Innlent

Nýta göngutúrana í kattaleit

Friðrik og Sólrún ásamt köttunum sínum, Sveini og Bilbó.
Friðrik og Sólrún ásamt köttunum sínum, Sveini og Bilbó. fréttablaðið/Valli
Kattavaktin er ný síða á Facebook sem ætlað er að auðvelda fólki að deila upplýsingum um týnda ketti.

„Fólk er mjög duglegt að fylgjast með og nú er til dæmis verið að skipuleggja leit að einum ketti sem hvarf úr hverfinu. Sá hefur verið týndur í um tvær vikur og nýverið bárust fréttir af honum í slæmu ástandi við Eiðistorg,“ segir Friðrik J. Martell sálfræðinemi, sem stendur að baki Kattavaktinni ásamt konu sinni Sólrúnu Gunnarsdóttur fiðluleikara.

„Raunin er sú að kettir eiga mjög stóran sess í hjörtum margra og í hverfi eins og Vesturbænum er mikið af fólki sem þekkir nágrannakettina vel. Okkur datt í hug hvort það væri ekki sniðugt að virkja þetta fólk í leitinni að týndum köttum,“ segir Friðrik - sm / sjá síðu 50




Fleiri fréttir

Sjá meira


×