Styrkja RIFF um níu milljónir 28. febrúar 2013 11:30 RIFF. Myndin úr safni. Menningar- og ferðamálaráð hefur samþykkt að styrkja Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík (RIFF) áfram. Ráðið samþykkti á fundi sínum að styrkja hátíðina um níu milljónir króna til eins árs. Það er skemmri tími en áður hefur verið. Nokkur titringur hefur verið í kringum hátíðina en gerðar voru athugasemdir við stjórnarfyrirkomulag og starfsmannastefnu fyrirtækisins. Þetta kom meðal annars fram í minnisblaði nefndarinnar sem hefur ekki verið gert opinbert. Einar Örni Benediktsson, formaður Menningar- og ferðamálaráðs, segir í samtali við Vísi að RIFF hafi farið eftir þeim athugasemdum sem voru gerðar, meðal annars með því að skipa stjórn RIFF, sem var ekki áður. „Það er ekkert óeðlilegt að við stöldrum aðeins við og skoðum þá sem við erum að styrkja," segir Einar Örn en hátíðin verður haldin í tíunda sinn næsta vetur. Einar Örn bendir á að hátíðin sé skuldlaus. Hann segir endurskoðunina nú frekar hluta af sífelldri endurskoðun á því hvernig fjármunum borgarinnar sé varið. Spurður hvort breytingar eða athugasemdir borgarinnar munu fela í sér einhverjar mannabreytingar hjá RIFF svarar Einar því til að borgin hafi ekki slíkt vald. Það sé ekki borgarinnar að hlutast til um sérstaka starfsmenn hjá styrkþegum borgarinnar. „Kvikmyndahátíðin er mjög góð, en það þarf að eiga svona lifandi samtal við þá sem fá styrki frá borginni," segir Einar Örn. Spurður hvort það væri ekki eðlilegt að útsvarsgreiðendur fengu að aðgang að hinu leynilega minnisblaði, svarar Einar Örn því að minnisblöð verði oft til á fundum sem þessum, og þar séu eingöngu punktar fyrir nefndarmenn og þá sem að málinu koma. Spurður hvort hann sé sáttur við niðurstöðu mála, og að hátíðin verði styrkt áfram, svara Einar: „Ég er sáttur við þær breytingar sem hafa verið grðar og tillögur stjórnar RIFF." Marta Guðjónsdóttir, nefndarmaður í Menningar- og ferðamálanefnd á vegum Sjálfstæðisflokksins, segir að það skipti mestu að það hafi verið skipuð eftirlitsnefnd sem fór yfir reksturinn í samstarfi við RIFF en þær athuganir leiddu í ljós að hátíðin er skuldlaus. „Og það hafa verið gerðar þær úrbætur sem við fórum fram á eins og að skipa stjórn með hæfu fólki, fagfólki á sínu sviði. Og við treystum þessu fólki," segir Marta, en einhugur var um að styrkja RIFF hjá nefndinni Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Menningar- og ferðamálaráð hefur samþykkt að styrkja Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík (RIFF) áfram. Ráðið samþykkti á fundi sínum að styrkja hátíðina um níu milljónir króna til eins árs. Það er skemmri tími en áður hefur verið. Nokkur titringur hefur verið í kringum hátíðina en gerðar voru athugasemdir við stjórnarfyrirkomulag og starfsmannastefnu fyrirtækisins. Þetta kom meðal annars fram í minnisblaði nefndarinnar sem hefur ekki verið gert opinbert. Einar Örni Benediktsson, formaður Menningar- og ferðamálaráðs, segir í samtali við Vísi að RIFF hafi farið eftir þeim athugasemdum sem voru gerðar, meðal annars með því að skipa stjórn RIFF, sem var ekki áður. „Það er ekkert óeðlilegt að við stöldrum aðeins við og skoðum þá sem við erum að styrkja," segir Einar Örn en hátíðin verður haldin í tíunda sinn næsta vetur. Einar Örn bendir á að hátíðin sé skuldlaus. Hann segir endurskoðunina nú frekar hluta af sífelldri endurskoðun á því hvernig fjármunum borgarinnar sé varið. Spurður hvort breytingar eða athugasemdir borgarinnar munu fela í sér einhverjar mannabreytingar hjá RIFF svarar Einar því til að borgin hafi ekki slíkt vald. Það sé ekki borgarinnar að hlutast til um sérstaka starfsmenn hjá styrkþegum borgarinnar. „Kvikmyndahátíðin er mjög góð, en það þarf að eiga svona lifandi samtal við þá sem fá styrki frá borginni," segir Einar Örn. Spurður hvort það væri ekki eðlilegt að útsvarsgreiðendur fengu að aðgang að hinu leynilega minnisblaði, svarar Einar Örn því að minnisblöð verði oft til á fundum sem þessum, og þar séu eingöngu punktar fyrir nefndarmenn og þá sem að málinu koma. Spurður hvort hann sé sáttur við niðurstöðu mála, og að hátíðin verði styrkt áfram, svara Einar: „Ég er sáttur við þær breytingar sem hafa verið grðar og tillögur stjórnar RIFF." Marta Guðjónsdóttir, nefndarmaður í Menningar- og ferðamálanefnd á vegum Sjálfstæðisflokksins, segir að það skipti mestu að það hafi verið skipuð eftirlitsnefnd sem fór yfir reksturinn í samstarfi við RIFF en þær athuganir leiddu í ljós að hátíðin er skuldlaus. „Og það hafa verið gerðar þær úrbætur sem við fórum fram á eins og að skipa stjórn með hæfu fólki, fagfólki á sínu sviði. Og við treystum þessu fólki," segir Marta, en einhugur var um að styrkja RIFF hjá nefndinni
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira