Handbolti

HM 2013: Öruggt hjá Dönum gegn Katar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nikolaj Markussen var valinn maður leiksins en hann skoraði fjögur mörk í dag.
Nikolaj Markussen var valinn maður leiksins en hann skoraði fjögur mörk í dag. Myndir / Vilhelm Gunnarsson
Danir eru á toppi B-riðils á HM á Spáni eftir öruggan fjórtán marka sigur á Katar í lokaleik dagsins í riðlinum.

Lokatölur leiksins voru 41-27 en Danir voru sex mörkum yfir í hálfleik. Anders Eggert og Hans Lindberg voru markahæstir hjá Dönum með átta mörk hvor.

Rússland og Makedónía unnu einnig sigra í þessum riðli fyrr í dag en Ísland, Síle og Katar eru án stiga.

Í C-riðli unnu Pólverjar sigur á Hvít-Rússum, 24-22, eftir að hafa verið með fimm marka forystu í hálfleik. Pólverjar voru skrefi á undan allan leikinn.

Úrslitasíða HM 2013.


Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Rússland 25-30

Slæmur lokakafli varð íslenska landsliðinu að falli gegn Rússum í fyrsta leik liðsins á heimsmeistaramótinu í handknattleik. Rússar lönduðu fimm marka sigri, 30-25, en Ísland var 19-16 yfir þegar tuttugu mínútur voru eftir. Íslenska liðið sýndi styrkleika sinn af og til í leiknum en sóknarleikur liðsins var ekki nógu vel útfærður – og of margir leikmenn léku undir getu.

HM 2013: Naumur sigur hjá Makedóníu gegn Síle

Makedónía og Síle opnuðu riðlakeppnina á heimsmeistaramótinu í handknattleik í dag þar sem að Makedónía hafði betur 30-28 í hörkuleik. Íslendingar mæta Síle á morgun, sunnudag, en Rússar eru mótherjar Íslands í fyrsta leiknum sem hefst kl. 17 að íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×