Stofnuðu Samtök grænmetisæta Sara McMahon skrifar 8. maí 2013 08:00 Útvarpsmaðurinn Sigvaldi Ástríðarson er formaður Samtaka grænmetisæta á Íslandi. Fréttablaðið/Pjetur „Okkur þótti tímabært að reyna að tryggja að grænmetisætur á Íslandi geti lifað hamingjusömu lífi án þess að neyta kjöts. Okkur langar til dæmis að reyna að bæta úrvalið af réttum á veitingastöðum og upplýsa fólk um að hér búi mikill fjöldi fólks sem borðar ekki hinn hefðbundna, íslenska mat. Okkur langar að geta farið á veitingastað og pantað grænmetissúpu sem er ekki með kjötkrafti í, eins og er svo víða,“ segir Sigvaldi Ástríðarson, formaður nýstofnaðra Samtaka grænmetisæta á Íslandi. Samtök grænmetisæta eru til víða um heim og standa þau meðal annars að fræðslu og ýmsum viðburðum fyrir grænmetisætur. Að sögn Sigvalda þótti þörf á slíkum samtökum hér á landi því grænmetisætur mæta gjarnan skilningsleysi og fordómum. „Við viljum sýna fólki að grænmetisætur eru ekki táningar að ganga í gengum tímabil. Við erum allt frá því að vera stórir, skeggjaðir karlmenn yfir í venjulegt fólk sem sumt hefur verið grænmetisætur allt sitt líf.“ Sigvaldi starfar sem útvarpsmaður á Rás 2 og innan tölvugeirans. Hann og kona hans gerðust grænmetisætur árið 1999 en Sigvaldi gekk svo skrefi lengra og gerðist vegan fyrir sjö árum. Fólk sem aðhyllist veganisma neytir engra dýraafurða né gengur í fatnaði unnum úr dýraafurðum. „Upphaflega gerðumst við grænmetisætur vegna þess að við höfðum ekki efni á kjöti og erum bæði miklir dýravinir. Svo bættust fleiri ástæður við; heilsufarslegar, mengunarvarnir og annað. Ég ákvað svo að gerast vegan fyrir sjö árum og það var mun auðveldara en ég hafði búist við,“ segir Sigvaldi að lokum. Finna má samtökin á Facebook undir nafninu Samtök grænmetisæta á Íslandi. Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira
„Okkur þótti tímabært að reyna að tryggja að grænmetisætur á Íslandi geti lifað hamingjusömu lífi án þess að neyta kjöts. Okkur langar til dæmis að reyna að bæta úrvalið af réttum á veitingastöðum og upplýsa fólk um að hér búi mikill fjöldi fólks sem borðar ekki hinn hefðbundna, íslenska mat. Okkur langar að geta farið á veitingastað og pantað grænmetissúpu sem er ekki með kjötkrafti í, eins og er svo víða,“ segir Sigvaldi Ástríðarson, formaður nýstofnaðra Samtaka grænmetisæta á Íslandi. Samtök grænmetisæta eru til víða um heim og standa þau meðal annars að fræðslu og ýmsum viðburðum fyrir grænmetisætur. Að sögn Sigvalda þótti þörf á slíkum samtökum hér á landi því grænmetisætur mæta gjarnan skilningsleysi og fordómum. „Við viljum sýna fólki að grænmetisætur eru ekki táningar að ganga í gengum tímabil. Við erum allt frá því að vera stórir, skeggjaðir karlmenn yfir í venjulegt fólk sem sumt hefur verið grænmetisætur allt sitt líf.“ Sigvaldi starfar sem útvarpsmaður á Rás 2 og innan tölvugeirans. Hann og kona hans gerðust grænmetisætur árið 1999 en Sigvaldi gekk svo skrefi lengra og gerðist vegan fyrir sjö árum. Fólk sem aðhyllist veganisma neytir engra dýraafurða né gengur í fatnaði unnum úr dýraafurðum. „Upphaflega gerðumst við grænmetisætur vegna þess að við höfðum ekki efni á kjöti og erum bæði miklir dýravinir. Svo bættust fleiri ástæður við; heilsufarslegar, mengunarvarnir og annað. Ég ákvað svo að gerast vegan fyrir sjö árum og það var mun auðveldara en ég hafði búist við,“ segir Sigvaldi að lokum. Finna má samtökin á Facebook undir nafninu Samtök grænmetisæta á Íslandi.
Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira