„Afsakið hlé“ – Sagan af Möltu Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar 1. ágúst 2013 00:01 Nú þegar ljóst er að gert hefur verið formlegt hlé á aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins velta margir því fyrir sér hvaða þýðingu það hafi – hvort raunhæft sé að hefja viðræðurnar að nýju ef aðstæður breytast. Sagan sýnir að það er vel mögulegt að gera hlé á aðildarviðræðum og snúa aftur sterkari til leiks. Fátt ætti að vera því til fyrirstöðu að Ísland geti tekið upp þráðinn í aðildarviðræðum við ESB seinna og í öðru tómi sem hentar bæði Íslendingum og Evrópu betur. Aðildarferli Möltu er gott dæmi um slíkt og vert að skoða þá sögu nánar. Malta er eins og Ísland eyja á jaðri álfunnar. Þar skipti almenningur sér í tvær nokkuð jafnar fylkingar með og á móti inngöngu í ESB. Saga og menning Möltu hefur verið samofin Evrópu frá örófi alda en þrátt fyrir það var þjóðin ekki tilbúin að taka skrefið til fulls fyrr en árið 2003 þegar innganga var samþykkt með þjóðaratkvæði. Það var síðan í maí 2004 sem Malta gekk formlega inn í sambandið ásamt níu öðrum ríkjum. Aðildarferli landsins var þyrnum stráð og varði í 14 ár með fjögurra ára hléi. Malta sótti fyrst um aðild að ESB árið 1990 undir stjórn Þjóðernisflokksins og var í aðildarviðræðum við sambandið í sex ár, eða þar til Verkamannaflokkurinn kom til valda árið 1996. Þá var gert formlegt hlé á aðildarviðræðunum því formaður Verkamannaflokksins taldi betra að gera fríverslunarsamning við ESB en að ganga alla leið með aðild.Sterkari að samningaborðinu Þetta hlé varði í tvö ár, eða þangað til Þjóðernisflokkurinn komst aftur til valda og fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar var að taka ákvörðun um að endurvekja aðildarviðræðurnar. Árið 2000 hófust formlegar aðildarviðræður aftur milli Möltu og ESB. Aðildarsamningurinn var tilbúinn árið 2003 og var sama ár haldin þjóðaratkvæðagreiðsla eins og kjósendum hafði verið lofað. Rétt ríflega helmingur maltneskra kjósenda, eða 53%, samþykkti aðildarsamninginn og 47% voru á móti. Stuttu seinna voru haldnar þingkosningar þar sem Þjóðernisflokkurinn, sem barist hafði fyrir inngöngu í ESB frá árinu 1979, hafði betur með naumindum, eða 52% atkvæða. Þegar ljóst var að Maltverjar myndu ganga í ESB féll Verkamannaflokkurinn frá skýrri andstöðu sinni gegn aðild að sambandinu. Þar sem flokkurinn hafði ævinlega lagt áherslu á að skorið yrði úr um aðild að ESB með almennum kosningum átti hann auðveldara með að réttlæta þessa breytingu á afstöðu sinni. Möltu hefur vegnað vel innan ESB og eru landsmenn almennt sáttir við að eiga aðild að sambandinu. Engar formlegar heimildir eru til um það hvort ráðamenn eða ríkisstjórn Möltu hafi verið aðhlátursefni vegna aðildarferlisins þó að á ýmsu hafi gengið í þeirra ranni. Þvert á móti voru þeir taldir mæta sterkari að samningaborðinu eftir fjögurra ára hlé. Við getum hæglega nýtt okkur reynslu og sögu Maltverja, sest aftur að samningaborðinu ef svo ber undir og nýtt þannig það mikla og góða starf sem hefur verið unnið við aðildarviðræðurnar. Það er óþarfi að láta hræðslu við viðhorf annarra þjóða koma í veg fyrir að íslenska þjóðin geti kosið um hvort hún vilji áframhald viðræðna eins og henni hefur verið lofað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Nú þegar ljóst er að gert hefur verið formlegt hlé á aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins velta margir því fyrir sér hvaða þýðingu það hafi – hvort raunhæft sé að hefja viðræðurnar að nýju ef aðstæður breytast. Sagan sýnir að það er vel mögulegt að gera hlé á aðildarviðræðum og snúa aftur sterkari til leiks. Fátt ætti að vera því til fyrirstöðu að Ísland geti tekið upp þráðinn í aðildarviðræðum við ESB seinna og í öðru tómi sem hentar bæði Íslendingum og Evrópu betur. Aðildarferli Möltu er gott dæmi um slíkt og vert að skoða þá sögu nánar. Malta er eins og Ísland eyja á jaðri álfunnar. Þar skipti almenningur sér í tvær nokkuð jafnar fylkingar með og á móti inngöngu í ESB. Saga og menning Möltu hefur verið samofin Evrópu frá örófi alda en þrátt fyrir það var þjóðin ekki tilbúin að taka skrefið til fulls fyrr en árið 2003 þegar innganga var samþykkt með þjóðaratkvæði. Það var síðan í maí 2004 sem Malta gekk formlega inn í sambandið ásamt níu öðrum ríkjum. Aðildarferli landsins var þyrnum stráð og varði í 14 ár með fjögurra ára hléi. Malta sótti fyrst um aðild að ESB árið 1990 undir stjórn Þjóðernisflokksins og var í aðildarviðræðum við sambandið í sex ár, eða þar til Verkamannaflokkurinn kom til valda árið 1996. Þá var gert formlegt hlé á aðildarviðræðunum því formaður Verkamannaflokksins taldi betra að gera fríverslunarsamning við ESB en að ganga alla leið með aðild.Sterkari að samningaborðinu Þetta hlé varði í tvö ár, eða þangað til Þjóðernisflokkurinn komst aftur til valda og fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar var að taka ákvörðun um að endurvekja aðildarviðræðurnar. Árið 2000 hófust formlegar aðildarviðræður aftur milli Möltu og ESB. Aðildarsamningurinn var tilbúinn árið 2003 og var sama ár haldin þjóðaratkvæðagreiðsla eins og kjósendum hafði verið lofað. Rétt ríflega helmingur maltneskra kjósenda, eða 53%, samþykkti aðildarsamninginn og 47% voru á móti. Stuttu seinna voru haldnar þingkosningar þar sem Þjóðernisflokkurinn, sem barist hafði fyrir inngöngu í ESB frá árinu 1979, hafði betur með naumindum, eða 52% atkvæða. Þegar ljóst var að Maltverjar myndu ganga í ESB féll Verkamannaflokkurinn frá skýrri andstöðu sinni gegn aðild að sambandinu. Þar sem flokkurinn hafði ævinlega lagt áherslu á að skorið yrði úr um aðild að ESB með almennum kosningum átti hann auðveldara með að réttlæta þessa breytingu á afstöðu sinni. Möltu hefur vegnað vel innan ESB og eru landsmenn almennt sáttir við að eiga aðild að sambandinu. Engar formlegar heimildir eru til um það hvort ráðamenn eða ríkisstjórn Möltu hafi verið aðhlátursefni vegna aðildarferlisins þó að á ýmsu hafi gengið í þeirra ranni. Þvert á móti voru þeir taldir mæta sterkari að samningaborðinu eftir fjögurra ára hlé. Við getum hæglega nýtt okkur reynslu og sögu Maltverja, sest aftur að samningaborðinu ef svo ber undir og nýtt þannig það mikla og góða starf sem hefur verið unnið við aðildarviðræðurnar. Það er óþarfi að láta hræðslu við viðhorf annarra þjóða koma í veg fyrir að íslenska þjóðin geti kosið um hvort hún vilji áframhald viðræðna eins og henni hefur verið lofað.
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar