Stundakennarar íhuga vinnustöðvun María Lilja Þrastardóttir skrifar 8. maí 2013 07:00 Yfir tvö þúsund stundakennarar kenna við Háskóla Íslands. Stundakennarar við Háskóla Íslands hafa fengið nóg af langvarandi aðgerðaleysi skólans og búa sig undir aðgerðir næstu skólaönn. Þetta staðfestir Eiríkur Valdimarsson, formaður Hagstundar, hagsmunafélags stundakennara. „Við erum að hugsa okkar gang og höfum velt fyrir okkur aðgerðum,“ segir Eiríkur og á þá við í formi vinnustöðvunar eða verkfalls. „Krafan er einföld en við viljum að komið sé fram við stundakennara líkt og aðra kennara Háskólans,“ segir Eiríkur. Yfir 2.000 stundakennarar starfa við Háskóla Íslands. Stéttin er hins vegar ekki fastráðin og nýtur því ekki almennra réttinda á vinnumarkaði. Kennararnir hafa engan veikindarétt og búa við mjög ótraust vinnuumhverfi, þar sem þeim getur verið skipt út fyrirvaralaust. Nemendum við Háskóla Íslands hefur fjölgað talsvert eftir hrun. Kennurum við stofnunina hefur þó ekki fjölgað í sama hlutfalli svo notast er við þjónustu stundakennara til að brúa bilið. Stundakennarar sinna nú um þriðjungi allrar kennslu við skólann. Þetta segir Eiríkur að sé ekki lengur viðunandi. „Við höfum því fengið aukna ábyrgð við kennslu og ástæða þess er í sjálfu sér einföld, við erum ódýrt vinnuafl en á sama tíma afar hæft starfsfólk og oftar en ekki einstakir sérfræðingar á þeim sviðum sem við kennum á.“ Eiríkur segir engan stuðning að finna meðal stjórnenda skólans. Málefni stundakennara hafi verið borin undir umboðsmann Alþingis fyrir rúmu ári en þaðan hafi verið lítið um viðbrögð. Nú segir Eiríkur að mælirinn sé fullur og þörfin á aðgerðum aukist dag hvern. Komi til þess að stundakennarar leggi niður vinnu sína er ljóst að það gæti haft djúpstæð áhrif á skólastarfið. „Hvers kyns aðgerðir sem við grípum til munu koma til með að vekja mikla athygli, þar sem kennsla og yfirferð prófa fjölmargra nemenda er í okkar höndum. Stundakennarar sem eru aðeins á tímakaupi gætu hæglega hætt að kenna án nokkurra skuldbindinga. Sömuleiðis hyggjumst við jafnvel sleppa því að fara yfir próf, sleppt því að skila einkunnum. Við munum mögulega grípa til slíkra aðgerða.“ Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Fleiri fréttir Öllum sleppt úr haldi og rannsókn á viðkvæmu stigi Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sjá meira
Stundakennarar við Háskóla Íslands hafa fengið nóg af langvarandi aðgerðaleysi skólans og búa sig undir aðgerðir næstu skólaönn. Þetta staðfestir Eiríkur Valdimarsson, formaður Hagstundar, hagsmunafélags stundakennara. „Við erum að hugsa okkar gang og höfum velt fyrir okkur aðgerðum,“ segir Eiríkur og á þá við í formi vinnustöðvunar eða verkfalls. „Krafan er einföld en við viljum að komið sé fram við stundakennara líkt og aðra kennara Háskólans,“ segir Eiríkur. Yfir 2.000 stundakennarar starfa við Háskóla Íslands. Stéttin er hins vegar ekki fastráðin og nýtur því ekki almennra réttinda á vinnumarkaði. Kennararnir hafa engan veikindarétt og búa við mjög ótraust vinnuumhverfi, þar sem þeim getur verið skipt út fyrirvaralaust. Nemendum við Háskóla Íslands hefur fjölgað talsvert eftir hrun. Kennurum við stofnunina hefur þó ekki fjölgað í sama hlutfalli svo notast er við þjónustu stundakennara til að brúa bilið. Stundakennarar sinna nú um þriðjungi allrar kennslu við skólann. Þetta segir Eiríkur að sé ekki lengur viðunandi. „Við höfum því fengið aukna ábyrgð við kennslu og ástæða þess er í sjálfu sér einföld, við erum ódýrt vinnuafl en á sama tíma afar hæft starfsfólk og oftar en ekki einstakir sérfræðingar á þeim sviðum sem við kennum á.“ Eiríkur segir engan stuðning að finna meðal stjórnenda skólans. Málefni stundakennara hafi verið borin undir umboðsmann Alþingis fyrir rúmu ári en þaðan hafi verið lítið um viðbrögð. Nú segir Eiríkur að mælirinn sé fullur og þörfin á aðgerðum aukist dag hvern. Komi til þess að stundakennarar leggi niður vinnu sína er ljóst að það gæti haft djúpstæð áhrif á skólastarfið. „Hvers kyns aðgerðir sem við grípum til munu koma til með að vekja mikla athygli, þar sem kennsla og yfirferð prófa fjölmargra nemenda er í okkar höndum. Stundakennarar sem eru aðeins á tímakaupi gætu hæglega hætt að kenna án nokkurra skuldbindinga. Sömuleiðis hyggjumst við jafnvel sleppa því að fara yfir próf, sleppt því að skila einkunnum. Við munum mögulega grípa til slíkra aðgerða.“
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Fleiri fréttir Öllum sleppt úr haldi og rannsókn á viðkvæmu stigi Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sjá meira