Range Rover Hybrid að koma Finnur Thorlacius skrifar 8. maí 2013 10:45 Mun aðeins eyða 5,3 lítrum á hundraðið en er samt 333 hestöfl. Land Rover fyrirtækið, sem framleiðir Range Rover, hefur ekki tekið þátt í tvinnbílatækni fyrir sína bíla eins og margir aðrir bílaframleiðendur. Það er þó að breytast því á bílasýningunni í Frankfurt seinna í ár mun það sýna bæði Range Rover og Range Rover Sport með þessari tækni. Þar verður sýndur Range Rover með 3,0 lítra V6 dísilvél sem hjálpað verður með 50 kW rafmótor sem skila saman 333 hestöflum og koma bílnum í 100 á rúmlega 7 sekúndum. Bíllinn mun eyða aðeins 5,3 lítrum á hverja 100 kílómetra svo þar er kominn afar eyðslugrannur jeppi sem þó er með krafta í kögglum. Svo langt er Land Rover komið í þróun sinni á þessum bílum að þeir verða komnir í sölu áður en árið er liðið. Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent
Mun aðeins eyða 5,3 lítrum á hundraðið en er samt 333 hestöfl. Land Rover fyrirtækið, sem framleiðir Range Rover, hefur ekki tekið þátt í tvinnbílatækni fyrir sína bíla eins og margir aðrir bílaframleiðendur. Það er þó að breytast því á bílasýningunni í Frankfurt seinna í ár mun það sýna bæði Range Rover og Range Rover Sport með þessari tækni. Þar verður sýndur Range Rover með 3,0 lítra V6 dísilvél sem hjálpað verður með 50 kW rafmótor sem skila saman 333 hestöflum og koma bílnum í 100 á rúmlega 7 sekúndum. Bíllinn mun eyða aðeins 5,3 lítrum á hverja 100 kílómetra svo þar er kominn afar eyðslugrannur jeppi sem þó er með krafta í kögglum. Svo langt er Land Rover komið í þróun sinni á þessum bílum að þeir verða komnir í sölu áður en árið er liðið.
Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent