Ef ég hefði haft allt á þurru Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar 25. mars 2014 13:09 Án þess að gera lítið úr brunatjóni þá gera sér fáir grein fyrir því hvað það er að ganga í gegnum afleiðingar alvarlegs vatnstjóns og þar af leiðandi er skilningur og stoðkerfi samfélagsins takmarkaður.Margt getur gerst Við komumst að því að uppþvottavélin lak. Ekkert var sjáanlegt nema smá dökknun í samskeytum parkets. Vatnið draup í langan tíma í sökkul, undir parketið, án þess að nokkur vissi. Þegar gólfefni var flett af kom í ljós svartur þykkur massi, líkur olíu. Þá fyrst mátti finna lyktina af myglunni. Litbrigði myglu eru mörg, hún getur jafnvel verið hvít, glær. Næringu fékk myglan úr timbri, málningu, ryki, undirlagi og lími.Hvernig getur eitt vatnstjón dagsljósi í dimmu breytt? Þegar hér var komið voru allir í fjölskyldunni búnir að eiga við mismunandi þrálát einkenni og veikindi. Þegar svarta leðjan á gólfinu var þurrkuð með hitablásurum keyrði um þverbak. Við höfðumst ekki við í húsinu. Hræðileg vanlíðan, uppköst, blóðnasir og verkir til þess að nefna eitthvað. Um miðja nótt flýðum við okkar eigið heimili. Gró , svepphlutar, örverur, eiturefni og önnur afleiðuefni sem geta myndast við síkar aðstæður fóru á flug við aðgerðir viðgerðarmanna og dreifðust um allt húsið. Mygla er lífvera og við áreiti getur hún farið í varnarstöðu og aukið framleiðslu gróa og eiturefna. Ekki var rétt brugðist við.Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur Þurftum að farga öllu. Brúðkaupsmyndir, púðinn frá afa Gulla og matarstellið frá ömmu Fanney. En við lærðum þó að veraldlegir hlutir skipta ekki máli. Við söknum ekki þessara hluta en það er annað með heilsuna. Eftir róttækar aðgerðir batnaði heilsa fjölskyldunnar, en þó erum við flest með varanlegar afleiðingar. Viðhöfum þurft að breyta lífsvenjum og sem dæmi þolum við ekki minnsta áreiti raka og myglu eftir þetta, efni í byggingariðnaði, snyrtivörur, vinir okkar geta ekki notað rakspíra eða ilmvatn. Þessi listi lengist á hverju ári. Frá þessum tíma hefur sem betur fer margt breyst og kunnátta fagmanna, verkfærni og vilji til að koma í veg fyrir slík tjón hefur aukist, en þó er langt í land með að allir geri sér grein fyrir þessari áhættu.Heilsufarsáhrif raka og myglu Þegar húsin okkar eru byggð þá safnast saman gró myglu og aðrar agnir innan í byggingarhluta, veggi og undir gólfefni. Þar bíða þau þangað til að rakinn mætir á svæðið. Vatn getur lekið eða þést innan í veggjum, í þaki, undir gólfefnum, skápum og innréttingum. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni þá er raki og mygla í húsum áhættuþáttur fyrir heilsu, það er ekki álitamál. Hversu mikil áhrif, hvaða afleiðuefni eða örverur spila lykilhlutverk og hvernig á að meðhöndla, er álitamál. Helsta ráðið í dag er að forðast aðstæður og hluti þar sem einkenni koma fram. Ef ég hefði vitað að -þegar parket dökknar er það vísbending um raka -æskilegt er að hafa innréttingar á fótum, opið inn í sökkul -ekki á að þurrka upp eftir vatnstjón fyrr en mygla hefur verið fjarlægð -raki getur verið nægilegur fyrir vöxt myglu þó að málning sé ekki bólgin -lykt fylgir ekki alltaf myglu sem getur verið marglit -mygla og fúi er ekki það sama -nauðsynlegt er að fá fagmenn til allra starfa er viðkemur lögnum og votrýmum -engin efnanotkun ein og sér dugar gegn myglu og rakaafleiðingum -fjarlægja þarf myglu til að ná árangri -raki og mygla í byggingum er áhættuþáttur heilsu ..þá væri ég ekki að skrifa hér í dag 10 árum síðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Án þess að gera lítið úr brunatjóni þá gera sér fáir grein fyrir því hvað það er að ganga í gegnum afleiðingar alvarlegs vatnstjóns og þar af leiðandi er skilningur og stoðkerfi samfélagsins takmarkaður.Margt getur gerst Við komumst að því að uppþvottavélin lak. Ekkert var sjáanlegt nema smá dökknun í samskeytum parkets. Vatnið draup í langan tíma í sökkul, undir parketið, án þess að nokkur vissi. Þegar gólfefni var flett af kom í ljós svartur þykkur massi, líkur olíu. Þá fyrst mátti finna lyktina af myglunni. Litbrigði myglu eru mörg, hún getur jafnvel verið hvít, glær. Næringu fékk myglan úr timbri, málningu, ryki, undirlagi og lími.Hvernig getur eitt vatnstjón dagsljósi í dimmu breytt? Þegar hér var komið voru allir í fjölskyldunni búnir að eiga við mismunandi þrálát einkenni og veikindi. Þegar svarta leðjan á gólfinu var þurrkuð með hitablásurum keyrði um þverbak. Við höfðumst ekki við í húsinu. Hræðileg vanlíðan, uppköst, blóðnasir og verkir til þess að nefna eitthvað. Um miðja nótt flýðum við okkar eigið heimili. Gró , svepphlutar, örverur, eiturefni og önnur afleiðuefni sem geta myndast við síkar aðstæður fóru á flug við aðgerðir viðgerðarmanna og dreifðust um allt húsið. Mygla er lífvera og við áreiti getur hún farið í varnarstöðu og aukið framleiðslu gróa og eiturefna. Ekki var rétt brugðist við.Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur Þurftum að farga öllu. Brúðkaupsmyndir, púðinn frá afa Gulla og matarstellið frá ömmu Fanney. En við lærðum þó að veraldlegir hlutir skipta ekki máli. Við söknum ekki þessara hluta en það er annað með heilsuna. Eftir róttækar aðgerðir batnaði heilsa fjölskyldunnar, en þó erum við flest með varanlegar afleiðingar. Viðhöfum þurft að breyta lífsvenjum og sem dæmi þolum við ekki minnsta áreiti raka og myglu eftir þetta, efni í byggingariðnaði, snyrtivörur, vinir okkar geta ekki notað rakspíra eða ilmvatn. Þessi listi lengist á hverju ári. Frá þessum tíma hefur sem betur fer margt breyst og kunnátta fagmanna, verkfærni og vilji til að koma í veg fyrir slík tjón hefur aukist, en þó er langt í land með að allir geri sér grein fyrir þessari áhættu.Heilsufarsáhrif raka og myglu Þegar húsin okkar eru byggð þá safnast saman gró myglu og aðrar agnir innan í byggingarhluta, veggi og undir gólfefni. Þar bíða þau þangað til að rakinn mætir á svæðið. Vatn getur lekið eða þést innan í veggjum, í þaki, undir gólfefnum, skápum og innréttingum. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni þá er raki og mygla í húsum áhættuþáttur fyrir heilsu, það er ekki álitamál. Hversu mikil áhrif, hvaða afleiðuefni eða örverur spila lykilhlutverk og hvernig á að meðhöndla, er álitamál. Helsta ráðið í dag er að forðast aðstæður og hluti þar sem einkenni koma fram. Ef ég hefði vitað að -þegar parket dökknar er það vísbending um raka -æskilegt er að hafa innréttingar á fótum, opið inn í sökkul -ekki á að þurrka upp eftir vatnstjón fyrr en mygla hefur verið fjarlægð -raki getur verið nægilegur fyrir vöxt myglu þó að málning sé ekki bólgin -lykt fylgir ekki alltaf myglu sem getur verið marglit -mygla og fúi er ekki það sama -nauðsynlegt er að fá fagmenn til allra starfa er viðkemur lögnum og votrýmum -engin efnanotkun ein og sér dugar gegn myglu og rakaafleiðingum -fjarlægja þarf myglu til að ná árangri -raki og mygla í byggingum er áhættuþáttur heilsu ..þá væri ég ekki að skrifa hér í dag 10 árum síðar.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun