Afar umdeilt náttúrufrumvarp Þorgils Jónsson skrifar 19. febrúar 2013 12:00 Fjölmenni var á fundi Landverndar í Norræna húsinu í gærkvöldi þar sem frumvarp til náttúruverndarlaga var til umræðu. Mynd/Valli Stefnt er að því að afgreiða frumvarp til nýrra laga um náttúruvernd fyrir þinglok. Þetta segir Ólafur Þór Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar alþingis, en um 60 umsagnir bárust um frumvarpið sem bíður þess nú að komast til annarrar umræðu á þingi. „Samkvæmt starfsáætlun nefndarinnar er þetta eitt af þeim málum sem við stefnum að því að klára," segir Ólafur. Umsagnirnar eru úr ýmsum áttum. Náttúruverndarsamtök fagna frumvarpinu en sveitarfélög, landeigendur, veiðimenn og samtök útivistarfólks gagnrýna þau misharkalega. Landvernd fagnar frumvarpinu sem felur í sér „skýrari umgjörð en við höfum áður haft um vernd íslenskrar náttúru", auk þess sem stjórnvöld fái með þeim bætt þvingunarúrræði til að framfylgja lögunum. Náttúruverndarsamtök Íslands taka undir það og fagna því að skerpt sé á ákvæðum laga og valdheimildum ráðherra. Meðal annarra ákvæða sem brenna á höfundum umsagna eru ákvæði um rétt til að ferðast um einkalönd. Þar mætast misjöfn álit útivistarfólks. Skátarnir fagna því til dæmis að réttur fótgangandi sé rýmkaður og heimild landeigenda til að takmarka för manna sé bundin við sérstök tilvik. Ferðafélagið Útivist segir hins vegar vonbrigði að ekki sé lengra gengið fram í að tryggja almannarétt. Þá er sérstaklega deilt á að akstur á ökutækjum falli ekki undir ákvæði um almannarétt og að heimild umhverfisráðherra til banns á akstri á snjó og jöklum sé allt of opin og óljós. Skotveiðifélag Íslands og Ferðaklúbburinn 4X4 taka enn dýpra í árinni og segja meðal annars ljóst að ferðafólki sé mismunað eftir ferðamáta. Þá átelja bæði samtökin þá meintu nýbreytni að með frumvarpinu sé verið að banna allt það sem ekki sé sérstaklega leyft. Þar á móti kemur að landeigendur eru afar ósáttir því að frumvarpið felur í sér að þeirra mati ákvæði sem sviptir þá rétti til að takmarka umferð manna um afgirt óræktuð lönd. Það felur í sér „stórfellda skerðingu á eignarráðum yfir landi" og brýtur í bága við stjórnarskrá með vísan til friðhelgi eignaréttar. Þá eru sveitarfélög ósátt við þá þætti frumvarpsins sem lúta að skiptingu valds milli sveitarfélaganna og umhverfisráðherra. Til dæmis deilir Samband íslenskra sveitarfélaga á að í frumvarpinu séu ráðherra gefnar heimildir sem skarast meðal annars á við skipulagsvald sveitarfélaganna. Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Sjá meira
Stefnt er að því að afgreiða frumvarp til nýrra laga um náttúruvernd fyrir þinglok. Þetta segir Ólafur Þór Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar alþingis, en um 60 umsagnir bárust um frumvarpið sem bíður þess nú að komast til annarrar umræðu á þingi. „Samkvæmt starfsáætlun nefndarinnar er þetta eitt af þeim málum sem við stefnum að því að klára," segir Ólafur. Umsagnirnar eru úr ýmsum áttum. Náttúruverndarsamtök fagna frumvarpinu en sveitarfélög, landeigendur, veiðimenn og samtök útivistarfólks gagnrýna þau misharkalega. Landvernd fagnar frumvarpinu sem felur í sér „skýrari umgjörð en við höfum áður haft um vernd íslenskrar náttúru", auk þess sem stjórnvöld fái með þeim bætt þvingunarúrræði til að framfylgja lögunum. Náttúruverndarsamtök Íslands taka undir það og fagna því að skerpt sé á ákvæðum laga og valdheimildum ráðherra. Meðal annarra ákvæða sem brenna á höfundum umsagna eru ákvæði um rétt til að ferðast um einkalönd. Þar mætast misjöfn álit útivistarfólks. Skátarnir fagna því til dæmis að réttur fótgangandi sé rýmkaður og heimild landeigenda til að takmarka för manna sé bundin við sérstök tilvik. Ferðafélagið Útivist segir hins vegar vonbrigði að ekki sé lengra gengið fram í að tryggja almannarétt. Þá er sérstaklega deilt á að akstur á ökutækjum falli ekki undir ákvæði um almannarétt og að heimild umhverfisráðherra til banns á akstri á snjó og jöklum sé allt of opin og óljós. Skotveiðifélag Íslands og Ferðaklúbburinn 4X4 taka enn dýpra í árinni og segja meðal annars ljóst að ferðafólki sé mismunað eftir ferðamáta. Þá átelja bæði samtökin þá meintu nýbreytni að með frumvarpinu sé verið að banna allt það sem ekki sé sérstaklega leyft. Þar á móti kemur að landeigendur eru afar ósáttir því að frumvarpið felur í sér að þeirra mati ákvæði sem sviptir þá rétti til að takmarka umferð manna um afgirt óræktuð lönd. Það felur í sér „stórfellda skerðingu á eignarráðum yfir landi" og brýtur í bága við stjórnarskrá með vísan til friðhelgi eignaréttar. Þá eru sveitarfélög ósátt við þá þætti frumvarpsins sem lúta að skiptingu valds milli sveitarfélaganna og umhverfisráðherra. Til dæmis deilir Samband íslenskra sveitarfélaga á að í frumvarpinu séu ráðherra gefnar heimildir sem skarast meðal annars á við skipulagsvald sveitarfélaganna.
Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Sjá meira