E-Class nú með Hybrid tækni Finnur Thorlacius skrifar 3. september 2013 14:45 Mercedes Benz E-Class Hybrid Mercedes-Benz býður nú í fyrsta skipti upp á Hybrid tækni í E-Class bílnum. Þannig búinn heitir hann E 300 BlueTEC Hybrid og er með tvinnaflrás sem samanstendur af 4 strokka, 2,2 lítra dísil túrbínu vél sem skilar 204 hestöflum og 500 Nm togi og hins vegar 20 kW rafmótor. Bíllinn er 7,5 sekúndur í hundraðið en eyðslan er aðeins 4,1 lítrar og koltvísýringslosun aðeins 107 g/km. Rafmótorinn er afar nettur og þyngir bílinn lítið. E-Class er einnig í boði í bensín- og dísilútfærslum. Líklegt má telja að E 250 CDI verði vinsæll með 2,2 lítra dísil túrbó vél, eins og er í Hybrid bílnum. Eyðslan hans er frá 4,8 lítrum á hundraðið og koltvísýringslosun 131 g/km. E-Class bílarnir koma allir með sjö þrepa stiglausri sjálfskiptingu. Þeir eru boðnir bæði í sedan- og langbaksútfærslu. Þó nokkrar útlitsbreytingar hafa verið gerðar á nýjum E-Class. Nýr framendi gefur bílnum kraftmikinn og fágaðan svip. Straumlínulag bílsins skilar sér í lágri loftmótstöðu, aðeins 0,25, það lægsta í flokki lúxusbíla í þessum stærðarflokki. Nýr E-Class er kominn til landsins og er til sýnis og sölu hjá Öskju, umboðsaðila Benz á Íslandi. Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent
Mercedes-Benz býður nú í fyrsta skipti upp á Hybrid tækni í E-Class bílnum. Þannig búinn heitir hann E 300 BlueTEC Hybrid og er með tvinnaflrás sem samanstendur af 4 strokka, 2,2 lítra dísil túrbínu vél sem skilar 204 hestöflum og 500 Nm togi og hins vegar 20 kW rafmótor. Bíllinn er 7,5 sekúndur í hundraðið en eyðslan er aðeins 4,1 lítrar og koltvísýringslosun aðeins 107 g/km. Rafmótorinn er afar nettur og þyngir bílinn lítið. E-Class er einnig í boði í bensín- og dísilútfærslum. Líklegt má telja að E 250 CDI verði vinsæll með 2,2 lítra dísil túrbó vél, eins og er í Hybrid bílnum. Eyðslan hans er frá 4,8 lítrum á hundraðið og koltvísýringslosun 131 g/km. E-Class bílarnir koma allir með sjö þrepa stiglausri sjálfskiptingu. Þeir eru boðnir bæði í sedan- og langbaksútfærslu. Þó nokkrar útlitsbreytingar hafa verið gerðar á nýjum E-Class. Nýr framendi gefur bílnum kraftmikinn og fágaðan svip. Straumlínulag bílsins skilar sér í lágri loftmótstöðu, aðeins 0,25, það lægsta í flokki lúxusbíla í þessum stærðarflokki. Nýr E-Class er kominn til landsins og er til sýnis og sölu hjá Öskju, umboðsaðila Benz á Íslandi.
Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent