Innlent

Reyndi að ná hassolíu við lögreglustöðina á Selfossi

Ung kona, sem lögreglan á Selfossi stöðvaði fyrir of hraðan akstur í gærkvöldi, féllst á að lögregla leitaði að fíkniefnum í bíl hennar. En þegar komið var að lögreglustöðini tókst henni að kasta út skammti af hassolíu, án þess að lögregla tæki eftir.

Ekkert fannst í bílnum en skömmu síðar kom hún aftur á stöðina og sagðist hafa tínt eyrnalokki, en karlmaður sem nú var með í för, fór að snuðra eitthvað við stöðina og var hann gripinn í þann mund, sem hann fann hassolíuna.

Þetta er áttunda fíkniefnamálið sem kemur til kasta Selfosslögreglunnar á rúmri viku og hefur hún lagt hald á 150 grömm af kannabisefnum við rannsókn þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×