnun eða fyrirtæki. Um samskonar regluverk er að ræða fyrir Háskólann í Reykjavík, þar kemur fram að nemandi geti hlotið 7,5 einingar fyrir 150 klukkustundir af lögfræðistörfum. Einnig segir í reglunum Háskólans í Reykjavík að starfsnám skuli vera ólaunað, slíkt er ekki skilyrði í reglum Háskóla Íslands. Framboði námsvistar hefur vaxið fiskur um hrygg en það er í mörg horn að líta. Lögfræðistofur og stofnanir eru í auknum mæli farnar að sækja í laganema sem ólaunað vinnuafl. Þau störf sem unnin eru af laganemum í starfsnámi eru oft og tíðum útseld til viðskiptavina á lögfræðitaxta og eru arðbær fyrir fyrirtækið. Stofnanir geta einnig ráðið til sín launalaust nemendur, með sérfræðiþekkingu, til að sinna störfum sem annars þyrfti að manna með fullu- eða hlutastarfi launaðs lögfræðings. Hverjir hafa svo tök á því að fá nemendur í slíka námsvist? Eru einhver takmörk við það hvað lögmannsstofa, stofnun, fyrirtæki eða jafnvel einstaklingur sem er starfandi lögmaður geti í reynd ráðið marga ólaunaða laganema til starfa hjá sér? Hvernig er svo hægt að finna út hvort nemandinn sé að sinna námsvist í reynd eða að starfa í þágu vinnuveitanda, launalaust? Áhugaverður dómur féll í Bandaríkjunum varðandi námsvist í máli Alex Footmans og Eric Glatt gegn Fox. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu í málinu að ekki væri heimilt að greiða þeim Alex og Eric engin laun fyrir vinnuframlag sitt þrátt fyrir að það væri sett upp sem starfsnám. Dómurinn tekur meðal annars mið af eldri dóm Hæstaréttar Bandaríkjanna, Walling gegn Portland Terminal Co., og fer í mat á því hvað sé námsvist og hvað sé í reynd vinnuframlag í þágu vinnuveitanda.Skýr greinarmunur nauðsyn Það er áhugavert að skoða þann mælikvarða sem kemur fram í dómnum og reyna að rýna betur í hvað sé ólaunuð vinna og hvað sé námsvist. Farið er í sex atriði til viðmiðunar. (1) Það er gerð krafa um að þrátt fyrir að vinnuveitandi útvegi aðstöðu fyrir nemanda þarf að vera um að ræða þjálfun sem er samskonar og veitt er í akademísku umhverfi. (2) Reynsla nemanda þarf að vera í þágu hans en ekki vinnuveitanda. (3) Nemandi á ekki að koma í staðinn fyrir venjulegt starfsfólk eða sinna þess störfum heldur starfa undir handleiðslu annarra starfsmanna. (4) Vinnuveitandi sem veitir námsvist fær engan ávinning af starfi nemandans og í reynd gæti það þá heldur tafið fyrir öðru starfsfólki. (5)Starfsnemi á ekki endilega rétt á starfi við lok námsvistar og (6)bæði vinnuveitandi og nemi vita og gera sér grein fyrir því að staðan er ólaunuð. Það er ýmislegt sem vert er að skoða í þessum málum hérlendis. Lýtur námsvist á Íslandi samskonar takmörkunum sem skerpa á skilunum milli þess að vera launalaust starf eða námsvist? Það er afar mikilvægt að greina á milli hvað sé námsvist og hvað sé launalaust vinnuframlag meðal annars vegna þess að aflahæfi manna er verndað af stjórnarskrá og kjarasamningar gera ráð fyrir lágmarkslaunum. Mönnum er almennt ekki heimilt að semja um lægri laun en kjarasamningar kveða á um. Það þarf að vera skýr greinamunur á vinnuframlagi sem nýtur réttarverndar til launa og námsvistar sem er undanþegin slíkri launakröfu, eða hvað? