Innlent

Yfir tuttugu hafa þegið styrkinn

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Sigurjón Sighvatsson afhendir Halldóri Bjarka Arnarsyni styrk úr Styrktarsjóði Karls Sighvatssonar.
Sigurjón Sighvatsson afhendir Halldóri Bjarka Arnarsyni styrk úr Styrktarsjóði Karls Sighvatssonar. Fréttablaðið/Stefán
Halldór Bjarki Arnarson, tónlistarmaður í framhaldsnámi, hefur fengið 250 þúsund króna styrk úr Minningarsjóði Karls Sighvatssonar.

Haukur Guðlaugsson, stjórnarformaður sjóðsins, segir að frá upphafi hafi yfir 20 nemendur fengið styrkinn.

Meðal skilyrða sem styrkþegar þurfa að uppfylla er að vera hljómborðsleikari eða organisti. Halldór er að sögn Hauks hljómborðsleikari, tónskáld og hornleikari.

Karl Sighvatsson lést af slysförum árið 1991. Hann var einn þekktasti hljómborðsleikari landsins og var meðal annars í hljómsveitinni Trúbrot og í Þursaflokknum.

Sigurjón Sighvatsson, fjárfestir og kvikmyndagerðarmaður og bróðir Karls, afhenti styrkinn á Hótel Holti síðdegis í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×