„Svo skrýtið hvernig lífið er“ 28. febrúar 2013 15:25 Þórunn er ánægð með verkið, sem hún segir spanna allan tilfinningaskalann. Leikfélag Fjölbrautaskólans í Garðabæ sýnir um þessar mundir söngleikinn Fjögur brúðkaup og jarðarför, en hann byggir á bresku kvikmyndinni Four Weddings and a Funeral frá árinu 1994. Það er leikkonan Þórunn Erna Clausen sem skrifar leikgerð verksins og leikstýrir, en upphaflega stóð til að setja verkið upp í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. „Ég byrjaði að skrifa þessa leikgerð árið 2010 þegar ég var að leikstýra FB," segir Þórunn, en kvikmyndina sá hún í fyrsta sinn þegar hún var átján ára. „Ég fór daginn eftir að ég sá hana í bíó og sá hana aftur. Og svo aftur þriðja daginn vegna þess að mér fannst hún svo skemmtileg." Þórunn ákvað að búa til söngleik úr myndinni, og þegar handritið var komið vel á leið hitti hún nemendur FB í hátíðarsal skólans að kvöldi mánudags 17. janúar 2011, þar sem þau horfðu saman á myndina áður en tilkynnt var um hlutverkaskipan. Þetta sama kvöld varð eiginmaður Þórunnar, tónlistarmaðurinn Sigurjón Brink, bráðkvaddur að heimili þeirra hjóna, en hann var 36 ára. „Ég setti þetta bara ofan í skúffu og ætlaði ekkert að gera með þetta meira. Svo bara tveimur árum síðar er ég að leikstýra í FG og ákvað að draga þetta fram aftur. Krakkarnir voru spenntir fyrir því þannig að ég hélt áfram með handritið."Erfitt að byrja aftur „Það var rosalega erfitt og rosalega skrýtið, en þetta ferli allt saman hefur sýnt mér að lífið heldur áfram," segir Þórunn og fullyrðir að leikritið hafi hjálpað sér heilmikið. „Umfjöllunarefnið er líka svo mikil gleði, og svo ástin og sorgin þannig að þetta hefur allt haldist í hendur. Ég var akkúrat kominn á þann stað í verkinu, þegar ég var að skrifa þetta á sínum tíma, þar sem ein persónan verður bráðkvödd. Þannig að það fyrsta sem ég skrifaði eftir að ég byrjaði aftur á handritinu var jarðarförin. Það er svo skrýtið hvernig lífið er." Þórunn segir söngleikinn stútfullan af dægurlögum sem allir þekkja, og nefnir þar á meðal lög með Ettu James, Stevie Wonder og James Taylor. „Ég reyndi að velja út frá því hvað verkið kallaði á. Þetta eru svona „feelgood"-lög frá alls kyns tímabilum. Svo eru þarna íslensk lög líka. Það er til dæmis lag þarna eftir Sjonna."Söngleikurinn er byggður á rómantísku gamanmyndinni Four Weddings and a Funeral.Hlæja saman og gráta Þórunn segist gríðarlega ánægð með útkomuna, en leikritið var frumsýnt þann 24. febrúar. „Ég er ofsalega stolt af krökkunum. Það er leiklistardeild í skólanum, sem er búin að vera núna í svolítinn tíma, og það gerir það að verkum að þeir eru komnir töluvert lengra heldur en krakkar í framhaldsskólum yfirleitt. Þetta eru svo svakalega klárir leikara." Á sviðinu er hljómsveit, og með dönsurum og leikurum eru um fjörutíu manns á sviðinu í einu þegar mest lætur. Með fólki sem vinnur baksviðs standa um hundrað manns að sýningunni. „Þetta er búið að vera yndislegt ferli. Við erum búin að hlæja svo mikið saman, gráta saman, og það eru allir með hjartað á réttum stað í þessum hópi. Ég hvet fólk endilega til að sjá leikritið. Þetta er góð kvöldstund ef maður vill hlæja mikið, finna til og fyllast von. Og maður fer í gegnum allan tilfinningaskalann. Þetta er svoleiðis leikrit." Sýningar standa yfir til 21. mars og miðapantanir eru í síma 777-0905. Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Fleiri fréttir Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Sjá meira
