Fórnarlömb nauðgana taka frekar áhættu á meðgöngu Sunna skrifar 4. janúar 2013 08:00 Fórnarlömb nauðgana eru líklegri en aðrar verðandi mæður til að stunda áhættuhegðun á meðgöngu. Þær konur sem hafa leitað til Neyðarmóttöku Landspítalans (LSH) vegna kynferðisofbeldis eru líklegri til að reykja, vera of þungar og nota ólöglega vímugjafa á meðan þær eru ófrískar, en slíkt er oft fylgikvilli áfallastreituröskunar, þunglyndis og kvíða. Þetta eru niðurstöður rannsóknar Agnesar Gísladóttur, doktorsnema í Lýðheilsufræðum við Háskóla Íslands. Agnes og samstarfsfólk hennar öfluðu gagna frá Neyðarmóttöku LSH um þúsund konur sem leitað höfðu til spítalans vegna kynferðisofbeldis á árunum 1993 til 2008 og fæddu barn eftir ofbeldið til apríl 2011. Afar fá börn, ef einhver, voru getin við nauðgunina. Til samanburðar voru um 1.700 konur valdar af handahófi, sem fæddu barn á sama tímabili en höfðu ekki leitað til Neyðarmóttökunnar. Rannsóknin, Áhættuþættir og heilsa á meðgöngu hjá mæðrum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi, er doktorsverkefni Agnesar. Þessir áhrifaþættir hafa aldrei verið skoðaðir áður svo vitað sé, en flestar erlendar rannsóknir skoða áhrif kynferðisofbeldis á unga þolendur. Þessi rannsókn nær til kvenna frá aldrinum þrettán ára og upp úr. „Hér á landi er líka einstakt tækifæri til að taka saman gögn og vinna úr þeim án þess að hafa samband við konurnar og valda þeim þannig óþægindum," segir Agnes. Hún bendir á að kynferðisofbeldi hafi oft og tíðum langvarandi áhrif á heilsu brotaþola og markmið rannsóknarinnar sé að skoða hvort mæðrum sem urðu fyrir kynferðisofbeldi á unglings- eða fullorðinsaldri sé hættara við að vera með áhættuþætti eða lakari heilsu á meðgöngu síðar á lífsleiðinni, samanborið við mæður sem ekki höfðu orðið fyrir slíku ofbeldi. Niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar á stóru málþingi um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum í Háskóla Íslands í gær. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira
Fórnarlömb nauðgana eru líklegri en aðrar verðandi mæður til að stunda áhættuhegðun á meðgöngu. Þær konur sem hafa leitað til Neyðarmóttöku Landspítalans (LSH) vegna kynferðisofbeldis eru líklegri til að reykja, vera of þungar og nota ólöglega vímugjafa á meðan þær eru ófrískar, en slíkt er oft fylgikvilli áfallastreituröskunar, þunglyndis og kvíða. Þetta eru niðurstöður rannsóknar Agnesar Gísladóttur, doktorsnema í Lýðheilsufræðum við Háskóla Íslands. Agnes og samstarfsfólk hennar öfluðu gagna frá Neyðarmóttöku LSH um þúsund konur sem leitað höfðu til spítalans vegna kynferðisofbeldis á árunum 1993 til 2008 og fæddu barn eftir ofbeldið til apríl 2011. Afar fá börn, ef einhver, voru getin við nauðgunina. Til samanburðar voru um 1.700 konur valdar af handahófi, sem fæddu barn á sama tímabili en höfðu ekki leitað til Neyðarmóttökunnar. Rannsóknin, Áhættuþættir og heilsa á meðgöngu hjá mæðrum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi, er doktorsverkefni Agnesar. Þessir áhrifaþættir hafa aldrei verið skoðaðir áður svo vitað sé, en flestar erlendar rannsóknir skoða áhrif kynferðisofbeldis á unga þolendur. Þessi rannsókn nær til kvenna frá aldrinum þrettán ára og upp úr. „Hér á landi er líka einstakt tækifæri til að taka saman gögn og vinna úr þeim án þess að hafa samband við konurnar og valda þeim þannig óþægindum," segir Agnes. Hún bendir á að kynferðisofbeldi hafi oft og tíðum langvarandi áhrif á heilsu brotaþola og markmið rannsóknarinnar sé að skoða hvort mæðrum sem urðu fyrir kynferðisofbeldi á unglings- eða fullorðinsaldri sé hættara við að vera með áhættuþætti eða lakari heilsu á meðgöngu síðar á lífsleiðinni, samanborið við mæður sem ekki höfðu orðið fyrir slíku ofbeldi. Niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar á stóru málþingi um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum í Háskóla Íslands í gær.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira