Enski boltinn

West Ham vill fá Marouane Chamakh frá Arsenal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marouane Chamakh.
Marouane Chamakh. Mynd/Nordic Photos/Getty
Marouane Chamakh, framherji Arsenal, hefur kannski spilað sinn síðasta leik fyrir félagið því West Ham hefur mikinn áhuga á því að fá þennan 28 ára Marokkómann sem kom til Arsenal fyrir rúmum tveimur árum og viðræður milli Chamakh og Hamranna eru í gangi.

Það hefur lítið gengið upp hjá Marouane Chamakh síðan að hann kom til Arsenal frá Bordeaux árið 2010 en Sam Allardyce, stjóri West Ham, er tilbúinn að veðja á hann eins og Joe Cole sem Allardyce fékk frá Liverpool í gær.

Chamakh skoraði 79 mörk í 293 leikjum með Bordeaux en hefur aðeins náð að skora 8 mörk í 40 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á tveimur og hálfu tímabili. Hann hefur ekki einu fengið að spila eina einustu mínútu í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Marouane Chamakh hefur spilað fjóra leiki með Arsenal á tímabilinu þar af þrjá þeirra í enska deildarbikarnum þar sem hann skoraði reyndar tvö mörk í 7-5 sigri á Reading í október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×