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur lengi vel verið við lýði að aðilar sæki út fyrir hinn akademíska þankagang og fari að hagnýta þekkingu sína á atvinnumarkaðinum samhliða námi. Nú á tíðum, sem og áður, stendur laganemum til boða að starfa hjá hinum ýmsu fyrirtækjum og stofnunum í svokallaðri námsvist/starfsþjálfun. Það fyrirkomulag er til þess gert að gefa nemendum nasasjón af praktík á vinnumarkaðinum og gefa nemum færi á að kynnast reynsluheimi lögfræðinga. Í kringum námsvistina hefur verið gert regluverk. Í Háskóla Íslands eru reglur um námsvist nemenda í framhaldsnámi. Getur nemandi hlotið 6 einingar fyrir vinnu í 160 klukkustundir hjá viðurkenndri stofnun eða fyrirtæki. Um samskonar regluverk er að ræða fyrir Háskólann í Reykjavík, þar kemur fram að nemandi geti hlotið 7,5 einingar fyrir 150 klukkustundir af lögfræðistörfum. Einnig segir í reglunum Háskólans í Reykjavík að starfsnám skuli vera ólaunað, slíkt er ekki skilyrði í reglum Háskóla Íslands. Framboði námsvistar hefur vaxið fiskur um hrygg en það er í mörg horn að líta. Lögfræðistofur og stofnanir eru í auknum mæli farnar að sækja í laganema sem ólaunað vinnuafl. Þau störf sem unnin eru af laganemum í starfsnámi eru oft og tíðum útseld til viðskiptavina á lögfræðitaxta og eru arðbær fyrir fyrirtækið. Stofnanir geta einnig ráðið til sín launalaust nemendur, með sérfræðiþekkingu, til að sinna störfum sem annars þyrfti að manna með fullu- eða hlutastarfi launaðs lögfræðings. Hverjir hafa svo tök á því að fá nemendur í slíka námsvist? Eru einhver takmörk við það hvað lögmannsstofa, stofnun, fyrirtæki eða jafnvel einstaklingur sem er starfandi lögmaður geti í reynd ráðið marga ólaunaða laganema til starfa hjá sér? Hvernig er svo hægt að finna út hvort nemandinn sé að sinna námsvist í reynd eða að starfa í þágu vinnuveitanda, launalaust? Áhugaverður dómur féll í Bandaríkjunum varðandi námsvist í máli Alex Footmans og Eric Glatt gegn Fox. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu í málinu að ekki væri heimilt að greiða þeim Alex og Eric engin laun fyrir vinnuframlag sitt þrátt fyrir að það væri sett upp sem starfsnám. Dómurinn tekur meðal annars mið af eldri dóm Hæstaréttar Bandaríkjanna, Walling gegn Portland Terminal Co., og fer í mat á því hvað sé námsvist og hvað sé í reynd vinnuframlag í þágu vinnuveitanda.Skýr greinarmunur nauðsyn Það er áhugavert að skoða þann mælikvarða sem kemur fram í dómnum og reyna að rýna betur í hvað sé ólaunuð vinna og hvað sé námsvist. Farið er í sex atriði til viðmiðunar. (1) Það er gerð krafa um að þrátt fyrir að vinnuveitandi útvegi aðstöðu fyrir nemanda þarf að vera um að ræða þjálfun sem er samskonar og veitt er í akademísku umhverfi. (2) Reynsla nemanda þarf að vera í þágu hans en ekki vinnuveitanda. (3) Nemandi á ekki að koma í staðinn fyrir venjulegt starfsfólk eða sinna þess störfum heldur starfa undir handleiðslu annarra starfsmanna. (4) Vinnuveitandi sem veitir námsvist fær engan ávinning af starfi nemandans og í reynd gæti það þá heldur tafið fyrir öðru starfsfólki. (5)Starfsnemi á ekki endilega rétt á starfi við lok námsvistar og (6)bæði vinnuveitandi og nemi vita og gera sér grein fyrir því að staðan er ólaunuð. Það er ýmislegt sem vert er að skoða í þessum málum hérlendis. Lýtur námsvist á Íslandi samskonar takmörkunum sem skerpa á skilunum milli þess að vera launalaust starf eða námsvist? Það er afar mikilvægt að greina á milli hvað sé námsvist og hvað sé launalaust vinnuframlag meðal annars vegna þess að aflahæfi manna er verndað af stjórnarskrá og kjarasamningar gera ráð fyrir lágmarkslaunum. Mönnum er almennt ekki heimilt að semja um lægri laun en kjarasamningar kveða á um. Það þarf að vera skýr greinamunur á vinnuframlagi sem nýtur réttarverndar til launa og námsvistar sem er undanþegin slíkri launakröfu, eða hvað?
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun