Ofurmennið þarf að kunna rússnesku en ekki íslensku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2013 16:42 „Ég er búin að vera að leita að manneskju sem passaði í þetta. Ég hef leitað til VR og Vinnumálastofnunar og annað. Ég hef ekkert fundið og ákvað að því að auglýsa stöðuna," segir Bjarney Lea Guðmundsdóttir hótelstjóri á Hótel Flóka. Auglýsing í stöðu aðstoðarhótelstjóra hefur vakið töluverða athygli. Afar miklar kröfur eru gerðar til umsækjenda en þeir þurfa að hafa mikla tungumálakunnáttu, hafa fimm ára reynslu úr hótelgeiranum auk háskólagráðu í viðskiptum eða ferðamálum. Auglýsinguna í heild sinni má sjá hér að neðan en einnig er nefnt að viðkomandi þurfi að búa yfir miklum líkamlegum styrk. „Ég er búin að fá alveg helling af umsóknum bæði í gær og í dag. Það verður gaman að sjá hvort þetta ofurmenni sé til," segir Bjarney. Bjarney Lea segist áður hafa auglýst laus störf í dagblöðum og á vefsíðum Þá hafi umsóknirnar hins vegar verið svo margar að hún hafi ákveðið að hafa kröfurnar sérstkalega miklar í þetta skiptið. Athygli vekur að viðkomandi þarf að geta þýtt af ensku yfir á rússnesku, spænsku og þýsku en ekki er gerð krafa um íslenskukunnáttu. „Við höfum séð síðustu tvö ár að það hefur verið mikil aukning í fjölda ferðamanna frá Spáni, Rússlandi og Kína. Ég er með manneskju sem talar kínversku þ.a. hún er búin að setja vefsíðuna okkar inn á kínversku," segir Bjarney. Hún vill ná til ferðamanna frá þessu löndum. Fjölmörg hótel bjóði upp á upplýsingar á frönsku og þýsku en það vanti betri þjónustu fyrir þennan markað sem sé sívaxandi. Aðspurð hvort smávaxin kona, sem uppfyllti allar kröfurnar en væri ekki líklega til þess að koma að notum við mikla flutninga, kæmi til greina hlær Bjarney. Hún kæmi vissulega mjög vel til greina. „Ég er búin að fá svolítið af umsóknum og sé að sumir falla inn í margt af þessu en annað ekki og öfugt. Það er auðvitað alltaf hægt að finna eitthvað vaxtatröll til þess að færa á milli. Þó svo að hann kunni kannski ekki mikið á tölvur, markaðssetningu eða annað," segir Bjarney. Búin að auglýsa stöðuna erlendisFari svo að hinn fullkomna starfskraft sé ekki að finna innanlands segist Bjarney tilbúin að horfa út fyrir landsteinana. Raunar sé hún búin að auglýsa stöðuna erlendis. „Það er einn þar sem að kemur til greina og svo hef ég einnig heyrt frá öðru fólki. Það verður gaman að sjá og ég mun taka ákvörðunina í þessari viku," segir Bjarney. Blaðamaður velti upp þeirri spurningu hvort verið væri að sækja ákveðinn aðila út fyrir landsteinana með svo nákvæmri atvinnuauglýsingu. Hvort sýna ætti fram á að enginn hér á landi gæti uppfyllt allar kröfurnar og því þyrfti að leita út fyrir landsteinana þar sem rétta manninn væri að finna. Jafnvel fyrirfram ákveðinn einstakling. Bjarney þvertekur fyrir það. „Nei, þetta er ekkert svoleiðis. Þessi manneskja sem kemur til greina er frá Spáni. Ég auglýsti þar af því ég bjó þar svolítið lengi. Hún sagðist alveg vilja koma ef þannig hentaði. Spánverjar þurfa ekkert leyfi til að koma hingað og vinna," segir Bjarney og bætir við að best væri að viðkomandi væri Íslendingur. „Það er kannski betra að hafa Íslending sem að þekkir landið betur og svona. En ég hef fengið helling af fyrirspurnum og umsóknum sem verður gaman að skoða." Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Ég er búin að vera að leita að manneskju sem passaði í þetta. Ég hef leitað til VR og Vinnumálastofnunar og annað. Ég hef ekkert fundið og ákvað að því að auglýsa stöðuna," segir Bjarney Lea Guðmundsdóttir hótelstjóri á Hótel Flóka. Auglýsing í stöðu aðstoðarhótelstjóra hefur vakið töluverða athygli. Afar miklar kröfur eru gerðar til umsækjenda en þeir þurfa að hafa mikla tungumálakunnáttu, hafa fimm ára reynslu úr hótelgeiranum auk háskólagráðu í viðskiptum eða ferðamálum. Auglýsinguna í heild sinni má sjá hér að neðan en einnig er nefnt að viðkomandi þurfi að búa yfir miklum líkamlegum styrk. „Ég er búin að fá alveg helling af umsóknum bæði í gær og í dag. Það verður gaman að sjá hvort þetta ofurmenni sé til," segir Bjarney. Bjarney Lea segist áður hafa auglýst laus störf í dagblöðum og á vefsíðum Þá hafi umsóknirnar hins vegar verið svo margar að hún hafi ákveðið að hafa kröfurnar sérstkalega miklar í þetta skiptið. Athygli vekur að viðkomandi þarf að geta þýtt af ensku yfir á rússnesku, spænsku og þýsku en ekki er gerð krafa um íslenskukunnáttu. „Við höfum séð síðustu tvö ár að það hefur verið mikil aukning í fjölda ferðamanna frá Spáni, Rússlandi og Kína. Ég er með manneskju sem talar kínversku þ.a. hún er búin að setja vefsíðuna okkar inn á kínversku," segir Bjarney. Hún vill ná til ferðamanna frá þessu löndum. Fjölmörg hótel bjóði upp á upplýsingar á frönsku og þýsku en það vanti betri þjónustu fyrir þennan markað sem sé sívaxandi. Aðspurð hvort smávaxin kona, sem uppfyllti allar kröfurnar en væri ekki líklega til þess að koma að notum við mikla flutninga, kæmi til greina hlær Bjarney. Hún kæmi vissulega mjög vel til greina. „Ég er búin að fá svolítið af umsóknum og sé að sumir falla inn í margt af þessu en annað ekki og öfugt. Það er auðvitað alltaf hægt að finna eitthvað vaxtatröll til þess að færa á milli. Þó svo að hann kunni kannski ekki mikið á tölvur, markaðssetningu eða annað," segir Bjarney. Búin að auglýsa stöðuna erlendisFari svo að hinn fullkomna starfskraft sé ekki að finna innanlands segist Bjarney tilbúin að horfa út fyrir landsteinana. Raunar sé hún búin að auglýsa stöðuna erlendis. „Það er einn þar sem að kemur til greina og svo hef ég einnig heyrt frá öðru fólki. Það verður gaman að sjá og ég mun taka ákvörðunina í þessari viku," segir Bjarney. Blaðamaður velti upp þeirri spurningu hvort verið væri að sækja ákveðinn aðila út fyrir landsteinana með svo nákvæmri atvinnuauglýsingu. Hvort sýna ætti fram á að enginn hér á landi gæti uppfyllt allar kröfurnar og því þyrfti að leita út fyrir landsteinana þar sem rétta manninn væri að finna. Jafnvel fyrirfram ákveðinn einstakling. Bjarney þvertekur fyrir það. „Nei, þetta er ekkert svoleiðis. Þessi manneskja sem kemur til greina er frá Spáni. Ég auglýsti þar af því ég bjó þar svolítið lengi. Hún sagðist alveg vilja koma ef þannig hentaði. Spánverjar þurfa ekkert leyfi til að koma hingað og vinna," segir Bjarney og bætir við að best væri að viðkomandi væri Íslendingur. „Það er kannski betra að hafa Íslending sem að þekkir landið betur og svona. En ég hef fengið helling af fyrirspurnum og umsóknum sem verður gaman að skoða."
Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira