Áramótaheit fræga fólksins: Brúðkaup og besta form lífsins Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 31. desember 2013 10:00 Á miðnætti gengur nýja árið í garð með tilheyrandi loforðum um bót og betrun á árinu 2014. Fréttablaðið spurði nokkra þjóðþekkta einstaklinga um áramótaheitin sem þeir strengja og kennir þar ýmissa grasa. Flestir strengja þess heit, eins og svo margir aðrir, að koma sér í betra form en aðrir ætla að gifta sig, tileinka sér stundvísi og eyða fleiri gæðastundum með fjölskyldunni.Gengur í hnappheldunaÞórdís Elva Þorvaldsdóttir leikkona og skáld „Ég strengi sjaldnast áramótaheit, en ég set mér hins vegar ýmis markmið fyrir nýja árið. 2014 hef ég það verðuga markmið að ganga í hnapphelduna, en ég og unnusti minn áttum eins árs trúlofunarafmæli um jólin og erum að safna fyrir ærlegri veislu. Þá ætla ég mér að leikstýra eigin leikverki í fyrsta sinn, sem frumsýnt verður í Tjarnarbíói 14. febrúar. Ég vil líka leggja lokahönd á bók sem ég er byrjuð að skrifa og hlakka mikið til að gefa mér tíma í að klára. Ég hef verið að æfa líkamsrækt undir (harð)stjórn Sögu Garðarsdóttur leikkonu og markmiðið á nýja árinu er að komast í nógu gott form til að þurfa aldrei að gubba á æfingum. Að lokum er ég með það markmið að kenna syni mínum, sem verður fimm ára á komandi ári, stafrófið. Hann kann stafinn sinn nú þegar, svo það eru bara 31 eftir.“Nafnabreyting – djók!Diljá Ámundadóttir varaborgarfulltrúi „Áramótaheitið mitt er Ásta Sif – en svo í kringum þrettándann mun ég heita aftur Diljá. DJÓK! Í lok árs 2014 myndi ég vilja líta um öxl og sjá sjálfa mig hafa dvalið í einhvern tíma úti á landsbyggðinni og til dæmis vinna einhverja vinnu þar eða þaðan. Ég vil líka hafa iðkað hugleiðslu og finna fyrir tilheyrandi árangri. Svo vil ég líka vera byrjuð í námi; annaðhvort í MBA í HR eða í heimildarmyndagerð í New York.“Löng hjólaferðOddný G. Harðardóttir alþingiskona „Ég ætla að koma mér í gott form og byrja á því að vakna klukkan 6 alla virka morgna og taka sundsprett í sundlauginni í Garðinum. Ég þarf að vera tilbúin í krefjandi úthald á árinu við að vinna hugsjónum jafnaðarmanna aukið fylgi og einnig vegna langrar hjólaferðar sem gamli vinahópurinn hefur skipulagt fyrir sumarið 2014.“Reykja sem mestValur Gunnarsson rithöfundur 1. „Ég ætla að reykja sem mest í ár (ég er meira að segja að reykja meðan þetta er skrifað). Vissulega er það freistandi á þessum tímum batnandi heilsu og hækkandi álagna að segja skilið við sígaretturnar og verða þar með gjaldgengur í siðað samfélag, en þá er hætta á að ég nái ekki að: 2. Skrifa næstu bók. Áframhaldandi ævintýri ónefnda elskhugans munu birtast strax í haust, en til þess að svo megi verða þarf mikið tóbak og enn meira koffín. Ég er nú á leiðinni til Berlínar í leit að innblæstri. Vonandi finnst hamingjusamur endir í þetta skiptið. 3. Verða 38 ára. Með öllum þessum reykingum er hætta á að það takist ekki. Eða þá að innblásturinn láti á sér standa og ég neyðist til að kasta mér út í Spree og láta hana bera mig út í Eystrasaltið í vota gröf. En vonandi hefst þetta nú samt.“Mastera síldinaRakel McMahon listakona „Ég hef sett mér tvö áramótaheit 1. Að taka jógaiðkun mína föstum tökum. 2. Að mastera síldina fyrir næstu jól. Síldin er nýtt áhugamál hjá mér og mun ég styðjast við uppskrift frá sænskri ömmu minni heitinni. En síldin var ómissandi á hennar heimili yfir hátíðirnar.“Mæta á réttum tímaSigrún Lilja í Gyðju Collection „Ég er mjög hlynnt áramótaheitum og finnst áramótin frábær tími til að hefja nýtt upphaf og taka inn nýjar venjur. Mitt helsta áramótaheit í ár er að mæta á réttum tíma. Óstundvísi er minn helsti ósiður og stundum held ég að ég lifi í öðru tímabelti en aðrir. En mér þykir það samt alltaf jafn leiðinlegt að mæta seint og í raun svolítið úr karakter því að öðru leyti er ég þessi akkúrat týpa. Það hlýtur líka að hjálpa mér með áramótaheitið að vera umvafin úrum þar sem Gyðjuúrið er nýkomið á markað.“Skrokkur í toppstandiGunnar Hilmarsson fatahönnuður „Þessi áramótin ætla ég að heita sjálfum mér því að koma mér í mitt besta form á árinu sem er handan við hornið. Fyrir tveim árum sleit ég hásin tvisvar sinnum og var hálfónýtur í heilt ár. Til að geta tekist á við hraðann og kröfurnar í faginu sem ég er í, þá verður skrokkur og hugur að vera í toppstandi. Ég er líka búinn að lofa mér því að hætta að vinna á kvöldin á árinu 2014. Það myndi heldur ekkert drepa mig að taka mér einn og einn frídag á nýju ári. Um síðustu áramót hét ég mér því að sinna tónlistinni betur og ávöxtur þess áramótaheits mun sjást í ársbyrjun 2014. Spennandi ár framundan á öllum vígstöðvum!“Ég skal!Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra „Ég óttast að áramótaheitið mitt falli dálítið í klisjuflokkinn en mig langar einfaldlega að strengja þess heit að standa mig eins vel og ég get í öllu sem ég tek mér fyrir hendur, hvort sem það er í leik eða starfi. Ég nýt ótrúlegra forréttinda, er í frábæru starfi sem gefur mér tækifæri til að hafa áhrif á samfélagið og færa hluti til betri vegar. Þar eru endalaus verkefni í öllum atvinnugreinum sem ég hlakka til að takast á við á nýju ári. Hvað einkalífið snertir, þá er markmiðið enn klisjukenndara. Að koma mér í betra form á þessu ári. Í annríki dagsins vill líkamsræktin verða sá dagskrárliður sem lendir undir niðurskurðarhnífnum – nú þarf breytta forgangsröðun! Ég skal!“Lesa fræðandi bækurKatrín Jakobsdóttir alþingiskona „Áramótaheitið til skamms tíma er að lesa allar þær ólesnu en fræðandi og uppbyggilegu bækur sem minn ástkæri maður gaf mér á árinu! Og svo að gera sitt besta til að gera heiminn að örlítið bærilegri stað – en það segi ég reyndar á hverju ári og reyni að standa við.“Besta form lífsinsÁsdís Rán Gunnarsdóttir athafnakona „Ég var búin að lofa sjálfri mér að þegar ég verð 35 ætla ég að vera í besta formi lífs míns þannig að það er kominn tími á að vinna í því þar sem ég verð 35 í ágúst. Einnig að standa mig betur á flestum sviðum, klára bókina mína og koma út nýju IceQueen collection.“Ókeypis þýðingJón Þór Ólafsson alþingismaður „Ég heiti því að þýða bókina mína, „The Game of Politics – Game Manual“, og gera þýðinguna aðgengilega ókeypis á internetinu á komandi ári.“Hlaupa maraþonGuðmundur Steingrímsson alþingismaður „Ég strengi eiginlega aldrei áramótaheit. Þau virka ekki alveg nógu vel á mig. Þau enda of oft í vonbrigðum. Mér finnst betra að setja mér hljóðlátlega markmið sem ég keppi að hægt og bítandi. Og þau eru þessi: Minnka (þarf ekki að bæta) mataræðið, hlaupa maraþon, vera duglegur á þingi, duglegur í Mjölni, eiga góðan tíma með fjölskyldunni, vera glaður, lesa bækur, skrifa bækur, semja lög (á þingi), semja lög (í tónlist) og smíða það sem þarf að smíða, sem er þó nokkuð á næsta ári. Ég er byrjaður á vegg og skóskáp.“Forvarnir mikilvægastarKristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra „Ég hef einbeittan vilja til þess að leggja mig fram um að standa undir þeirri ábyrgð og skyldu sem mér er lögð á herðar í embætti heilbrigðisráðherra. Eitt mikilvægasta verkefni á sviðið heilbrigðismála á Íslandi er vinna að forvörnum á sviði lífsstílstengdra sjúkdóma. Hollt og heilbrigt líferni er því ofarlega á verkefnalista mínum á nýju ári. Því hyggst ég halda áfram rækt við líkama minn og huga með reglubundnum æfingum. Svo vonast ég til að eiga fleiri stundir með fjölskyldunni á komandi sumri en raun varð á síðastliðið sumar og hlakka mikið til að takast á við afahlutverkið í fyrsta sinn á næsta ári!“Göngutúr með hundi og manniHanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra „Mín áramótaheit hafa verið svipuð í nokkur ár og þar sem ég veit að ég get enn bætt mig ætla ég að halda mig við svipuð markmið áfram: Eiga sem flestar og bestar gæðastundir með mínum nánustu; hreyfa mig meira og svara því oftar játandi þegar maðurinn minn biður mig um að koma í göngutúr með hundinn. Hvað starfið mitt varðar ætla ég að halda áfram að leggja mig alla fram og minna mig reglulega á þau forréttindi sem það er að fá að vinna fyrir fólkið í landinu.“Komast nær kjarnanumJónas Sigurðsson tónlistarmaður "Ég reyni gjarnan að sjá fyrir mér eitthvað sem ég vil leggja áherslu á á nýju ári. Fyrir 2014 langar mig að vinna í því að komast nær kjarna málsins. Ég hef átt tímabil þar sem ég finn fyrir þessum kjarna og svo koma tímabil þegar mikið er að gera og maður missir sambandið við þennan kjarna alls. Á komandi ári ætla ég því að leggja áherslu á að finna fyrir þessum kjarna allra mála. Ég reikna með að þurfa að stunda talsvert af hugleiðingu, gönguferðum og auðvitað innihaldsríkum samskiptum á þessari leið. Hlakka strax til!“ Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Fleiri fréttir Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Sjá meira
Á miðnætti gengur nýja árið í garð með tilheyrandi loforðum um bót og betrun á árinu 2014. Fréttablaðið spurði nokkra þjóðþekkta einstaklinga um áramótaheitin sem þeir strengja og kennir þar ýmissa grasa. Flestir strengja þess heit, eins og svo margir aðrir, að koma sér í betra form en aðrir ætla að gifta sig, tileinka sér stundvísi og eyða fleiri gæðastundum með fjölskyldunni.Gengur í hnappheldunaÞórdís Elva Þorvaldsdóttir leikkona og skáld „Ég strengi sjaldnast áramótaheit, en ég set mér hins vegar ýmis markmið fyrir nýja árið. 2014 hef ég það verðuga markmið að ganga í hnapphelduna, en ég og unnusti minn áttum eins árs trúlofunarafmæli um jólin og erum að safna fyrir ærlegri veislu. Þá ætla ég mér að leikstýra eigin leikverki í fyrsta sinn, sem frumsýnt verður í Tjarnarbíói 14. febrúar. Ég vil líka leggja lokahönd á bók sem ég er byrjuð að skrifa og hlakka mikið til að gefa mér tíma í að klára. Ég hef verið að æfa líkamsrækt undir (harð)stjórn Sögu Garðarsdóttur leikkonu og markmiðið á nýja árinu er að komast í nógu gott form til að þurfa aldrei að gubba á æfingum. Að lokum er ég með það markmið að kenna syni mínum, sem verður fimm ára á komandi ári, stafrófið. Hann kann stafinn sinn nú þegar, svo það eru bara 31 eftir.“Nafnabreyting – djók!Diljá Ámundadóttir varaborgarfulltrúi „Áramótaheitið mitt er Ásta Sif – en svo í kringum þrettándann mun ég heita aftur Diljá. DJÓK! Í lok árs 2014 myndi ég vilja líta um öxl og sjá sjálfa mig hafa dvalið í einhvern tíma úti á landsbyggðinni og til dæmis vinna einhverja vinnu þar eða þaðan. Ég vil líka hafa iðkað hugleiðslu og finna fyrir tilheyrandi árangri. Svo vil ég líka vera byrjuð í námi; annaðhvort í MBA í HR eða í heimildarmyndagerð í New York.“Löng hjólaferðOddný G. Harðardóttir alþingiskona „Ég ætla að koma mér í gott form og byrja á því að vakna klukkan 6 alla virka morgna og taka sundsprett í sundlauginni í Garðinum. Ég þarf að vera tilbúin í krefjandi úthald á árinu við að vinna hugsjónum jafnaðarmanna aukið fylgi og einnig vegna langrar hjólaferðar sem gamli vinahópurinn hefur skipulagt fyrir sumarið 2014.“Reykja sem mestValur Gunnarsson rithöfundur 1. „Ég ætla að reykja sem mest í ár (ég er meira að segja að reykja meðan þetta er skrifað). Vissulega er það freistandi á þessum tímum batnandi heilsu og hækkandi álagna að segja skilið við sígaretturnar og verða þar með gjaldgengur í siðað samfélag, en þá er hætta á að ég nái ekki að: 2. Skrifa næstu bók. Áframhaldandi ævintýri ónefnda elskhugans munu birtast strax í haust, en til þess að svo megi verða þarf mikið tóbak og enn meira koffín. Ég er nú á leiðinni til Berlínar í leit að innblæstri. Vonandi finnst hamingjusamur endir í þetta skiptið. 3. Verða 38 ára. Með öllum þessum reykingum er hætta á að það takist ekki. Eða þá að innblásturinn láti á sér standa og ég neyðist til að kasta mér út í Spree og láta hana bera mig út í Eystrasaltið í vota gröf. En vonandi hefst þetta nú samt.“Mastera síldinaRakel McMahon listakona „Ég hef sett mér tvö áramótaheit 1. Að taka jógaiðkun mína föstum tökum. 2. Að mastera síldina fyrir næstu jól. Síldin er nýtt áhugamál hjá mér og mun ég styðjast við uppskrift frá sænskri ömmu minni heitinni. En síldin var ómissandi á hennar heimili yfir hátíðirnar.“Mæta á réttum tímaSigrún Lilja í Gyðju Collection „Ég er mjög hlynnt áramótaheitum og finnst áramótin frábær tími til að hefja nýtt upphaf og taka inn nýjar venjur. Mitt helsta áramótaheit í ár er að mæta á réttum tíma. Óstundvísi er minn helsti ósiður og stundum held ég að ég lifi í öðru tímabelti en aðrir. En mér þykir það samt alltaf jafn leiðinlegt að mæta seint og í raun svolítið úr karakter því að öðru leyti er ég þessi akkúrat týpa. Það hlýtur líka að hjálpa mér með áramótaheitið að vera umvafin úrum þar sem Gyðjuúrið er nýkomið á markað.“Skrokkur í toppstandiGunnar Hilmarsson fatahönnuður „Þessi áramótin ætla ég að heita sjálfum mér því að koma mér í mitt besta form á árinu sem er handan við hornið. Fyrir tveim árum sleit ég hásin tvisvar sinnum og var hálfónýtur í heilt ár. Til að geta tekist á við hraðann og kröfurnar í faginu sem ég er í, þá verður skrokkur og hugur að vera í toppstandi. Ég er líka búinn að lofa mér því að hætta að vinna á kvöldin á árinu 2014. Það myndi heldur ekkert drepa mig að taka mér einn og einn frídag á nýju ári. Um síðustu áramót hét ég mér því að sinna tónlistinni betur og ávöxtur þess áramótaheits mun sjást í ársbyrjun 2014. Spennandi ár framundan á öllum vígstöðvum!“Ég skal!Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra „Ég óttast að áramótaheitið mitt falli dálítið í klisjuflokkinn en mig langar einfaldlega að strengja þess heit að standa mig eins vel og ég get í öllu sem ég tek mér fyrir hendur, hvort sem það er í leik eða starfi. Ég nýt ótrúlegra forréttinda, er í frábæru starfi sem gefur mér tækifæri til að hafa áhrif á samfélagið og færa hluti til betri vegar. Þar eru endalaus verkefni í öllum atvinnugreinum sem ég hlakka til að takast á við á nýju ári. Hvað einkalífið snertir, þá er markmiðið enn klisjukenndara. Að koma mér í betra form á þessu ári. Í annríki dagsins vill líkamsræktin verða sá dagskrárliður sem lendir undir niðurskurðarhnífnum – nú þarf breytta forgangsröðun! Ég skal!“Lesa fræðandi bækurKatrín Jakobsdóttir alþingiskona „Áramótaheitið til skamms tíma er að lesa allar þær ólesnu en fræðandi og uppbyggilegu bækur sem minn ástkæri maður gaf mér á árinu! Og svo að gera sitt besta til að gera heiminn að örlítið bærilegri stað – en það segi ég reyndar á hverju ári og reyni að standa við.“Besta form lífsinsÁsdís Rán Gunnarsdóttir athafnakona „Ég var búin að lofa sjálfri mér að þegar ég verð 35 ætla ég að vera í besta formi lífs míns þannig að það er kominn tími á að vinna í því þar sem ég verð 35 í ágúst. Einnig að standa mig betur á flestum sviðum, klára bókina mína og koma út nýju IceQueen collection.“Ókeypis þýðingJón Þór Ólafsson alþingismaður „Ég heiti því að þýða bókina mína, „The Game of Politics – Game Manual“, og gera þýðinguna aðgengilega ókeypis á internetinu á komandi ári.“Hlaupa maraþonGuðmundur Steingrímsson alþingismaður „Ég strengi eiginlega aldrei áramótaheit. Þau virka ekki alveg nógu vel á mig. Þau enda of oft í vonbrigðum. Mér finnst betra að setja mér hljóðlátlega markmið sem ég keppi að hægt og bítandi. Og þau eru þessi: Minnka (þarf ekki að bæta) mataræðið, hlaupa maraþon, vera duglegur á þingi, duglegur í Mjölni, eiga góðan tíma með fjölskyldunni, vera glaður, lesa bækur, skrifa bækur, semja lög (á þingi), semja lög (í tónlist) og smíða það sem þarf að smíða, sem er þó nokkuð á næsta ári. Ég er byrjaður á vegg og skóskáp.“Forvarnir mikilvægastarKristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra „Ég hef einbeittan vilja til þess að leggja mig fram um að standa undir þeirri ábyrgð og skyldu sem mér er lögð á herðar í embætti heilbrigðisráðherra. Eitt mikilvægasta verkefni á sviðið heilbrigðismála á Íslandi er vinna að forvörnum á sviði lífsstílstengdra sjúkdóma. Hollt og heilbrigt líferni er því ofarlega á verkefnalista mínum á nýju ári. Því hyggst ég halda áfram rækt við líkama minn og huga með reglubundnum æfingum. Svo vonast ég til að eiga fleiri stundir með fjölskyldunni á komandi sumri en raun varð á síðastliðið sumar og hlakka mikið til að takast á við afahlutverkið í fyrsta sinn á næsta ári!“Göngutúr með hundi og manniHanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra „Mín áramótaheit hafa verið svipuð í nokkur ár og þar sem ég veit að ég get enn bætt mig ætla ég að halda mig við svipuð markmið áfram: Eiga sem flestar og bestar gæðastundir með mínum nánustu; hreyfa mig meira og svara því oftar játandi þegar maðurinn minn biður mig um að koma í göngutúr með hundinn. Hvað starfið mitt varðar ætla ég að halda áfram að leggja mig alla fram og minna mig reglulega á þau forréttindi sem það er að fá að vinna fyrir fólkið í landinu.“Komast nær kjarnanumJónas Sigurðsson tónlistarmaður "Ég reyni gjarnan að sjá fyrir mér eitthvað sem ég vil leggja áherslu á á nýju ári. Fyrir 2014 langar mig að vinna í því að komast nær kjarna málsins. Ég hef átt tímabil þar sem ég finn fyrir þessum kjarna og svo koma tímabil þegar mikið er að gera og maður missir sambandið við þennan kjarna alls. Á komandi ári ætla ég því að leggja áherslu á að finna fyrir þessum kjarna allra mála. Ég reikna með að þurfa að stunda talsvert af hugleiðingu, gönguferðum og auðvitað innihaldsríkum samskiptum á þessari leið. Hlakka strax til!“
Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Fleiri fréttir Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Sjá meira