Skáld Haukur Eggertsson skrifar 1. ágúst 2013 00:01 Börðumk einn við átta, en við ellifu tysvar, svá fengum val vargi, varðk einn bani þeira. Ekki veit ég hvort að þeim 30 sem féllu fyrir skáldinu, skíthælnum og landeigandanum Agli Skallagrímssyni hafi verið það nokkur huggun að fjöldi þeirra (en ekki nöfn) hafi verið gerður ódauðlegur. Ekki veit ég heldur hvort Huang Nubo, áhugamaður um Grímsstaði á Fjöllum, sé skíthæll eða ekki. Fram hafa stigið menn, sem segjast þekkja hann persónulega og telja hann hinn mesta öðling og hið ágætasta skáld. Aðrir telja hann vera skilgetið afkvæmi og verkfæri heimsvaldastefnu Kínverja. Sjálfur get ég ekki varist fordómum gagnvart þeim sem hafa brotið sér leið til valda og auðæfa í einræðisríkjum, þannig að ég gæti alveg trúað einhverju misjöfnu upp á kauða. En hvort heldur sem er, þá liggur möguleiki okkar til ódauðleika e.t.v. hjá skáldinu. Ég hef hins vegar litlar áhyggjur af því að Nubo byggi herskipa- eða umskipunarhöfn í landi Grímsstaða, enda mun skipastigi upp Dettifoss ólíklega hljóta náð fyrir augum skipulagsyfirvalda. Kannski las hann um vænleika Grímseyjar sem herskipahöfn í Heimskringlu en fór örnefnavillt. Áhyggjuleysi mitt nær einnig yfir herflugvelli og kínverska hermenn, en slíkir þurfa vegabréfsáritun, mega ekki fara með vopn (skv. lögreglusamþykktum án undanþágu frá lögreglustjóra) og meðferð þungavopna sem og kjarnorkuvopna í höndum einkaaðila er stranglega bönnuð o.s.frv. Hins vegar má byggja hótel með leyfi réttra yfirvalda og það má okra á kínversku auðfólki, sem í hjátrú sinni vill geta sín börn undir logandi norðurljósahimni, svo lengi sem það fær vegabréfsáritun til Íslands.Landeigendastétt En sé Nubo þessi skíthæll og fái hann að kaupa Grímsstaði, þá yrði hann hvorki fyrsti né síðasti skíthællinn í landeigendastétt á Íslandi. En þó að skíthælar séu blessunarlega frekar fáir, þá gæti ég trúað að hlutur þeirra í landeigendastétt sé, ef eitthvað er, meiri en í öðrum stéttum þjóðfélagsins, og hafi jafnvel farið vaxandi nú á nýrri öld. Því eiga Egill Skallagrímsson og Guðmundur ríki Arason sér andlega bræður nú sem áður í þeirri annars ágætu stétt. Verkefni almennings og stjórnvalda er því ekki að grípa til sértækra aðgerða til þess að Nubo geti ekki komist í skíthælahóp landeigendastéttarinnar, heldur annað hvort að koma í veg fyrir að skíthælar geti átt hér land, óháð þjóðerni, eða, það sem vænlegra er, að koma í veg fyrir að skíthælar geti misnotað vald sitt hvort heldur sem landeigendur eða á öðrum sviðum þjóðfélagsins. Eins og áður getur, er þegar til staðar í landinu löggjöf sem mun gera áform um herflugvelli og herskipahafnir í eigu einkaaðila í versta falli erfiða, námu- og virkjunarleyfi þarf að sækja um til réttra yfirvalda og ég bý ekki yfir hugmyndaauðgi til að koma auga á önnur illvirki sem Nubo þessi gæti framið, sem innlendir skíthælar eru ekki fullfærir um að fremja nokkurn veginn hjálparlaust. Á síðustu árum hefur í vaxandi mæli gætt tilhneigingar landeigenda til þess að takmarka umferð almennings um eignarlönd sín, með læstum hliðum, girðingum og bannskiltum, jafnvel á fornum götum milli bæja eða inn á afrétti og óbyggðir og taka sér þar með vald og heimildir sem þeir hafa aldrei haft. Virðist þetta hafa haldist í hendur við breytt not jarða, frá því að vera nýttar undir landbúnað og yfir í að verða einhvers konar afdrep þéttbýlisbúa þar sem litið er á umferð almennings sem átroðning og spillingu sveitarsælunnar. Það að njóta kyrrðar og fegurðar á eignarlandi er og á að vera réttur allra landsmanna á meðan hann veldur ekki ónauðsynlegri og óhóflegri truflun hjá bústofni og búaliði, þó svo að réttur eigenda til að stunda landbúnað og hafa hefðbundin nyt af jörðinni verði ekki vefengdur. Mikilvægt er að hagsmuna og verndar almennings gagnvart innlendum sem erlendum skíthælum verði gætt með almennum lögum og reglum á sviði umhverfis-, auðlinda- og almannaréttar, en snúist ekki um það hvort einstakir menn séu skáeygðir eður