E-Class nú með Hybrid tækni Finnur Thorlacius skrifar 3. september 2013 14:45 Mercedes Benz E-Class Hybrid Mercedes-Benz býður nú í fyrsta skipti upp á Hybrid tækni í E-Class bílnum. Þannig búinn heitir hann E 300 BlueTEC Hybrid og er með tvinnaflrás sem samanstendur af 4 strokka, 2,2 lítra dísil túrbínu vél sem skilar 204 hestöflum og 500 Nm togi og hins vegar 20 kW rafmótor. Bíllinn er 7,5 sekúndur í hundraðið en eyðslan er aðeins 4,1 lítrar og koltvísýringslosun aðeins 107 g/km. Rafmótorinn er afar nettur og þyngir bílinn lítið. E-Class er einnig í boði í bensín- og dísilútfærslum. Líklegt má telja að E 250 CDI verði vinsæll með 2,2 lítra dísil túrbó vél, eins og er í Hybrid bílnum. Eyðslan hans er frá 4,8 lítrum á hundraðið og koltvísýringslosun 131 g/km. E-Class bílarnir koma allir með sjö þrepa stiglausri sjálfskiptingu. Þeir eru boðnir bæði í sedan- og langbaksútfærslu. Þó nokkrar útlitsbreytingar hafa verið gerðar á nýjum E-Class. Nýr framendi gefur bílnum kraftmikinn og fágaðan svip. Straumlínulag bílsins skilar sér í lágri loftmótstöðu, aðeins 0,25, það lægsta í flokki lúxusbíla í þessum stærðarflokki. Nýr E-Class er kominn til landsins og er til sýnis og sölu hjá Öskju, umboðsaðila Benz á Íslandi. Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent
Mercedes-Benz býður nú í fyrsta skipti upp á Hybrid tækni í E-Class bílnum. Þannig búinn heitir hann E 300 BlueTEC Hybrid og er með tvinnaflrás sem samanstendur af 4 strokka, 2,2 lítra dísil túrbínu vél sem skilar 204 hestöflum og 500 Nm togi og hins vegar 20 kW rafmótor. Bíllinn er 7,5 sekúndur í hundraðið en eyðslan er aðeins 4,1 lítrar og koltvísýringslosun aðeins 107 g/km. Rafmótorinn er afar nettur og þyngir bílinn lítið. E-Class er einnig í boði í bensín- og dísilútfærslum. Líklegt má telja að E 250 CDI verði vinsæll með 2,2 lítra dísil túrbó vél, eins og er í Hybrid bílnum. Eyðslan hans er frá 4,8 lítrum á hundraðið og koltvísýringslosun 131 g/km. E-Class bílarnir koma allir með sjö þrepa stiglausri sjálfskiptingu. Þeir eru boðnir bæði í sedan- og langbaksútfærslu. Þó nokkrar útlitsbreytingar hafa verið gerðar á nýjum E-Class. Nýr framendi gefur bílnum kraftmikinn og fágaðan svip. Straumlínulag bílsins skilar sér í lágri loftmótstöðu, aðeins 0,25, það lægsta í flokki lúxusbíla í þessum stærðarflokki. Nýr E-Class er kominn til landsins og er til sýnis og sölu hjá Öskju, umboðsaðila Benz á Íslandi.
Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent