Ofurmennið þarf að kunna rússnesku en ekki íslensku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2013 16:42 „Ég er búin að vera að leita að manneskju sem passaði í þetta. Ég hef leitað til VR og Vinnumálastofnunar og annað. Ég hef ekkert fundið og ákvað að því að auglýsa stöðuna," segir Bjarney Lea Guðmundsdóttir hótelstjóri á Hótel Flóka. Auglýsing í stöðu aðstoðarhótelstjóra hefur vakið töluverða athygli. Afar miklar kröfur eru gerðar til umsækjenda en þeir þurfa að hafa mikla tungumálakunnáttu, hafa fimm ára reynslu úr hótelgeiranum auk háskólagráðu í viðskiptum eða ferðamálum. Auglýsinguna í heild sinni má sjá hér að neðan en einnig er nefnt að viðkomandi þurfi að búa yfir miklum líkamlegum styrk. „Ég er búin að fá alveg helling af umsóknum bæði í gær og í dag. Það verður gaman að sjá hvort þetta ofurmenni sé til," segir Bjarney. Bjarney Lea segist áður hafa auglýst laus störf í dagblöðum og á vefsíðum Þá hafi umsóknirnar hins vegar verið svo margar að hún hafi ákveðið að hafa kröfurnar sérstkalega miklar í þetta skiptið. Athygli vekur að viðkomandi þarf að geta þýtt af ensku yfir á rússnesku, spænsku og þýsku en ekki er gerð krafa um íslenskukunnáttu. „Við höfum séð síðustu tvö ár að það hefur verið mikil aukning í fjölda ferðamanna frá Spáni, Rússlandi og Kína. Ég er með manneskju sem talar kínversku þ.a. hún er búin að setja vefsíðuna okkar inn á kínversku," segir Bjarney. Hún vill ná til ferðamanna frá þessu löndum. Fjölmörg hótel bjóði upp á upplýsingar á frönsku og þýsku en það vanti betri þjónustu fyrir þennan markað sem sé sívaxandi. Aðspurð hvort smávaxin kona, sem uppfyllti allar kröfurnar en væri ekki líklega til þess að koma að notum við mikla flutninga, kæmi til greina hlær Bjarney. Hún kæmi vissulega mjög vel til greina. „Ég er búin að fá svolítið af umsóknum og sé að sumir falla inn í margt af þessu en annað ekki og öfugt. Það er auðvitað alltaf hægt að finna eitthvað vaxtatröll til þess að færa á milli. Þó svo að hann kunni kannski ekki mikið á tölvur, markaðssetningu eða annað," segir Bjarney. Búin að auglýsa stöðuna erlendisFari svo að hinn fullkomna starfskraft sé ekki að finna innanlands segist Bjarney tilbúin að horfa út fyrir landsteinana. Raunar sé hún búin að auglýsa stöðuna erlendis. „Það er einn þar sem að kemur til greina og svo hef ég einnig heyrt frá öðru fólki. Það verður gaman að sjá og ég mun taka ákvörðunina í þessari viku," segir Bjarney. Blaðamaður velti upp þeirri spurningu hvort verið væri að sækja ákveðinn aðila út fyrir landsteinana með svo nákvæmri atvinnuauglýsingu. Hvort sýna ætti fram á að enginn hér á landi gæti uppfyllt allar kröfurnar og því þyrfti að leita út fyrir landsteinana þar sem rétta manninn væri að finna. Jafnvel fyrirfram ákveðinn einstakling. Bjarney þvertekur fyrir það. „Nei, þetta er ekkert svoleiðis. Þessi manneskja sem kemur til greina er frá Spáni. Ég auglýsti þar af því ég bjó þar svolítið lengi. Hún sagðist alveg vilja koma ef þannig hentaði. Spánverjar þurfa ekkert leyfi til að koma hingað og vinna," segir Bjarney og bætir við að best væri að viðkomandi væri Íslendingur. „Það er kannski betra að hafa Íslending sem að þekkir landið betur og svona. En ég hef fengið helling af fyrirspurnum og umsóknum sem verður gaman að skoða." Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira
„Ég er búin að vera að leita að manneskju sem passaði í þetta. Ég hef leitað til VR og Vinnumálastofnunar og annað. Ég hef ekkert fundið og ákvað að því að auglýsa stöðuna," segir Bjarney Lea Guðmundsdóttir hótelstjóri á Hótel Flóka. Auglýsing í stöðu aðstoðarhótelstjóra hefur vakið töluverða athygli. Afar miklar kröfur eru gerðar til umsækjenda en þeir þurfa að hafa mikla tungumálakunnáttu, hafa fimm ára reynslu úr hótelgeiranum auk háskólagráðu í viðskiptum eða ferðamálum. Auglýsinguna í heild sinni má sjá hér að neðan en einnig er nefnt að viðkomandi þurfi að búa yfir miklum líkamlegum styrk. „Ég er búin að fá alveg helling af umsóknum bæði í gær og í dag. Það verður gaman að sjá hvort þetta ofurmenni sé til," segir Bjarney. Bjarney Lea segist áður hafa auglýst laus störf í dagblöðum og á vefsíðum Þá hafi umsóknirnar hins vegar verið svo margar að hún hafi ákveðið að hafa kröfurnar sérstkalega miklar í þetta skiptið. Athygli vekur að viðkomandi þarf að geta þýtt af ensku yfir á rússnesku, spænsku og þýsku en ekki er gerð krafa um íslenskukunnáttu. „Við höfum séð síðustu tvö ár að það hefur verið mikil aukning í fjölda ferðamanna frá Spáni, Rússlandi og Kína. Ég er með manneskju sem talar kínversku þ.a. hún er búin að setja vefsíðuna okkar inn á kínversku," segir Bjarney. Hún vill ná til ferðamanna frá þessu löndum. Fjölmörg hótel bjóði upp á upplýsingar á frönsku og þýsku en það vanti betri þjónustu fyrir þennan markað sem sé sívaxandi. Aðspurð hvort smávaxin kona, sem uppfyllti allar kröfurnar en væri ekki líklega til þess að koma að notum við mikla flutninga, kæmi til greina hlær Bjarney. Hún kæmi vissulega mjög vel til greina. „Ég er búin að fá svolítið af umsóknum og sé að sumir falla inn í margt af þessu en annað ekki og öfugt. Það er auðvitað alltaf hægt að finna eitthvað vaxtatröll til þess að færa á milli. Þó svo að hann kunni kannski ekki mikið á tölvur, markaðssetningu eða annað," segir Bjarney. Búin að auglýsa stöðuna erlendisFari svo að hinn fullkomna starfskraft sé ekki að finna innanlands segist Bjarney tilbúin að horfa út fyrir landsteinana. Raunar sé hún búin að auglýsa stöðuna erlendis. „Það er einn þar sem að kemur til greina og svo hef ég einnig heyrt frá öðru fólki. Það verður gaman að sjá og ég mun taka ákvörðunina í þessari viku," segir Bjarney. Blaðamaður velti upp þeirri spurningu hvort verið væri að sækja ákveðinn aðila út fyrir landsteinana með svo nákvæmri atvinnuauglýsingu. Hvort sýna ætti fram á að enginn hér á landi gæti uppfyllt allar kröfurnar og því þyrfti að leita út fyrir landsteinana þar sem rétta manninn væri að finna. Jafnvel fyrirfram ákveðinn einstakling. Bjarney þvertekur fyrir það. „Nei, þetta er ekkert svoleiðis. Þessi manneskja sem kemur til greina er frá Spáni. Ég auglýsti þar af því ég bjó þar svolítið lengi. Hún sagðist alveg vilja koma ef þannig hentaði. Spánverjar þurfa ekkert leyfi til að koma hingað og vinna," segir Bjarney og bætir við að best væri að viðkomandi væri Íslendingur. „Það er kannski betra að hafa Íslending sem að þekkir landið betur og svona. En ég hef fengið helling af fyrirspurnum og umsóknum sem verður gaman að skoða."
Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira