Lífið

Jimmy Fallon og Bruce Springsteen bregða á leik

Bruce Springsteen og Jimmy Fallon
Bruce Springsteen og Jimmy Fallon
Í þættinum Late Night í gærkvöldi, brugðu félagarnir Jimmy Fallon og Bruce Springsteen á leik, þegar þeir klæddu sig upp í föt sem svipa til þeirra sem Springsteen skartaði snemma á ferli sínum og sungu lagið Born to Run.

Þeir höfðu þó breytt textanum til þess að gera grín að Chris Christie, ríkisstjóra New Jersey, eftir að fréttaveitur vestanhafs greindu frá því að Christie hefði látið loka George Washington brúnni, og ollið umferðaröngþveiti með uppátækinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.