Innlent

Fólk beðið um að leggja til bolla

Fimmmenningarnir sem standa að kaffihúsinu. Frá vinstri: Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, Unnur Jónsdóttir, María Þ. Hreiðarsdóttir, Gísli Björnsson og Lára Steinarsdóttir.
Fimmmenningarnir sem standa að kaffihúsinu. Frá vinstri: Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, Unnur Jónsdóttir, María Þ. Hreiðarsdóttir, Gísli Björnsson og Lára Steinarsdóttir.
Aðstandendur kaffihússins GÆS biðla til almennings um að leggja þeim til kaffibolla. Þeir taka fegins hendi á móti bollum af öllum stærðum og gerðum frá þeim sem vilja hjálpa til við að koma kaffihúsinu af stað.

Þessa dagana er unnið hörðum höndum að því að undirbúa opnun kaffihússins sem verður 1. júní næstkomandi. Ráðgert er að kaffihúsið verði opið í sumar og hugsanlega lengur ef vel gengur.

Fimm starfsmenn verða á kaffihúsinu en þeir hafa þróað hugmyndina og undirbúið stofnun kaffihússins í námi sínu í Háskólanum. Verkefnið byggir á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og á félagslegum skilningi á fötlun. Lögð verður áhersla á að hæfileikar hvers og eins fái að njóta sín og manngerðum hindrunum í samfélaginu rutt úr vegi.

Tekið verður á móti kaffibollunum í Ráðhúsi Reykjavíkur milli klukkan 14 og 16, á uppstigningardag, fimmtudaginn 9. maí, og eru allir hvattir til að leggja verkefninu lið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×