Gegn þjóðarvilja? Helgi Magnússon skrifar 3. september 2013 06:00 Mikill meirihluti landsmanna vill ljúka viðræðum við Evrópusambandið samkvæmt nýrri Gallupkönnun sem birt var í lok ágúst. Í Fréttablaðinu kom fram að 54% svarenda vilja ljúka viðræðum, 35% vilja slíta þeim en 11% taka ekki afstöðu.61% vill ljúka viðræðum Ef einungis er horft til þeirra sem tóku afstöðu vill 61% svarenda ljúka viðræðum en 39% slíta þeim. Þetta gengur þvert á þann síbyljuáróður sem einangrunarsinnar hafa haldið uppi á undanförnum vikum um að landsmenn vilji slíta viðræðum. Þessi nýja könnun Gallup svarar því skýrt hver þjóðarvilji í þessum efnum er núna. Ljóst er að vanstilltur áróður andstæðinga aðildarviðræðna að undanförnu hefur ekki virkað á kjósendur. Ríkisstjórnin þarf að átta sig á því sem fyrst hvort það geti talist mikilvægt forgangsmál að fara gegn þjóðarvilja í þessu máli og efna til ófriðar um það í stað þess að beina kröftunum að lausn þeirra brýnu efnahagsmála sem enn bíða úrlausnar.Loforð Bjarna Þá er það í fersku minni – og hefur ítrekað verið rifjað upp í fjölmiðlum – að formaður Sjálfstæðisflokksins lofaði því hátíðlega FYRIR kosningar að kosið yrði um framhald aðildarviðræðnanna. Við það loforð verður hann að standa. Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki látið það viðgangast að utanríkisráðherra fremji vísvitandi skemmdarverk á allri þeirri vinnu sem unnin var á síðasta kjörtímabili í aðildarviðræðum við ESB. Þjóðin á að segja til um framhald málsins. Efna þarf til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hið fyrsta.Orð skulu standa Því verður ekki trúað að formaður Sjálfstæðisflokksins svíki kosningaloforð sín. Við því þarf ekki að búast. Það yrðu allavega mikil og vond tíðindi ef svo færi. Ég vil trúa því að Bjarni Benediktsson tryggi það að landsmenn hafi síðasta orðið um framhald aðildarviðræðnanna við ESB og að þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin fyrr en seinna. Fram til þessa hafa allir formenn Sjálfstæðisflokksins kappkostað að standa við loforð sín, einkum og sér í lagi kosningaloforð. Vonandi verður engin breyting á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Mikill meirihluti landsmanna vill ljúka viðræðum við Evrópusambandið samkvæmt nýrri Gallupkönnun sem birt var í lok ágúst. Í Fréttablaðinu kom fram að 54% svarenda vilja ljúka viðræðum, 35% vilja slíta þeim en 11% taka ekki afstöðu.61% vill ljúka viðræðum Ef einungis er horft til þeirra sem tóku afstöðu vill 61% svarenda ljúka viðræðum en 39% slíta þeim. Þetta gengur þvert á þann síbyljuáróður sem einangrunarsinnar hafa haldið uppi á undanförnum vikum um að landsmenn vilji slíta viðræðum. Þessi nýja könnun Gallup svarar því skýrt hver þjóðarvilji í þessum efnum er núna. Ljóst er að vanstilltur áróður andstæðinga aðildarviðræðna að undanförnu hefur ekki virkað á kjósendur. Ríkisstjórnin þarf að átta sig á því sem fyrst hvort það geti talist mikilvægt forgangsmál að fara gegn þjóðarvilja í þessu máli og efna til ófriðar um það í stað þess að beina kröftunum að lausn þeirra brýnu efnahagsmála sem enn bíða úrlausnar.Loforð Bjarna Þá er það í fersku minni – og hefur ítrekað verið rifjað upp í fjölmiðlum – að formaður Sjálfstæðisflokksins lofaði því hátíðlega FYRIR kosningar að kosið yrði um framhald aðildarviðræðnanna. Við það loforð verður hann að standa. Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki látið það viðgangast að utanríkisráðherra fremji vísvitandi skemmdarverk á allri þeirri vinnu sem unnin var á síðasta kjörtímabili í aðildarviðræðum við ESB. Þjóðin á að segja til um framhald málsins. Efna þarf til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hið fyrsta.Orð skulu standa Því verður ekki trúað að formaður Sjálfstæðisflokksins svíki kosningaloforð sín. Við því þarf ekki að búast. Það yrðu allavega mikil og vond tíðindi ef svo færi. Ég vil trúa því að Bjarni Benediktsson tryggi það að landsmenn hafi síðasta orðið um framhald aðildarviðræðnanna við ESB og að þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin fyrr en seinna. Fram til þessa hafa allir formenn Sjálfstæðisflokksins kappkostað að standa við loforð sín, einkum og sér í lagi kosningaloforð. Vonandi verður engin breyting á því.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar