Sjúklingar í gluggalausum kompum og á öllum göngum spítalans Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 19. febrúar 2013 15:49 Anna Gunnarsdóttir, formaður Læknaráðs LSH, segir stjórnvöld hafa gengið allt of langt í niðurskurði til heilbrigðiskerfisins. „Það sem við eigum við er að það er búið að ganga svo nærri Landspítalanum að við upplifum að það sé að verða ekkert eftir hérna," segir Anna Gunnarsdóttir barnaskurðlæknir og formaður Læknaráðs LSH um áskorun sem fjölmennur fundur ráðsins sendi stjórnvöldum um að „hætta við áform sín um að taka af lífi Landspítala og heilbrigðiskerfi Íslands á hægan og kvalafullan hátt". „Þetta er örvæntingarfull ósk okkar um að heilbrigðiskerfið verði sett í forgang," segir Anna, en að hennar sögn er ástandið búið að vera sérstaklega erfitt undanfarið þar sem mikið hefur verið um inflúensur og sýkingar. „Við erum búin að þurfa að hola niður sjúklingum í gluggalausum kompum og á göngum alls staðar um spítalann." Anna segir stjórnvöld hafa gengið allt of langt í niðurskurði til heilbrigðiskerfisins og segir að Læknaráðið auglýsi eftir úrræðum til að takast á við þennan mikla vanda.Líka skorið niður á uppgangstímum „Það er búið að skera niður um næstum 25 prósent og fækka starfsfólki heilmikið. Einnig hefur orðið mikil fækkun á sjúkrarúmum. Það var líka verið að skera niður hér á uppgangstímum þannig að niðursveiflan lendir ansi hart á okkur." Anna var einn af frummælendum fundsins, auk Pálma V. Jónssonar öldrunarlæknis, en Anna segir mál aldraðra innan heilbrigðiskerfisins gríðarlega stórt. „Öldruðum fjölgar á Íslandi og það er virkilega jákvæð þróun. Hins vegar þurfum við að vera tilbúin að taka á móti þeim. Það vantar bæði hjúkrunarpláss og sjúkrarými, en aldraðir verða enn meira veikir en þeir yngri." Anna segir lækna þurfa að láta vita þegar gengið er of nærri starfseminni þannig að ekki náist að sinna öllum. Engir aðrir berjist fyrir sjúklinga og því hljóti læknar að vera talsmenn þeirra. „Það eru kosningar í nánd og það er sorglegt að lesa í blöðunum stór viðtöl við formenn flokkana en hvergi er minnst á heilbrigðismál, sem samt eru stærsti útgjaldaliður ríkisins." Tengdar fréttir Læknar á Landspítalanum harðorðir: "Hættið að taka Landspítalann af lífi“ "Fjölmennur fundur lækna Landspítalans skorar á stjórnvöld að hætta við áform sín um að taka af lífi Landspítala og heilbrigðiskerfi Íslands á hægan og kvalarfullan hátt," segir í stuttri en kjarnyrtri ályktun sem læknar sendu frá sér í dag. Ályktunin er ekki lengri, en hún var samþykkt á almennum læknaráðsfundi á föstudaginn. 19. febrúar 2013 14:17 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Það sem við eigum við er að það er búið að ganga svo nærri Landspítalanum að við upplifum að það sé að verða ekkert eftir hérna," segir Anna Gunnarsdóttir barnaskurðlæknir og formaður Læknaráðs LSH um áskorun sem fjölmennur fundur ráðsins sendi stjórnvöldum um að „hætta við áform sín um að taka af lífi Landspítala og heilbrigðiskerfi Íslands á hægan og kvalafullan hátt". „Þetta er örvæntingarfull ósk okkar um að heilbrigðiskerfið verði sett í forgang," segir Anna, en að hennar sögn er ástandið búið að vera sérstaklega erfitt undanfarið þar sem mikið hefur verið um inflúensur og sýkingar. „Við erum búin að þurfa að hola niður sjúklingum í gluggalausum kompum og á göngum alls staðar um spítalann." Anna segir stjórnvöld hafa gengið allt of langt í niðurskurði til heilbrigðiskerfisins og segir að Læknaráðið auglýsi eftir úrræðum til að takast á við þennan mikla vanda.Líka skorið niður á uppgangstímum „Það er búið að skera niður um næstum 25 prósent og fækka starfsfólki heilmikið. Einnig hefur orðið mikil fækkun á sjúkrarúmum. Það var líka verið að skera niður hér á uppgangstímum þannig að niðursveiflan lendir ansi hart á okkur." Anna var einn af frummælendum fundsins, auk Pálma V. Jónssonar öldrunarlæknis, en Anna segir mál aldraðra innan heilbrigðiskerfisins gríðarlega stórt. „Öldruðum fjölgar á Íslandi og það er virkilega jákvæð þróun. Hins vegar þurfum við að vera tilbúin að taka á móti þeim. Það vantar bæði hjúkrunarpláss og sjúkrarými, en aldraðir verða enn meira veikir en þeir yngri." Anna segir lækna þurfa að láta vita þegar gengið er of nærri starfseminni þannig að ekki náist að sinna öllum. Engir aðrir berjist fyrir sjúklinga og því hljóti læknar að vera talsmenn þeirra. „Það eru kosningar í nánd og það er sorglegt að lesa í blöðunum stór viðtöl við formenn flokkana en hvergi er minnst á heilbrigðismál, sem samt eru stærsti útgjaldaliður ríkisins."
Tengdar fréttir Læknar á Landspítalanum harðorðir: "Hættið að taka Landspítalann af lífi“ "Fjölmennur fundur lækna Landspítalans skorar á stjórnvöld að hætta við áform sín um að taka af lífi Landspítala og heilbrigðiskerfi Íslands á hægan og kvalarfullan hátt," segir í stuttri en kjarnyrtri ályktun sem læknar sendu frá sér í dag. Ályktunin er ekki lengri, en hún var samþykkt á almennum læknaráðsfundi á föstudaginn. 19. febrúar 2013 14:17 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Læknar á Landspítalanum harðorðir: "Hættið að taka Landspítalann af lífi“ "Fjölmennur fundur lækna Landspítalans skorar á stjórnvöld að hætta við áform sín um að taka af lífi Landspítala og heilbrigðiskerfi Íslands á hægan og kvalarfullan hátt," segir í stuttri en kjarnyrtri ályktun sem læknar sendu frá sér í dag. Ályktunin er ekki lengri, en hún var samþykkt á almennum læknaráðsfundi á föstudaginn. 19. febrúar 2013 14:17