Leikfélag Fjölbrautaskólans í Garðabæ sýnir um þessar mundir söngleikinn Fjögur brúðkaup og jarðarför, en hann byggir á bresku kvikmyndinni Four Weddings and a Funeral frá árinu 1994. Það er leikkonan Þórunn Erna Clausen sem skrifar leikgerð verksins og leikstýrir, en upphaflega stóð til að setja verkið upp í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. „Ég byrjaði að skrifa þessa leikgerð árið 2010 þegar ég var að leikstýra FB," segir Þórunn, en kvikmyndina sá hún í fyrsta sinn þegar hún var átján ára. „Ég fór daginn eftir að ég sá hana í bíó og sá hana aftur. Og svo aftur þriðja daginn vegna þess að mér fannst hún svo skemmtileg." Þórunn ákvað að búa til söngleik úr myndinni, og þegar handritið var komið vel á leið hitti hún nemendur FB í hátíðarsal skólans að kvöldi mánudags 17. janúar 2011, þar sem þau horfðu saman á myndina áður en tilkynnt var um hlutverkaskipan. Þetta sama kvöld varð eiginmaður Þórunnar, tónlistarmaðurinn Sigurjón Brink, bráðkvaddur að heimili þeirra hjóna, en hann var 36 ára. „Ég setti þetta bara ofan í skúffu og ætlaði ekkert að gera með þetta meira. Svo bara tveimur árum síðar er ég að leikstýra í FG og ákvað að draga þetta fram aftur. Krakkarnir voru spenntir fyrir því þannig að ég hélt áfram með handritið."Erfitt að byrja aftur „Það var rosalega erfitt og rosalega skrýtið, en þetta ferli allt saman hefur sýnt mér að lífið heldur áfram," segir Þórunn og fullyrðir að leikritið hafi hjálpað sér heilmikið. „Umfjöllunarefnið er líka svo mikil gleði, og svo ástin og sorgin þannig að þetta hefur allt haldist í hendur. Ég var akkúrat kominn á þann stað í verkinu, þegar ég var að skrifa þetta á sínum tíma, þar sem ein persónan verður bráðkvödd. Þannig að það fyrsta sem ég skrifaði eftir að ég byrjaði aftur á handritinu var jarðarförin. Það er svo skrýtið hvernig lífið er." Þórunn segir söngleikinn stútfullan af dægurlögum sem allir þekkja, og nefnir þar á meðal lög með Ettu James, Stevie Wonder og James Taylor. „Ég reyndi að velja út frá því hvað verkið kallaði á. Þetta eru svona „feelgood"-lög frá alls kyns tímabilum. Svo eru þarna íslensk lög líka. Það er til dæmis lag þarna eftir Sjonna."Söngleikurinn er byggður á rómantísku gamanmyndinni Four Weddings and a Funeral.Hlæja saman og gráta Þórunn segist gríðarlega ánægð með útkomuna, en leikritið var frumsýnt þann 24. febrúar. „Ég er ofsalega stolt af krökkunum. Það er leiklistardeild í skólanum, sem er búin að vera núna í svolítinn tíma, og það gerir það að verkum að þeir eru komnir töluvert lengra heldur en krakkar í framhaldsskólum yfirleitt. Þetta eru svo svakalega klárir leikara." Á sviðinu er hljómsveit, og með dönsurum og leikurum eru um fjörutíu manns á sviðinu í einu þegar mest lætur. Með fólki sem vinnur baksviðs standa um hundrað manns að sýningunni. „Þetta er búið að vera yndislegt ferli. Við erum búin að hlæja svo mikið saman, gráta saman, og það eru allir með hjartað á réttum stað í þessum hópi. Ég hvet fólk endilega til að sjá leikritið. Þetta er góð kvöldstund ef maður vill hlæja mikið, finna til og fyllast von. Og maður fer í gegnum allan tilfinningaskalann. Þetta er svoleiðis leikrit." Sýningar standa yfir til 21. mars og miðapantanir eru í síma 777-0905.
Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Fleiri fréttir Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Sjá meira