Lífið

Áramótaheit fræga fólksins: Brúðkaup og besta form lífsins

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir leikkona og skáld 
Gengur í hnapphelduna
"Ég strengi sjaldnast áramótaheit, en ég set mér hins vegar ýmis markmið fyrir nýja árið. 2014 hef ég það verðuga markmið að ganga í hnapphelduna, en ég og unnusti minn áttum eins árs trúlofunarafmæli um jólin og erum að safna fyrir ærlegri veislu. Þá ætla ég mér að leikstýra eigin leikverki í fyrsta sinn, sem frumsýnt verður í Tjarnarbíói 14. febrúar. Ég vil líka leggja lokahönd á bók sem ég er byrjuð að skrifa og hlakka mikið til að gefa mér tíma í að klára. Ég hef verið að æfa líkamsrækt undir (harð)stjórn Sögu Garðarsdóttur leikkonu og markmiðið á nýja árinu er að komast í nógu gott form til að þurfa aldrei að gubba á æfingum. Að lokum er ég með það markmið að kenna syni mínum, sem verður fimm ára á komandi ári, stafrófið. Hann kann stafinn sinn nú þegar, svo það eru bara 31 eftir.“
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir leikkona og skáld Gengur í hnapphelduna "Ég strengi sjaldnast áramótaheit, en ég set mér hins vegar ýmis markmið fyrir nýja árið. 2014 hef ég það verðuga markmið að ganga í hnapphelduna, en ég og unnusti minn áttum eins árs trúlofunarafmæli um jólin og erum að safna fyrir ærlegri veislu. Þá ætla ég mér að leikstýra eigin leikverki í fyrsta sinn, sem frumsýnt verður í Tjarnarbíói 14. febrúar. Ég vil líka leggja lokahönd á bók sem ég er byrjuð að skrifa og hlakka mikið til að gefa mér tíma í að klára. Ég hef verið að æfa líkamsrækt undir (harð)stjórn Sögu Garðarsdóttur leikkonu og markmiðið á nýja árinu er að komast í nógu gott form til að þurfa aldrei að gubba á æfingum. Að lokum er ég með það markmið að kenna syni mínum, sem verður fimm ára á komandi ári, stafrófið. Hann kann stafinn sinn nú þegar, svo það eru bara 31 eftir.“
Á miðnætti gengur nýja árið í garð með tilheyrandi loforðum um bót og betrun á árinu 2014. Fréttablaðið spurði nokkra þjóðþekkta einstaklinga um áramótaheitin sem þeir strengja og kennir þar ýmissa grasa. 

Flestir strengja þess heit, eins og svo margir aðrir, að koma sér í betra form en aðrir ætla að gifta sig, tileinka sér stundvísi og eyða fleiri gæðastundum með fjölskyldunni.

Kristján Þór Júlíusson.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.