ei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Börðumk einn við átta, en við ellifu tysvar, svá fengum val vargi, varðk einn bani þeira. Ekki veit ég hvort að þeim 30 sem féllu fyrir skáldinu, skíthælnum og landeigandanum Agli Skallagrímssyni hafi verið það nokkur huggun að fjöldi þeirra (en ekki nöfn) hafi verið gerður ódauðlegur. Ekki veit ég heldur hvort Huang Nubo, áhugamaður um Grímsstaði á Fjöllum, sé skíthæll eða ekki. Fram hafa stigið menn, sem segjast þekkja hann persónulega og telja hann hinn mesta öðling og hið ágætasta skáld. Aðrir telja hann vera skilgetið afkvæmi og verkfæri heimsvaldastefnu Kínverja. Sjálfur get ég ekki varist fordómum gagnvart þeim sem hafa brotið sér leið til valda og auðæfa í einræðisríkjum, þannig að ég gæti alveg trúað einhverju misjöfnu upp á kauða. En hvort heldur sem er, þá liggur möguleiki okkar til ódauðleika e.t.v. hjá skáldinu. Ég hef hins vegar litlar áhyggjur af því að Nubo byggi herskipa- eða umskipunarhöfn í landi Grímsstaða, enda mun skipastigi upp Dettifoss ólíklega hljóta náð fyrir augum skipulagsyfirvalda. Kannski las hann um vænleika Grímseyjar sem herskipahöfn í Heimskringlu en fór örnefnavillt. Áhyggjuleysi mitt nær einnig yfir herflugvelli og kínverska hermenn, en slíkir þurfa vegabréfsáritun, mega ekki fara með vopn (skv. lögreglusamþykktum án undanþágu frá lögreglustjóra) og meðferð þungavopna sem og kjarnorkuvopna í höndum einkaaðila er stranglega bönnuð o.s.frv. Hins vegar má byggja hótel með leyfi réttra yfirvalda og það má okra á kínversku auðfólki, sem í hjátrú sinni vill geta sín börn undir logandi norðurljósahimni, svo lengi sem það fær vegabréfsáritun til Íslands.Landeigendastétt En sé Nubo þessi skíthæll og fái hann að kaupa Grímsstaði, þá yrði hann hvorki fyrsti né síðasti skíthællinn í landeigendastétt á Íslandi. En þó að skíthælar séu blessunarlega frekar fáir, þá gæti ég trúað að hlutur þeirra í landeigendastétt sé, ef eitthvað er, meiri en í öðrum stéttum þjóðfélagsins, og hafi jafnvel farið vaxandi nú á nýrri öld. Því eiga Egill Skallagrímsson og Guðmundur ríki Arason sér andlega bræður nú sem áður í þeirri annars ágætu stétt. Verkefni almennings og stjórnvalda er því ekki að grípa til sértækra aðgerða til þess að Nubo geti ekki komist í skíthælahóp landeigendastéttarinnar, heldur annað hvort að koma í veg fyrir að skíthælar geti átt hér land, óháð þjóðerni, eða, það sem vænlegra er, að koma í veg fyrir að skíthælar geti misnotað vald sitt hvort heldur sem landeigendur eða á öðrum sviðum þjóðfélagsins. Eins og áður getur, er þegar til staðar í landinu löggjöf sem mun gera áform um herflugvelli og herskipahafnir í eigu einkaaðila í versta falli erfiða, námu- og virkjunarleyfi þarf að sækja um til réttra yfirvalda og ég bý ekki yfir hugmyndaauðgi til að koma auga á önnur illvirki sem Nubo þessi gæti framið, sem innlendir skíthælar eru ekki fullfærir um að fremja nokkurn veginn hjálparlaust. Á síðustu árum hefur í vaxandi mæli gætt tilhneigingar landeigenda til þess að takmarka umferð almennings um eignarlönd sín, með læstum hliðum, girðingum og bannskiltum, jafnvel á fornum götum milli bæja eða inn á afrétti og óbyggðir og taka sér þar með vald og heimildir sem þeir hafa aldrei haft. Virðist þetta hafa haldist í hendur við breytt not jarða, frá því að vera nýttar undir landbúnað og yfir í að verða einhvers konar afdrep þéttbýlisbúa þar sem litið er á umferð almennings sem átroðning og spillingu sveitarsælunnar. Það að njóta kyrrðar og fegurðar á eignarlandi er og á að vera réttur allra landsmanna á meðan hann veldur ekki ónauðsynlegri og óhóflegri truflun hjá bústofni og búaliði, þó svo að réttur eigenda til að stunda landbúnað og hafa hefðbundin nyt af jörðinni verði ekki vefengdur. Mikilvægt er að hagsmuna og verndar almennings gagnvart innlendum sem erlendum skíthælum verði gætt með almennum lögum og reglum á sviði umhverfis-, auðlinda- og almannaréttar, en snúist ekki um það hvort einstakir menn séu skáeygðir eður ei.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun