Íslenskir fangar eru lengur í einangrun Sunna Valgerðardóttir skrifar 27. mars 2013 06:00 fangelsi Réttarsálfræðingur segir einangrunarvist hafa áhrif á sálarlífið og jafnvel framburð. Trúnaðarráð fanga telur einangrunarvist hættulega andlegri og líkamlegri heilsu.fréttablaðið/heiða Leyfilegur hámarkstími fyrir fanga í einangrun er mun lengri hér á landi en tíðkast víða erlendis. Samkvæmt lögum má vista fólk í einangrunarklefum í hámark fjórar vikur, en lengur ef brot varðar að minnsta kosti tíu ára fangelsisvist. Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur segir þetta verulega langan tíma ef miðað sé við lög í Bretlandi, þar sem hámarkstími í einangrun er fjórir dagar. „Það þarf að rökstyðja svona ákvörðun vel og huga að afleiðingunum. Einangrun getur haft mikil áhrif á sálarlífið og jafnvel framburð einstaklings,“ segir hann. „Þetta er alltaf spurning um hvers vegna hún er notuð. Það er alltaf hægt að segja að það sé verið að leita að gögnum, en hún er líka notuð til að mýkja menn aðeins.“ Hann bendir á að leyfilegur hámarkstími hér sé margfalt lengri en í Bretlandi. „Það þarf alltaf að hugsa hvort þetta sé nauðsynlegt, en mér finnst þetta mjög langt,“ segir hann. Fram kemur í umsögn hinnar svokölluðu Pyntinganefndar Evrópuráðsins frá árinu 1999 um aðstæður íslenskra fanga að lítillega hafi dregið úr beitingu einangrunarvistar síðan í síðustu heimsókn árið 1993, en það sé enn áhyggjuefni hversu mikið úrræðinu sé beitt hér á landi. Þá mælir nefndin með því að lögreglu sé gert að sýna gæsluvarðhaldsföngum skriflegan rökstuðning um hvers vegna þeir séu settir í einangrun. Í umsögn Trúnaðarráðs fanga á Litla-Hrauni vegna breytingar á lögum um refsingar árið 2004 segir að einangrun sé „hættuleg andlegri og líkamlegri heilsu manna og algjörlega árangurslaus í hegningarskyni. Hið eina sem af því hlýst eru auknar þjáningar og einangrun sem leiðir til þess að fanginn er mun líklegri til að brjóta af sér á nýjan leik“. Þar segir einnig að fangar sem sæti áralangri einangrun geti orðið andfélagslegir, einrænir, bitrir, jafnvel geðveikir og hættulegir. Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Fleiri fréttir Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Sjá meira
Leyfilegur hámarkstími fyrir fanga í einangrun er mun lengri hér á landi en tíðkast víða erlendis. Samkvæmt lögum má vista fólk í einangrunarklefum í hámark fjórar vikur, en lengur ef brot varðar að minnsta kosti tíu ára fangelsisvist. Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur segir þetta verulega langan tíma ef miðað sé við lög í Bretlandi, þar sem hámarkstími í einangrun er fjórir dagar. „Það þarf að rökstyðja svona ákvörðun vel og huga að afleiðingunum. Einangrun getur haft mikil áhrif á sálarlífið og jafnvel framburð einstaklings,“ segir hann. „Þetta er alltaf spurning um hvers vegna hún er notuð. Það er alltaf hægt að segja að það sé verið að leita að gögnum, en hún er líka notuð til að mýkja menn aðeins.“ Hann bendir á að leyfilegur hámarkstími hér sé margfalt lengri en í Bretlandi. „Það þarf alltaf að hugsa hvort þetta sé nauðsynlegt, en mér finnst þetta mjög langt,“ segir hann. Fram kemur í umsögn hinnar svokölluðu Pyntinganefndar Evrópuráðsins frá árinu 1999 um aðstæður íslenskra fanga að lítillega hafi dregið úr beitingu einangrunarvistar síðan í síðustu heimsókn árið 1993, en það sé enn áhyggjuefni hversu mikið úrræðinu sé beitt hér á landi. Þá mælir nefndin með því að lögreglu sé gert að sýna gæsluvarðhaldsföngum skriflegan rökstuðning um hvers vegna þeir séu settir í einangrun. Í umsögn Trúnaðarráðs fanga á Litla-Hrauni vegna breytingar á lögum um refsingar árið 2004 segir að einangrun sé „hættuleg andlegri og líkamlegri heilsu manna og algjörlega árangurslaus í hegningarskyni. Hið eina sem af því hlýst eru auknar þjáningar og einangrun sem leiðir til þess að fanginn er mun líklegri til að brjóta af sér á nýjan leik“. Þar segir einnig að fangar sem sæti áralangri einangrun geti orðið andfélagslegir, einrænir, bitrir, jafnvel geðveikir og hættulegir.
Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Fleiri fréttir Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Sjá meira