Tíu þúsund kindahræ látin rotna á fjöllum Sunna Valgerðardóttir skrifar 27. febrúar 2013 09:00 Þegar kindahræin koma undan snjónum á Norðurlandi í sumar munu fuglar og tófur leggjast á þau og éta þar til bein, haus og gærur eru eftir. mynd/Guðfinna Hreiðarsdóttir Talið er að hátt í tíu þúsund fjár hafi drepist í óveðrinu á Norðausturlandi í september. Engar áætlanir eru um að farga hræjunum. Bagalegt fyrir ferðaþjónustuna, segir heilbrigðisfulltrúi. Lítil hætta á smitsjúkdómum, segir dýralæknir hjá MAST. Hátt í tíu þúsund kindur og lömb drápust í vetrarhörkunum á Norðausturlandi í september í fyrra. Veðurofsinn og slæmar aðstæður gerðu það að verkum að ekki var mögulegt að safna hræjunum saman og farga þeim, en langflestar kindurnar voru langt uppi á fjöllum fjarri mannabyggðum. Öll orka bænda og björgunarsveita fór í að smala saman því fé sem lifði en Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Landssambands sauðfjárbænda, segir að um 100.000 fjár hafi verið sleppt á svæðinu. Það þýðir að um tíu prósent skiluðu sér aldrei heim. Þótt ótrúlegt megi virðast eru þó enn að finnast kindur á lífi á stöku stað eftir langan og harðan vetur. Sæþór Gunnsteinsson, bóndi í Presthvammi í Aðaldal, segir að þótt hlýtt hafi verið undanfarna daga séu stærstu svæðin enn þakin snjó. „Það verður ekkert vitað hvað verður gert við skrokkana fyrr en um verslunarmannahelgi," segir hann. „Þegar hlánar á miðju sumri hverfa hræin bara. Þetta er svo stórt svæði að við förum aldrei að safna þessu saman." Sæþór missti hundrað kindur og lömb af þeim 900 sem hann átti á fjalli. „Þetta er búinn að vera einstakur hamfaravetur," segir hann. „En reynslan sýnir okkur að þær ær sem drepast og koma undan snjónum geta verið horfnar eftir hálfan mánuð. Förgun þessara hræja er einfaldlega óframkvæmanleg." Alfreð Schiöth, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, segir umhverfisráðuneytið hafa samþykkt að veita fjármagn til að aðstoða bændur við að farga hræjunum á viðurkenndum urðunarstöðum. „Bændur þekkja mjög vel að ræflarnir af þessum skepnum geta sést fram eftir öllu sumri," segir hann. „Víða eru þarna vinsælar ferðamannaslóðir og það er heldur óskemmtilegt ef hundruð hræja blasa þar við ferðamönnum. Ég efast um að hrafninn og tófan séu það afkastamikil." Þorsteinn Ólafsson, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun, segir ólíklegt að vargurinn breiði út smitsjúkdóma þótt hann éti hræin, sem grotni þó ótrúlega fljótt niður. Áratugir séu síðan búfjársjúkdóma hafi síðast orðið vart á svæðinu. „En ég er sammála að það var illmögulegt að fjarlægja hræin og það verður það alltaf. Það verður ekki hjá því komist að svona gerist." Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Talið er að hátt í tíu þúsund fjár hafi drepist í óveðrinu á Norðausturlandi í september. Engar áætlanir eru um að farga hræjunum. Bagalegt fyrir ferðaþjónustuna, segir heilbrigðisfulltrúi. Lítil hætta á smitsjúkdómum, segir dýralæknir hjá MAST. Hátt í tíu þúsund kindur og lömb drápust í vetrarhörkunum á Norðausturlandi í september í fyrra. Veðurofsinn og slæmar aðstæður gerðu það að verkum að ekki var mögulegt að safna hræjunum saman og farga þeim, en langflestar kindurnar voru langt uppi á fjöllum fjarri mannabyggðum. Öll orka bænda og björgunarsveita fór í að smala saman því fé sem lifði en Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Landssambands sauðfjárbænda, segir að um 100.000 fjár hafi verið sleppt á svæðinu. Það þýðir að um tíu prósent skiluðu sér aldrei heim. Þótt ótrúlegt megi virðast eru þó enn að finnast kindur á lífi á stöku stað eftir langan og harðan vetur. Sæþór Gunnsteinsson, bóndi í Presthvammi í Aðaldal, segir að þótt hlýtt hafi verið undanfarna daga séu stærstu svæðin enn þakin snjó. „Það verður ekkert vitað hvað verður gert við skrokkana fyrr en um verslunarmannahelgi," segir hann. „Þegar hlánar á miðju sumri hverfa hræin bara. Þetta er svo stórt svæði að við förum aldrei að safna þessu saman." Sæþór missti hundrað kindur og lömb af þeim 900 sem hann átti á fjalli. „Þetta er búinn að vera einstakur hamfaravetur," segir hann. „En reynslan sýnir okkur að þær ær sem drepast og koma undan snjónum geta verið horfnar eftir hálfan mánuð. Förgun þessara hræja er einfaldlega óframkvæmanleg." Alfreð Schiöth, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, segir umhverfisráðuneytið hafa samþykkt að veita fjármagn til að aðstoða bændur við að farga hræjunum á viðurkenndum urðunarstöðum. „Bændur þekkja mjög vel að ræflarnir af þessum skepnum geta sést fram eftir öllu sumri," segir hann. „Víða eru þarna vinsælar ferðamannaslóðir og það er heldur óskemmtilegt ef hundruð hræja blasa þar við ferðamönnum. Ég efast um að hrafninn og tófan séu það afkastamikil." Þorsteinn Ólafsson, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun, segir ólíklegt að vargurinn breiði út smitsjúkdóma þótt hann éti hræin, sem grotni þó ótrúlega fljótt niður. Áratugir séu síðan búfjársjúkdóma hafi síðast orðið vart á svæðinu. „En ég er sammála að það var illmögulegt að fjarlægja hræin og það verður það alltaf. Það verður ekki hjá því komist að svona gerist."
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira