Heimilisfólki á Eir stillt upp við vegg Helga Arnardóttir skrifar 28. febrúar 2013 18:25 Ríkið ætlar ekki hlaupa undir bagga með hjúkrunarheimilinu Eir sem hefur átt í miklum rekstrarvanda síðustu mánuði. Íbúum heimilisins hefur verið boðið að fá afhent langtímaskuldabréf í stað staðgreiðslu þegar íbúðum er skilað. Sættist ekki allir heimilismenn á það sem telst illskásti kosturinn stefnir í gjaldþrot Eirar. Hjúkrunarheimilið Eir hefur ekki getað staðið við skuldbindingar sínar frá því í september í fyrra og nema skuldir þess tæpum átta milljörðum. Greiðslur af lánum og uppgjör íbúa voru fryst í haust. Fullt var útúr dyrum á hjúkrunarheimilinu þegar nýjar lausnir við rekstrarvanda heimilisins voru kynntar í dag. Stjórnarformaðurinn segir brýnt að starfsemi Eirar verð tryggð til framtíðar. „Meginniðurstaðan er sú að til þess að tryggja eignir, réttindi og hagsmuni þessa fólks þá verðum við að tryggja það að Eir haldi áfram starfsemi," segir Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Eirar. „Og við verðum jafnframt að tryggja það að fólkið fái aftur eigur sínar og við getum gert það með þeim hætti að breyta uppgjöri íbúðarréttarins í það form að það verði gert með skuldabréfi." Hjúkrunarheimilið gæfi þá út skuldabréf upp á þá upphæð sem hver og einn íbúi greiddi til Eirar. Engin önnur leið hafi verið í boði, þar sem hvorki ríkið né fasteignasjóðir eða félög vildu koma að málinu. Samþykki íbúar ekki þetta samkomulag stefnir í gjaldþrot og þá er nánast útséð með að íbúar fái nokkuð af þeim fjármunum sem þeir settu upphaflega í íbúðirnar. Íbúar á hjúkrunarheimilinu Eir hafa núna þrjár vikur til að gera upp sinn hug um hvort þeir sættist á samkomulag stjórnar Eirar. Stjórnarformaður Eirar segir þetta illskásta kostinn.Sp. blm. Er ekki hreinlega verið að stilla varnarlausu fólki upp við vegg? „Við náttúrulega öll stöndum frammi fyrir því sem er orðið, sem hefur gerst og afleiðingum þeirra ákvarðana sem hafa verið teknar áður og það gerum við líka í nýju stjórninni. Við vorum beðin að koma að þessu til þess að leysa vanda sem kominn var upp en í rauninni er það rétt sem þú segir." Heimilismenn og aðstandendur þeirra hafa verið í mikilli óvissu síðustu mánuði. Foreldrar Franks Michelsen greiddu 20 milljónir af sínum ævisparniaði til Eirar fyrir nokkrum árum. Hann segir fólk ekki eiga annarra kosta völ en að samþykkja tilboð stjórnar Eirar. „Ég sé bara enga aðra lausn og með þessa stjórn sem nú er þá sýnist mér þetta eiga að geta gengið upp," segir Frank Michelsen. Faðir hans er látinn en móðir hans Guðný Jónsdóttir býr á Eir. Hún hefur ekki enn tekið ákvörðun um hvað hún geri. „Ég hef ekki neitt hugsað um það bara ég læt hverjum degi nægja sína þjáningu," segir Guðný. Frank segir heimilisfólk vonsvikið. „Ég held það sé meira vonbrigði og sárindi, finnst frekar eins og þeir hafi verið sviknir," segir Frank. „En núna virðist allur fókus vera á því að fólki fái að vera hér áfram í öryggi og fái þá þjónustu sem þeir þurfa til að vera hér áfram og líða vel. Það skiptir mestu máli." Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira
Ríkið ætlar ekki hlaupa undir bagga með hjúkrunarheimilinu Eir sem hefur átt í miklum rekstrarvanda síðustu mánuði. Íbúum heimilisins hefur verið boðið að fá afhent langtímaskuldabréf í stað staðgreiðslu þegar íbúðum er skilað. Sættist ekki allir heimilismenn á það sem telst illskásti kosturinn stefnir í gjaldþrot Eirar. Hjúkrunarheimilið Eir hefur ekki getað staðið við skuldbindingar sínar frá því í september í fyrra og nema skuldir þess tæpum átta milljörðum. Greiðslur af lánum og uppgjör íbúa voru fryst í haust. Fullt var útúr dyrum á hjúkrunarheimilinu þegar nýjar lausnir við rekstrarvanda heimilisins voru kynntar í dag. Stjórnarformaðurinn segir brýnt að starfsemi Eirar verð tryggð til framtíðar. „Meginniðurstaðan er sú að til þess að tryggja eignir, réttindi og hagsmuni þessa fólks þá verðum við að tryggja það að Eir haldi áfram starfsemi," segir Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Eirar. „Og við verðum jafnframt að tryggja það að fólkið fái aftur eigur sínar og við getum gert það með þeim hætti að breyta uppgjöri íbúðarréttarins í það form að það verði gert með skuldabréfi." Hjúkrunarheimilið gæfi þá út skuldabréf upp á þá upphæð sem hver og einn íbúi greiddi til Eirar. Engin önnur leið hafi verið í boði, þar sem hvorki ríkið né fasteignasjóðir eða félög vildu koma að málinu. Samþykki íbúar ekki þetta samkomulag stefnir í gjaldþrot og þá er nánast útséð með að íbúar fái nokkuð af þeim fjármunum sem þeir settu upphaflega í íbúðirnar. Íbúar á hjúkrunarheimilinu Eir hafa núna þrjár vikur til að gera upp sinn hug um hvort þeir sættist á samkomulag stjórnar Eirar. Stjórnarformaður Eirar segir þetta illskásta kostinn.Sp. blm. Er ekki hreinlega verið að stilla varnarlausu fólki upp við vegg? „Við náttúrulega öll stöndum frammi fyrir því sem er orðið, sem hefur gerst og afleiðingum þeirra ákvarðana sem hafa verið teknar áður og það gerum við líka í nýju stjórninni. Við vorum beðin að koma að þessu til þess að leysa vanda sem kominn var upp en í rauninni er það rétt sem þú segir." Heimilismenn og aðstandendur þeirra hafa verið í mikilli óvissu síðustu mánuði. Foreldrar Franks Michelsen greiddu 20 milljónir af sínum ævisparniaði til Eirar fyrir nokkrum árum. Hann segir fólk ekki eiga annarra kosta völ en að samþykkja tilboð stjórnar Eirar. „Ég sé bara enga aðra lausn og með þessa stjórn sem nú er þá sýnist mér þetta eiga að geta gengið upp," segir Frank Michelsen. Faðir hans er látinn en móðir hans Guðný Jónsdóttir býr á Eir. Hún hefur ekki enn tekið ákvörðun um hvað hún geri. „Ég hef ekki neitt hugsað um það bara ég læt hverjum degi nægja sína þjáningu," segir Guðný. Frank segir heimilisfólk vonsvikið. „Ég held það sé meira vonbrigði og sárindi, finnst frekar eins og þeir hafi verið sviknir," segir Frank. „En núna virðist allur fókus vera á því að fólki fái að vera hér áfram í öryggi og fái þá þjónustu sem þeir þurfa til að vera hér áfram og líða vel. Það skiptir mestu máli."
Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira