Sjúklingar í gluggalausum kompum og á öllum göngum spítalans Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 19. febrúar 2013 15:49 Anna Gunnarsdóttir, formaður Læknaráðs LSH, segir stjórnvöld hafa gengið allt of langt í niðurskurði til heilbrigðiskerfisins. „Það sem við eigum við er að það er búið að ganga svo nærri Landspítalanum að við upplifum að það sé að verða ekkert eftir hérna," segir Anna Gunnarsdóttir barnaskurðlæknir og formaður Læknaráðs LSH um áskorun sem fjölmennur fundur ráðsins sendi stjórnvöldum um að „hætta við áform sín um að taka af lífi Landspítala og heilbrigðiskerfi Íslands á hægan og kvalafullan hátt". „Þetta er örvæntingarfull ósk okkar um að heilbrigðiskerfið verði sett í forgang," segir Anna, en að hennar sögn er ástandið búið að vera sérstaklega erfitt undanfarið þar sem mikið hefur verið um inflúensur og sýkingar. „Við erum búin að þurfa að hola niður sjúklingum í gluggalausum kompum og á göngum alls staðar um spítalann." Anna segir stjórnvöld hafa gengið allt of langt í niðurskurði til heilbrigðiskerfisins og segir að Læknaráðið auglýsi eftir úrræðum til að takast á við þennan mikla vanda.Líka skorið niður á uppgangstímum „Það er búið að skera niður um næstum 25 prósent og fækka starfsfólki heilmikið. Einnig hefur orðið mikil fækkun á sjúkrarúmum. Það var líka verið að skera niður hér á uppgangstímum þannig að niðursveiflan lendir ansi hart á okkur." Anna var einn af frummælendum fundsins, auk Pálma V. Jónssonar öldrunarlæknis, en Anna segir mál aldraðra innan heilbrigðiskerfisins gríðarlega stórt. „Öldruðum fjölgar á Íslandi og það er virkilega jákvæð þróun. Hins vegar þurfum við að vera tilbúin að taka á móti þeim. Það vantar bæði hjúkrunarpláss og sjúkrarými, en aldraðir verða enn meira veikir en þeir yngri." Anna segir lækna þurfa að láta vita þegar gengið er of nærri starfseminni þannig að ekki náist að sinna öllum. Engir aðrir berjist fyrir sjúklinga og því hljóti læknar að vera talsmenn þeirra. „Það eru kosningar í nánd og það er sorglegt að lesa í blöðunum stór viðtöl við formenn flokkana en hvergi er minnst á heilbrigðismál, sem samt eru stærsti útgjaldaliður ríkisins." Tengdar fréttir Læknar á Landspítalanum harðorðir: "Hættið að taka Landspítalann af lífi“ "Fjölmennur fundur lækna Landspítalans skorar á stjórnvöld að hætta við áform sín um að taka af lífi Landspítala og heilbrigðiskerfi Íslands á hægan og kvalarfullan hátt," segir í stuttri en kjarnyrtri ályktun sem læknar sendu frá sér í dag. Ályktunin er ekki lengri, en hún var samþykkt á almennum læknaráðsfundi á föstudaginn. 19. febrúar 2013 14:17 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
„Það sem við eigum við er að það er búið að ganga svo nærri Landspítalanum að við upplifum að það sé að verða ekkert eftir hérna," segir Anna Gunnarsdóttir barnaskurðlæknir og formaður Læknaráðs LSH um áskorun sem fjölmennur fundur ráðsins sendi stjórnvöldum um að „hætta við áform sín um að taka af lífi Landspítala og heilbrigðiskerfi Íslands á hægan og kvalafullan hátt". „Þetta er örvæntingarfull ósk okkar um að heilbrigðiskerfið verði sett í forgang," segir Anna, en að hennar sögn er ástandið búið að vera sérstaklega erfitt undanfarið þar sem mikið hefur verið um inflúensur og sýkingar. „Við erum búin að þurfa að hola niður sjúklingum í gluggalausum kompum og á göngum alls staðar um spítalann." Anna segir stjórnvöld hafa gengið allt of langt í niðurskurði til heilbrigðiskerfisins og segir að Læknaráðið auglýsi eftir úrræðum til að takast á við þennan mikla vanda.Líka skorið niður á uppgangstímum „Það er búið að skera niður um næstum 25 prósent og fækka starfsfólki heilmikið. Einnig hefur orðið mikil fækkun á sjúkrarúmum. Það var líka verið að skera niður hér á uppgangstímum þannig að niðursveiflan lendir ansi hart á okkur." Anna var einn af frummælendum fundsins, auk Pálma V. Jónssonar öldrunarlæknis, en Anna segir mál aldraðra innan heilbrigðiskerfisins gríðarlega stórt. „Öldruðum fjölgar á Íslandi og það er virkilega jákvæð þróun. Hins vegar þurfum við að vera tilbúin að taka á móti þeim. Það vantar bæði hjúkrunarpláss og sjúkrarými, en aldraðir verða enn meira veikir en þeir yngri." Anna segir lækna þurfa að láta vita þegar gengið er of nærri starfseminni þannig að ekki náist að sinna öllum. Engir aðrir berjist fyrir sjúklinga og því hljóti læknar að vera talsmenn þeirra. „Það eru kosningar í nánd og það er sorglegt að lesa í blöðunum stór viðtöl við formenn flokkana en hvergi er minnst á heilbrigðismál, sem samt eru stærsti útgjaldaliður ríkisins."
Tengdar fréttir Læknar á Landspítalanum harðorðir: "Hættið að taka Landspítalann af lífi“ "Fjölmennur fundur lækna Landspítalans skorar á stjórnvöld að hætta við áform sín um að taka af lífi Landspítala og heilbrigðiskerfi Íslands á hægan og kvalarfullan hátt," segir í stuttri en kjarnyrtri ályktun sem læknar sendu frá sér í dag. Ályktunin er ekki lengri, en hún var samþykkt á almennum læknaráðsfundi á föstudaginn. 19. febrúar 2013 14:17 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Læknar á Landspítalanum harðorðir: "Hættið að taka Landspítalann af lífi“ "Fjölmennur fundur lækna Landspítalans skorar á stjórnvöld að hætta við áform sín um að taka af lífi Landspítala og heilbrigðiskerfi Íslands á hægan og kvalarfullan hátt," segir í stuttri en kjarnyrtri ályktun sem læknar sendu frá sér í dag. Ályktunin er ekki lengri, en hún var samþykkt á almennum læknaráðsfundi á föstudaginn. 19. febrúar 2013 14:17