Innlent

Teknir úr umferð vegna fíkniefnaaksturs

Lögregla stöðvaði ökumann, sem var að aka eftir göngustígum í Elliðaárdal um þrjú leitið í nótt.

Hann reyndist undir áhrifum fíkniefna og var auk þess réttindalaus, eftir að hafa verið sviftur ökuréttindum áður. Einnig fundust fíkniefni í fórum hans.

Annar ökumaður var tekinn úr umferð í Kópavogi í nótt undir samskonar áhrifum og hafði sá líka verið sviftur áhrifum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×