Ricciardo leysir af Mark Webber Finnur Thorlacius skrifar 3. september 2013 13:15 Daniel Ricciardo Fátt er eftirsóknarverðara en að vera ökumaður í Formúlu1. Þegar Mark Webber, sem ekið hefur fyrir hið sigursæla lið Red Bull, tilkynnti að hann ætlaði að söðla um og aka fyrir Porsche í Le Mans þolakstrinum losnaði eitt heitasta sætið sem hægt er að setjast í. Nú er allt útlit fyrir að búið sé að fylla í það sæti og Daniel Ricciardo aki fyrir liðið með heimsmeitaranum Sebastian Vettel. Ricciardo er Ástrali eins og Webber, svo ekki verður samskiptaörðugleikunum fyrir að fara á næsta keppnistímabili. Ricciardo hefur, eins og Vettel gengið gegnum ungliðaþjálfun hjá Scuderia Toro Rosso. Webber hefur það reyndar umfram Ricciardo að hann var búinn að skila sínum fyrsta Grand Prix titli áður en hann var kallaður í ökumannssæti hjá Red Bull. Ricciardo hefur reyndar ekki einu sinni komist á pall þar. Hann hefur hinsvegar unnið Formula Renault 2.0 og British Formula Three Campionships, svo eitthvað virðist í hann spunnið. Það hefur verið erfitt skref fyrir liðsstjórann Christian Horner að velja ungliða frekar en reynslumikinn ökumann eins og Kimi Raikkonen til að leysa Mark Webber af, en hann hefur gert upp hug sinn og á velgengni hins unga Vettel og skjótur frami hans vafalaust þátt í þessari ákvörðun. Spennandi verður að sjá hvort þessi ungi ökumaður muni slá í gegn á sínu fyrsta tímabili, líkt og Damon Hill gerði er hann leysti af Nigel Mansell um árið. Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Fátt er eftirsóknarverðara en að vera ökumaður í Formúlu1. Þegar Mark Webber, sem ekið hefur fyrir hið sigursæla lið Red Bull, tilkynnti að hann ætlaði að söðla um og aka fyrir Porsche í Le Mans þolakstrinum losnaði eitt heitasta sætið sem hægt er að setjast í. Nú er allt útlit fyrir að búið sé að fylla í það sæti og Daniel Ricciardo aki fyrir liðið með heimsmeitaranum Sebastian Vettel. Ricciardo er Ástrali eins og Webber, svo ekki verður samskiptaörðugleikunum fyrir að fara á næsta keppnistímabili. Ricciardo hefur, eins og Vettel gengið gegnum ungliðaþjálfun hjá Scuderia Toro Rosso. Webber hefur það reyndar umfram Ricciardo að hann var búinn að skila sínum fyrsta Grand Prix titli áður en hann var kallaður í ökumannssæti hjá Red Bull. Ricciardo hefur reyndar ekki einu sinni komist á pall þar. Hann hefur hinsvegar unnið Formula Renault 2.0 og British Formula Three Campionships, svo eitthvað virðist í hann spunnið. Það hefur verið erfitt skref fyrir liðsstjórann Christian Horner að velja ungliða frekar en reynslumikinn ökumann eins og Kimi Raikkonen til að leysa Mark Webber af, en hann hefur gert upp hug sinn og á velgengni hins unga Vettel og skjótur frami hans vafalaust þátt í þessari ákvörðun. Spennandi verður að sjá hvort þessi ungi ökumaður muni slá í gegn á sínu fyrsta tímabili, líkt og Damon Hill gerði er hann leysti af Nigel Mansell um árið.
Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira