Barnasáttmálinn Björgvin G. Sigurðsson skrifar 28. febrúar 2013 06:00 Lögfesting Alþingis á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna var með mikilvægari lagagjörð þingsins um langt skeið. Tuttugu ára baráttu fyrir lögfestingu Barnasáttmálans er nú lokið. Fyrir vikið batnar réttarstaða barna á Íslandi umtalsvert. Á enga er hallað þó þeim Ágústi Ólafi Ágústssyni, fyrrverandi þingmanni, og Helga Hjörvar þingmanni sé þökkuð sérstaklega barátta fyrir lögfestingu sáttmálans, svo og samþingmönnum mínum í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis fyrir vandaða og yfirvegaða vinnu þvert á flokka. Einhugur og stuðningur við málið skilaði því inn í þingið fyrir skömmu og í atkvæðagreiðslu eftir 3. umræðu nú á dögunum.Frumkvæðið frá Póllandi Eftir heimsstyrjöldina síðari var það Pólland sem átti frumkvæði og beitti sér af krafti fyrir aukinni vernd börnum til handa. Þessi barátta Pólverja leiddi til þess að árið 1959 samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna einróma Yfirlýsinguna um réttindi barnsins, sem hafði að geyma tíu meginreglur um réttindi barna eingöngu og byggði að hluta til á Genfar-yfirlýsingunni frá árinu 1924 og að hluta til á Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1948. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna felur í sér skuldbindandi samkomulag þjóða heims um sérstök réttindi börnum til handa, óháð réttindum hinna fullorðnu. Þótt aðildarríkin að samningnum séu skuldbundin til að tryggja börnum þau réttindi sem samningurinn veitir þeim er sú skuldbinding aðeins samkvæmt þjóðarétti. Vegna tvíeðliskenningarinnar sem lögð er til grundvallar í lagatúlkun hér á landi þarf að lögfesta alþjóðlega samninga ef þeir eiga að hafa bein réttaráhrif hér á landi. Því er ekki hægt að beita Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með beinum hætti fyrir íslenskum dómstólum og lögfesting hans jafn mikilvæg og raun ber vitni. Barnasáttmálinn er grundvallarsáttmáli og mikilvægt að hann hafi verið lögfestur hér á landi með sama hætti og gert var með Mannréttindasáttmála Evrópu. Vægi Barnasáttmálans verður þá meira hér á landi þar sem stjórnvöld og dómstólar landsins verða að taka mið af honum við úrlausnir mála sem varða börn. Réttarstaða barna batnar umtalsvert. Það er stór áfangi og ástæða til að fagna því sérstaklega að Alþingi hafi lokið vinnu þessari fyrir þinglok. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Lögfesting Alþingis á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna var með mikilvægari lagagjörð þingsins um langt skeið. Tuttugu ára baráttu fyrir lögfestingu Barnasáttmálans er nú lokið. Fyrir vikið batnar réttarstaða barna á Íslandi umtalsvert. Á enga er hallað þó þeim Ágústi Ólafi Ágústssyni, fyrrverandi þingmanni, og Helga Hjörvar þingmanni sé þökkuð sérstaklega barátta fyrir lögfestingu sáttmálans, svo og samþingmönnum mínum í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis fyrir vandaða og yfirvegaða vinnu þvert á flokka. Einhugur og stuðningur við málið skilaði því inn í þingið fyrir skömmu og í atkvæðagreiðslu eftir 3. umræðu nú á dögunum.Frumkvæðið frá Póllandi Eftir heimsstyrjöldina síðari var það Pólland sem átti frumkvæði og beitti sér af krafti fyrir aukinni vernd börnum til handa. Þessi barátta Pólverja leiddi til þess að árið 1959 samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna einróma Yfirlýsinguna um réttindi barnsins, sem hafði að geyma tíu meginreglur um réttindi barna eingöngu og byggði að hluta til á Genfar-yfirlýsingunni frá árinu 1924 og að hluta til á Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1948. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna felur í sér skuldbindandi samkomulag þjóða heims um sérstök réttindi börnum til handa, óháð réttindum hinna fullorðnu. Þótt aðildarríkin að samningnum séu skuldbundin til að tryggja börnum þau réttindi sem samningurinn veitir þeim er sú skuldbinding aðeins samkvæmt þjóðarétti. Vegna tvíeðliskenningarinnar sem lögð er til grundvallar í lagatúlkun hér á landi þarf að lögfesta alþjóðlega samninga ef þeir eiga að hafa bein réttaráhrif hér á landi. Því er ekki hægt að beita Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með beinum hætti fyrir íslenskum dómstólum og lögfesting hans jafn mikilvæg og raun ber vitni. Barnasáttmálinn er grundvallarsáttmáli og mikilvægt að hann hafi verið lögfestur hér á landi með sama hætti og gert var með Mannréttindasáttmála Evrópu. Vægi Barnasáttmálans verður þá meira hér á landi þar sem stjórnvöld og dómstólar landsins verða að taka mið af honum við úrlausnir mála sem varða börn. Réttarstaða barna batnar umtalsvert. Það er stór áfangi og ástæða til að fagna því sérstaklega að Alþingi hafi lokið vinnu þessari fyrir þinglok.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar