Ætlar að missa 13 kíló árið 2013 4. janúar 2013 11:15 Andrea ætlar að blogga um leið sína að betri heilsu og hvernig hún losar sig við allan sykur úr fæðunni Það var ekki fyrr en ég viðurkenndi fyrir sjálfri mér að ég væri sykurfíkill sem boltinn fór að rúlla. Ég veit ekki hversu oft ég hef ákveðið að taka mig á í matarræðinu en alltaf hefur það fallið um sjálft sig hraðar en mig óraði um. Mér tókst reyndar fyrir ári síðan að taka út allt sælgæti og gos en það gekk ekki nema í um 6 mánuði og þá gafst ég upp. Ég skil núna hvers vegna ég gafst upp," segir Andrea Rós Kristjánsdóttir sem ætlar að missa 13 kíló á þessu ári og blogga um reynsluna öðrum til gagns. Var komin með ógeð Andrea segir ekki nóg að taka út ákveðnar fæðutegundir eða sælgæti og annað slíkt og fá svo sykurinn beint í æð einhversstaðar annarsstaðar og þannig efla sykurdjöfulinn. „Það er nefnilega svo magnað hvað sykurinn heldur manni í miklum heljargreipum, og þegar honum er svo blandað saman við hvíta hveitið þá var mín komin í himnaríki." Ástæðan fyrir því að Andrea tók sér þetta verkefni fyrir hendur var fyrst og fremst vegna þess að hún var komin með ógeð á því hvað ákveðinn matur var farinn að stjórna henni og fann hvernig vanlíðanin fór að ágerast.Ekkert annað en fíknAndrea segir sykurátið ekkert annað en en fíkn rétt eins og áfengisfíkn, tóbaksfíkn og fleira. „Og þá er bara eitt í stöðunni og það er að losa sig algjörlega við eitrið og í mínu tilfelli er það sykur. Ég var löngu búin að ákveða að ég ætlaði að missa einhver kíló fyrir næsta sumar. Það langar auðvitað flestum stúlkum að spranga um á bikiníi fullar sjálfstrausts og er það kannski helsta ástæðan fyrir því að ég ákvað að massa það markmið á rúmum 5 mánuðum. Það er miklu styttra síðan ég ákvað að breyta lífstílnum og taka út allan sykur og hvítt hveiti. Ég er búin að vera að lesa bókina "Skinny chicks eat real food" eftir Christine Avanti og er hún kannski helsta ástæðan fyrir því að ég lét loksins verða af þessu. Allur þessi lestur um hversu viðbjóðslegur sykur og hvítt hveiti er fyllti mælinn og peppaði mig upp í að umturna mínum matarvenjum. Ég er svo sannarlega ekki sú fyrsta til að gera þetta svo ég hugsaði að fyrst aðrar konur/karlar geta þetta þá get ég þetta líka.Bloggar um lífstílsbreytingunaAndrea ákvað að það myndi hjálpa sér að blogga um ferðalagið sökum þess hve agalaus hún er. „Öll samskonar markmið sem ég hef sett mér hafa alltaf fallið um sjálft sig vegna þess að ég hef alltaf haldið þeim bara fyrir mig sjálfa. Ég hef aldrei verið í neinum íþróttum og þess vegna hef ég ekki snefil af keppnisskapi ásamt því að ég elskaði mig of mikið til að reka mig áfram. Það var bara svo ósköp gott að vera í gamla góða þægindahringnum. Núna eftir að ég gerði þetta opinbert eru vinir og aðrir samlandar farnir að fylgjast með mér og ég tala nú ekki um að vera komin á visir.is þá er ekkert aftur snúið, ég verð bara að standa mig og klára þetta markmið."Langar að verða sterkari manneskja„Þetta er allt búið að gerast frekar hratt og í þessum skrifuðu orðum er ekki nema rúmur sólahringur frá því skrifuðu orðum er ekki nema rúmur sólahringur frá því að lífstílsbreytingin byrjaði og eru komin yfir 100 læk á facebook-síðuna. Það hefur samt allt gengið vel enn sem komið er. Ég er auðvitað ennþá á byrjunarpunkti og ég á örugglega oft eftir að reka mig á og finnast þetta mjög erfitt en það er það sem gerir mann að sterkari manneskju. Það sem mig langar að fá út úr þessu er að standa sem sterkari og frjálsari manneskja sem stjórnar sínu eigin lífi og þannig kveðja sykurdjöfulinn sem hefur verið við stýrið í alltof mörg ár.„Vonast til að geta hvatt aðraAndrea er ekki með þjálfara eins og er en ætlar sér að hafa einn slíkan til halds og traust þegar lengra líður til að hvetja hana áfram og styðja. „Ég er sjálf búin að fara í Keili og læra ÍAK einkaþjálfarann svo ég er nú ekki alveg að renna blint í sjóinn en af fyrri reynslu veit ég að ég þarf að hafa einhvern til að píska mig áfram. Ég vona að þetta framtak mitt muni hvetja aðra til að gera slíkt hið sama, þótt það sé ekki nema bara einn! Ég hvet alla þá sem eru í þeim sporum sem ég var að fylgjast með mér á blogginu og á facebook-síðunni og þannig sjá að þetta er ekki ógerlegt því maður er auðvitað alltaf "scary" að gera svona róttækar breytingar," segir Andrea að lokum.Facebook-síða AndreuBloggsíða Andreu Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Sjá meira
Það var ekki fyrr en ég viðurkenndi fyrir sjálfri mér að ég væri sykurfíkill sem boltinn fór að rúlla. Ég veit ekki hversu oft ég hef ákveðið að taka mig á í matarræðinu en alltaf hefur það fallið um sjálft sig hraðar en mig óraði um. Mér tókst reyndar fyrir ári síðan að taka út allt sælgæti og gos en það gekk ekki nema í um 6 mánuði og þá gafst ég upp. Ég skil núna hvers vegna ég gafst upp," segir Andrea Rós Kristjánsdóttir sem ætlar að missa 13 kíló á þessu ári og blogga um reynsluna öðrum til gagns. Var komin með ógeð Andrea segir ekki nóg að taka út ákveðnar fæðutegundir eða sælgæti og annað slíkt og fá svo sykurinn beint í æð einhversstaðar annarsstaðar og þannig efla sykurdjöfulinn. „Það er nefnilega svo magnað hvað sykurinn heldur manni í miklum heljargreipum, og þegar honum er svo blandað saman við hvíta hveitið þá var mín komin í himnaríki." Ástæðan fyrir því að Andrea tók sér þetta verkefni fyrir hendur var fyrst og fremst vegna þess að hún var komin með ógeð á því hvað ákveðinn matur var farinn að stjórna henni og fann hvernig vanlíðanin fór að ágerast.Ekkert annað en fíknAndrea segir sykurátið ekkert annað en en fíkn rétt eins og áfengisfíkn, tóbaksfíkn og fleira. „Og þá er bara eitt í stöðunni og það er að losa sig algjörlega við eitrið og í mínu tilfelli er það sykur. Ég var löngu búin að ákveða að ég ætlaði að missa einhver kíló fyrir næsta sumar. Það langar auðvitað flestum stúlkum að spranga um á bikiníi fullar sjálfstrausts og er það kannski helsta ástæðan fyrir því að ég ákvað að massa það markmið á rúmum 5 mánuðum. Það er miklu styttra síðan ég ákvað að breyta lífstílnum og taka út allan sykur og hvítt hveiti. Ég er búin að vera að lesa bókina "Skinny chicks eat real food" eftir Christine Avanti og er hún kannski helsta ástæðan fyrir því að ég lét loksins verða af þessu. Allur þessi lestur um hversu viðbjóðslegur sykur og hvítt hveiti er fyllti mælinn og peppaði mig upp í að umturna mínum matarvenjum. Ég er svo sannarlega ekki sú fyrsta til að gera þetta svo ég hugsaði að fyrst aðrar konur/karlar geta þetta þá get ég þetta líka.Bloggar um lífstílsbreytingunaAndrea ákvað að það myndi hjálpa sér að blogga um ferðalagið sökum þess hve agalaus hún er. „Öll samskonar markmið sem ég hef sett mér hafa alltaf fallið um sjálft sig vegna þess að ég hef alltaf haldið þeim bara fyrir mig sjálfa. Ég hef aldrei verið í neinum íþróttum og þess vegna hef ég ekki snefil af keppnisskapi ásamt því að ég elskaði mig of mikið til að reka mig áfram. Það var bara svo ósköp gott að vera í gamla góða þægindahringnum. Núna eftir að ég gerði þetta opinbert eru vinir og aðrir samlandar farnir að fylgjast með mér og ég tala nú ekki um að vera komin á visir.is þá er ekkert aftur snúið, ég verð bara að standa mig og klára þetta markmið."Langar að verða sterkari manneskja„Þetta er allt búið að gerast frekar hratt og í þessum skrifuðu orðum er ekki nema rúmur sólahringur frá því skrifuðu orðum er ekki nema rúmur sólahringur frá því að lífstílsbreytingin byrjaði og eru komin yfir 100 læk á facebook-síðuna. Það hefur samt allt gengið vel enn sem komið er. Ég er auðvitað ennþá á byrjunarpunkti og ég á örugglega oft eftir að reka mig á og finnast þetta mjög erfitt en það er það sem gerir mann að sterkari manneskju. Það sem mig langar að fá út úr þessu er að standa sem sterkari og frjálsari manneskja sem stjórnar sínu eigin lífi og þannig kveðja sykurdjöfulinn sem hefur verið við stýrið í alltof mörg ár.„Vonast til að geta hvatt aðraAndrea er ekki með þjálfara eins og er en ætlar sér að hafa einn slíkan til halds og traust þegar lengra líður til að hvetja hana áfram og styðja. „Ég er sjálf búin að fara í Keili og læra ÍAK einkaþjálfarann svo ég er nú ekki alveg að renna blint í sjóinn en af fyrri reynslu veit ég að ég þarf að hafa einhvern til að píska mig áfram. Ég vona að þetta framtak mitt muni hvetja aðra til að gera slíkt hið sama, þótt það sé ekki nema bara einn! Ég hvet alla þá sem eru í þeim sporum sem ég var að fylgjast með mér á blogginu og á facebook-síðunni og þannig sjá að þetta er ekki ógerlegt því maður er auðvitað alltaf "scary" að gera svona róttækar breytingar," segir Andrea að lokum.Facebook-síða AndreuBloggsíða Andreu
Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Sjá meira