Kristján Þór efstur á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar

Bjarki Pétursson úr GB í Borgarnesi er annar en hann tapaði fyrir Kristjáni í úrslitaleiknum. Gísli Sveinbergsson úr Keili er þriðji og Ragnar Már Garðarsson úr GKG er fjórði en hann sigraði á fyrstu tveimur mótum Eimskipsmótaraðarinnar; Nettómótinu á Hólmsvelli í Leiru og Egils-Gull mótinu á Strandarvelli á Hellu.
Íslandsmótið í holukeppni, Securitas-mótið, var fjórða mótið af alls sjö á Eimskipsmótaröðinni á þessu tímabili. Það eru aðeins þrjú mót eftir, Íslandsmótið höggleik í júlí og síðan fara fram tvö mót í ágúst, fyrst á Garðavelli og lokamótið fer síðan fram á Akureyri.
Rúnar Arnórsson úr GK varð stigameistari árið 2013 á Eimskipsmótaröðinni en hann er í fimmta sæti .
Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG, sem sigraði á Símamótinu á Hamarsvelli í Borgarnesi er sjötti á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar:
Staða efstu kylfinga á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar er þessi:
1. Kristján Þór Einarsson, GKj. 4754.00 stig
2. Bjarki Pétursson, GB 4048.75 stig
3. Gísli Sveinbergsson, GK 3312.50 stig
4. Ragnar Már Garðarsson, GKG 3172.50 stig
5. Rúnar Arnórsson, GK 2557.50 stig
6. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG 2400.00 stig
7. Haraldur Franklín Magnús, GR 2393.31 stig
8. Andri Þór Björnsson, GR 2204.00 stig
9. Aron Snær Júlíusson, GKG 1973.75 stig
10. Heiðar Davíð Bragason, GHD 1965.00 stig
11. Andri Már Óskarsson, GHR 1955.00 stig
12. Stefán Már Stefánsson, GR 1929.00 stig
13. Stefán Þór Bogason, GR 1739.00 stig
14. Benedikt Árni Harðarson, GK 1730.25 stig
15. Birgir Björn Magnússon, GK 1626.50 stig
16. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG 1485.00 stig
17. Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG 1483.50 stig
18. Arnar Snær Hákonarson, GR 1467.50 stig
19. Sigmundur Einar Másson, GKG 1313.75 stig
20. Ari Magnússon, GKG 1235.00 stig
Tengdar fréttir

Guðrún Brá efst á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar
Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili er efst á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar eftir að Íslandsmótinu í holukeppni, Securitas-mótinu, lauk í gær á Hvaleyrarvelli.

Kristján Þór lagði Harald að velli
Kristján Þór Einarsson keppir til úrslita í karlaflokki á Íslandsmótinu í holukeppni.

Þurfti að fá frí frá vinnu fyrir úrslitin
Íslandsmeistarinn í holukeppni ætlar ekki að taka þátt í Íslandsmótinu í höggleik.

Tinna Íslandsmeistari í holukeppni
Tinna Jóhannsdóttir, kylfingur úr GK, varð í dag Íslandsmeistari í holukeppni í fyrsta sinn.

Vill ekkert segja um viðbrögð Úlfars | Myndir
Kristján Þór Einarsson notaði hunsun landsliðsþjálfarans til að hvetja sig til sigurs um helgina.

Karen vann systur sína í undanúrslitum
Systur áttust við í undanúrslitum Íslandsmótsins í holukeppni.

Undanúrslitin í kvennaflokki klár
Nú er ljóst hverjar mætast í undanúrslitum í kvennaflokki á Securitas Íslandsmótinu í holukeppni sem fer fram á Hvaleyrarvelli um helgina, en mótið er það fjórða á Eimskipsmótaröðinni í ár.

Bjarki hafði betur í bráðabana
Bjarki Pétursson heldur áfram að gera það gott á Íslandsmótinu í holukeppni.

Tinna mætir Karen í úrslitunum
Nýr Íslandsmeistari kvenna í holukeppni verður krýndur í dag.

Kristján fór alla leið á Hvaleyri
Sendi landsliðsþjálfaranum skýr skilaboð.

Kristján sigraði Birgi Leif
Átta manna úrslitum í karlaflokki á Securitasmótinu, Íslandsmótinu í holukeppni er lokið, en leikið er á Hvaleyrarvelli um helgina.