Danska leiðin hvað? Ólafur Loftsson skrifar 21. nóvember 2013 06:00 Það er ánægjulegt að sjá að sveitarstjórnarmenn eins og aðrir sjá nauðsyn þess að lagfæra laun grunnskólakennara þannig að þau verði sambærileg við laun annarra háskólamenntaðra sérfræðinga. Það er ekki nokkur vafi á því að slík lagfæring er löngu tímabær og yrði mjög jákvæð innspýting í allt skólaumhverfið. En hvernig á að fjármagna leiðréttingu launa? Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfsstæðismanna í Reykjavík, neitar að horfast í augu við þá einföldu staðreynd að leiðrétting launa muni hafa aukinn kostnað í för með sér. Þess í stað reynir hann nú að sannfæra landsmenn um að nægt fjármagn sé fyrir í skólakerfinu og til að hækka laun þurfi aðeins að gera á því „lítilsháttar“ skipulagsbreytingar. Ég heyri því æ oftar fleygt meðal sveitarstjórnarmanna að við verðum að fara dönsku leiðina. Hvað þýðir það? Hvað gerðist í Danmörku? Í kjölfar samningaviðræðna danskra kennara og sveitarfélaga voru kennarar settir í verkbann og þeir beittir áður óþekktu óréttlæti þegar þeir voru sviptir samningsrétti. Sett voru á lög kennara. Sú lagasetning hefur verið kærð til Alþjóðavinnumálastofnunarinnar enda frændum okkar Dönum til háborinnar skammar. Meginefni laganna er að sveitarstjórnarstiginu eru færð full yfirráð yfir allri vinnu kennara og eru í dag engar skilgreiningar til með hvaða hætti vinnuframlag þeirra skuli vera. Á fundi okkar með danska kennarasambandinu í október síðastliðnum kom fram að þeir hefðu ekki hugmynd um með hvaða hætti skólastarf yrði frá ágúst 2014 þegar lögin taka gildi. Ekki hugmynd. Er þetta það sem við viljum?Ábyrgðin yfir á kennnara Ef ég þekki sveitarstjórnarmenn rétt munu þeir nú margir í aðdraganda kosninga mæra skólakerfið og taka undir eðlilegar óskir kennara um að laun þeirra verði leiðrétt. Þegar allt er yfirstaðið mun engin leiðrétting eiga sér stað frekar en fyrri daginn. Og í staðinn fyrir að sveitarstjórnarmenn taki á því ábyrgð munu þeir velta ábyrgðinni yfir á kennara. Segja að vegna þess að þeir neituðu að fara blindandi einhverja danska leið og samþykkja að fjármagna launahækkanir að mestu með því að vinna meira beri þeir sjálfir ábyrgð á sínum bágu kjörum. Sveitarstjórnarmenn, hvernig væri nú að forgangsraða í þágu menntunar og treysta vel menntuðu fagfólki fyrir störfum sínum? Það að fækka kennurum eða láta þá vinna meira er ekki að lagfæra laun. Í könnun sem Félag grunnskólakennara og Samband íslenskra sveitarfélaga gerðu ekki fyrir löngu kom fram að kennarar vinna í dag of mikið og verkefni grunnskólanna eru of mörg. Ef eitthvað er þurfa kennarar meiri tíma til að sinna einstökum nemendum til að koma til móts við þarfir þeirra. Það er rétt hjá borgarfulltrúanum Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, að það mun ekki bara valda úlfúð meðal kennara að láta þá fjármagna eigin launahækkanir með færri kennurum, heldur væri það algert glapræði faglega, miðað við þau verkefni sem grunnskólinn á að sinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Það er ánægjulegt að sjá að sveitarstjórnarmenn eins og aðrir sjá nauðsyn þess að lagfæra laun grunnskólakennara þannig að þau verði sambærileg við laun annarra háskólamenntaðra sérfræðinga. Það er ekki nokkur vafi á því að slík lagfæring er löngu tímabær og yrði mjög jákvæð innspýting í allt skólaumhverfið. En hvernig á að fjármagna leiðréttingu launa? Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfsstæðismanna í Reykjavík, neitar að horfast í augu við þá einföldu staðreynd að leiðrétting launa muni hafa aukinn kostnað í för með sér. Þess í stað reynir hann nú að sannfæra landsmenn um að nægt fjármagn sé fyrir í skólakerfinu og til að hækka laun þurfi aðeins að gera á því „lítilsháttar“ skipulagsbreytingar. Ég heyri því æ oftar fleygt meðal sveitarstjórnarmanna að við verðum að fara dönsku leiðina. Hvað þýðir það? Hvað gerðist í Danmörku? Í kjölfar samningaviðræðna danskra kennara og sveitarfélaga voru kennarar settir í verkbann og þeir beittir áður óþekktu óréttlæti þegar þeir voru sviptir samningsrétti. Sett voru á lög kennara. Sú lagasetning hefur verið kærð til Alþjóðavinnumálastofnunarinnar enda frændum okkar Dönum til háborinnar skammar. Meginefni laganna er að sveitarstjórnarstiginu eru færð full yfirráð yfir allri vinnu kennara og eru í dag engar skilgreiningar til með hvaða hætti vinnuframlag þeirra skuli vera. Á fundi okkar með danska kennarasambandinu í október síðastliðnum kom fram að þeir hefðu ekki hugmynd um með hvaða hætti skólastarf yrði frá ágúst 2014 þegar lögin taka gildi. Ekki hugmynd. Er þetta það sem við viljum?Ábyrgðin yfir á kennnara Ef ég þekki sveitarstjórnarmenn rétt munu þeir nú margir í aðdraganda kosninga mæra skólakerfið og taka undir eðlilegar óskir kennara um að laun þeirra verði leiðrétt. Þegar allt er yfirstaðið mun engin leiðrétting eiga sér stað frekar en fyrri daginn. Og í staðinn fyrir að sveitarstjórnarmenn taki á því ábyrgð munu þeir velta ábyrgðinni yfir á kennara. Segja að vegna þess að þeir neituðu að fara blindandi einhverja danska leið og samþykkja að fjármagna launahækkanir að mestu með því að vinna meira beri þeir sjálfir ábyrgð á sínum bágu kjörum. Sveitarstjórnarmenn, hvernig væri nú að forgangsraða í þágu menntunar og treysta vel menntuðu fagfólki fyrir störfum sínum? Það að fækka kennurum eða láta þá vinna meira er ekki að lagfæra laun. Í könnun sem Félag grunnskólakennara og Samband íslenskra sveitarfélaga gerðu ekki fyrir löngu kom fram að kennarar vinna í dag of mikið og verkefni grunnskólanna eru of mörg. Ef eitthvað er þurfa kennarar meiri tíma til að sinna einstökum nemendum til að koma til móts við þarfir þeirra. Það er rétt hjá borgarfulltrúanum Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, að það mun ekki bara valda úlfúð meðal kennara að láta þá fjármagna eigin launahækkanir með færri kennurum, heldur væri það algert glapræði faglega, miðað við þau verkefni sem grunnskólinn á að sinna.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun