

Skáld
en við ellifu tysvar,
svá fengum val vargi,
varðk einn bani þeira.
Ekki veit ég hvort að þeim 30 sem féllu fyrir skáldinu, skíthælnum og landeigandanum Agli Skallagrímssyni hafi verið það nokkur huggun að fjöldi þeirra (en ekki nöfn) hafi verið gerður ódauðlegur.
Ekki veit ég heldur hvort Huang Nubo, áhugamaður um Grímsstaði á Fjöllum, sé skíthæll eða ekki. Fram hafa stigið menn, sem segjast þekkja hann persónulega og telja hann hinn mesta öðling og hið ágætasta skáld. Aðrir telja hann vera skilgetið afkvæmi og verkfæri heimsvaldastefnu Kínverja. Sjálfur get ég ekki varist fordómum gagnvart þeim sem hafa brotið sér leið til valda og auðæfa í einræðisríkjum, þannig að ég gæti alveg trúað einhverju misjöfnu upp á kauða. En hvort heldur sem er, þá liggur möguleiki okkar til ódauðleika e.t.v. hjá skáldinu.
Ég hef hins vegar litlar áhyggjur af því að Nubo byggi herskipa- eða umskipunarhöfn í landi Grímsstaða, enda mun skipastigi upp Dettifoss ólíklega hljóta náð fyrir augum skipulagsyfirvalda. Kannski las hann um vænleika Grímseyjar sem herskipahöfn í Heimskringlu en fór örnefnavillt. Áhyggjuleysi mitt nær einnig yfir herflugvelli og kínverska hermenn, en slíkir þurfa vegabréfsáritun, mega ekki fara með vopn (skv. lögreglusamþykktum án undanþágu frá lögreglustjóra) og meðferð þungavopna sem og kjarnorkuvopna í höndum einkaaðila er stranglega bönnuð o.s.frv. Hins vegar má byggja hótel með leyfi réttra yfirvalda og það má okra á kínversku auðfólki, sem í hjátrú sinni vill geta sín börn undir logandi norðurljósahimni, svo lengi sem það fær vegabréfsáritun til Íslands.
Landeigendastétt
En sé Nubo þessi skíthæll og fái hann að kaupa Grímsstaði, þá yrði hann hvorki fyrsti né síðasti skíthællinn í landeigendastétt á Íslandi. En þó að skíthælar séu blessunarlega frekar fáir, þá gæti ég trúað að hlutur þeirra í landeigendastétt sé, ef eitthvað er, meiri en í öðrum stéttum þjóðfélagsins, og hafi jafnvel farið vaxandi nú á nýrri öld. Því eiga Egill Skallagrímsson og Guðmundur ríki Arason sér andlega bræður nú sem áður í þeirri annars ágætu stétt.
Verkefni almennings og stjórnvalda er því ekki að grípa til sértækra aðgerða til þess að Nubo geti ekki komist í skíthælahóp landeigendastéttarinnar, heldur annað hvort að koma í veg fyrir að skíthælar geti átt hér land, óháð þjóðerni, eða, það sem vænlegra er, að koma í veg fyrir að skíthælar geti misnotað vald sitt hvort heldur sem landeigendur eða á öðrum sviðum þjóðfélagsins.
Eins og áður getur, er þegar til staðar í landinu löggjöf sem mun gera áform um herflugvelli og herskipahafnir í eigu einkaaðila í versta falli erfiða, námu- og virkjunarleyfi þarf að sækja um til réttra yfirvalda og ég bý ekki yfir hugmyndaauðgi til að koma auga á önnur illvirki sem Nubo þessi gæti framið, sem innlendir skíthælar eru ekki fullfærir um að fremja nokkurn veginn hjálparlaust.
Á síðustu árum hefur í vaxandi mæli gætt tilhneigingar landeigenda til þess að takmarka umferð almennings um eignarlönd sín, með læstum hliðum, girðingum og bannskiltum, jafnvel á fornum götum milli bæja eða inn á afrétti og óbyggðir og taka sér þar með vald og heimildir sem þeir hafa aldrei haft.
Virðist þetta hafa haldist í hendur við breytt not jarða, frá því að vera nýttar undir landbúnað og yfir í að verða einhvers konar afdrep þéttbýlisbúa þar sem litið er á umferð almennings sem átroðning og spillingu sveitarsælunnar. Það að njóta kyrrðar og fegurðar á eignarlandi er og á að vera réttur allra landsmanna á meðan hann veldur ekki ónauðsynlegri og óhóflegri truflun hjá bústofni og búaliði, þó svo að réttur eigenda til að stunda landbúnað og hafa hefðbundin nyt af jörðinni verði ekki vefengdur.
Mikilvægt er að hagsmuna og verndar almennings gagnvart innlendum sem erlendum skíthælum verði gætt með almennum lögum og reglum á sviði umhverfis-, auðlinda- og almannaréttar, en snúist ekki um það hvort einstakir menn séu skáeygðir eður ei.
Skoðun

Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin
Margrét Gísladóttir skrifar

Til varnar jafnlaunavottun
Magnea Marinósdóttir skrifar

Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi
Auður Guðmundsdóttir skrifar

Barnaræninginn Pútín
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Um þjóð og ríki
Gauti Kristmannsson skrifar

Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins
Helga Vala Helgadóttir skrifar

Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi
Ingólfur Ásgeirsson skrifar

Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ?
Ólafur Ívar Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind
Jón Daníelsson skrifar

Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi?
Björn Ólafsson skrifar

Hægri sósíalismi
Jón Ingi Hákonarson skrifar

5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki!
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu
Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar

Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá
Viðar Hreinsson skrifar

Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu
Helen Ólafsdóttir skrifar

Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir
Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar

Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þingmenn auðvaldsins
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum
Elliði Vignisson skrifar

Verðugur bandamaður?
Steinar Harðarson skrifar

Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst?
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Rán um hábjartan dag
Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar

Af hverju er verðbólga ennþá svona há?
Ólafur Margeirsson skrifar

Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu
Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Uppbygging hjúkrunarheimila
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Með skynsemina að vopni
Anton Guðmundsson skrifar