Ótrúlegur sigur Skallagríms | Úrslit kvöldsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. janúar 2013 21:08 Páll Axel og félagar gerðu góða ferð til Þorlákshafnar í kvöld. Mynd/Vilhelm Nýliðar Skallagríms unnu óvæntan útisigur á Þór í Þorlákshöfn í Domino's-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Grindavík, Keflavík og KR unnu örugga sigra í sínum leikjum. Tíu stigum munaði á Þór og Skallagrími í deildinni fyrir leikinn og flestir sem hefðu tippað á heimasigur Þórsara. Lítið benti til annars framan af leik. Þórsarar, sem léku til úrslita við Grindavík um Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor, höfðu tólf stiga forskot eftir fyrsta leikhluta en þá sögðu gestirnir stopp. Borgnesingar minnkuðu muninn í níu stig fyrir hlé og í tvö stig fyrir lok þriðja leikhluta. Staðan var 72-72 þegar mínúta lifði leiks en gestirnir skoruðu síðustu fjögur stigin og unnu sigur 76-72. Haminn Quaintance var stórkostlegur í liði gestanna með 17 stig og 19 fráköst. Carlos Medlock átti einnig fínan leik með 22 stig. David Jackson var stigahæstur Þórsara með 24 stig auk þess að taka tíu fráköst. Þór hefur 16 stig líkt og Stjarnan í öðru sæti deildarinnar. Skallagrímur hefur 8 stig í 7.-9. sæti deildarinnar ásamt Njarðvík og Fjölni. Öruggt hjá ÍslandsmeisturunumGrindavík vann nokkuð öruggan heimasigur á Tindastóli 89-74. Íslandsmeistararnir höfðu fimmtán stiga forystu að loknum fyrsta leikhluta og sá var munurinn ennþá þegar lokaflautan gall. Sammy Zeglinski skoraði mest Grindvíkinga eða 19 stig en á hæla honum kom Aaron Broussard með 18 stig og þrettán fráköst. Hjá gestunum var George Valentine stigahæstur með 20 stig og tók auk þess 14 fráköst. Þröstur Leó Jóhannsson kom næstur með 15 stig og 10 fráköst. Grindavík situr eitt liða í toppsæti deildarinnar eftir sigurinn. Liðið hefur 18 stig en Stjarnan og Þór, sem tapaði gegn Skallagrími í kvöld, 16 stig. Stólarnir deila botnsætinu ásamt KFÍ með 4 stig. Kanalausir KR-ingar lögðu KFÍHelgi Már Magnússon, spiladni þjálfari KR.KR vann sautján stiga sigur á KFÍ í Domino's-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Heimamenn höfðu frumkvæðið frá fyrstu mínútu og leiddu í hálfleik 52-29. Finnur Atli Magnússon var stigahæstur KR-inga með 24 stig en Kristófer Acox skoraði 21 og Martin Hermannsson 20. Hjá gestunum var Damier Pitts stigahæstur með 35 stig og Tyrone Bradshaw skoraði 22 stig. KR situr í 4.-5. sæti deildarinnar með 14 stig líkt og Snæfell. KFÍ deilir botnsæti deildarinnar ásamt Tindastóli með 4 stig. Craion með stóleik í sigri Keflavíkur í BreiðholtiStórleikur Eric Palm dugði ekki til hjá ÍR-ingum.Mynd/ValliKeflavík vann góðan sigur á ÍR-ingum í Hertz-hellinum í Breiðholti í kvöld. Lokatölurnar urðu 111-84 gestunum í vil. Keflvíkingar höfðu frumkvæðið frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Liðið leiddi með 19 stigum í hálfleik og hélt forystunni örugglega út leikinn. Michael Craion átti stórleik hjá gestunum. Bandaríkjamaðurinn skoraði 32 stig auk þess að taka 19 fráköst. Valur Valsson skoraði 16 stig auk þess að gefa átta stoðsendingar. Eric Palm var atkvæðamestur heimamanna með 29 stig. Keflvíkingar eru í 6. sæti deildarinnar með tólf stig en ÍR hefur sex stig í 10. sæti. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira
Nýliðar Skallagríms unnu óvæntan útisigur á Þór í Þorlákshöfn í Domino's-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Grindavík, Keflavík og KR unnu örugga sigra í sínum leikjum. Tíu stigum munaði á Þór og Skallagrími í deildinni fyrir leikinn og flestir sem hefðu tippað á heimasigur Þórsara. Lítið benti til annars framan af leik. Þórsarar, sem léku til úrslita við Grindavík um Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor, höfðu tólf stiga forskot eftir fyrsta leikhluta en þá sögðu gestirnir stopp. Borgnesingar minnkuðu muninn í níu stig fyrir hlé og í tvö stig fyrir lok þriðja leikhluta. Staðan var 72-72 þegar mínúta lifði leiks en gestirnir skoruðu síðustu fjögur stigin og unnu sigur 76-72. Haminn Quaintance var stórkostlegur í liði gestanna með 17 stig og 19 fráköst. Carlos Medlock átti einnig fínan leik með 22 stig. David Jackson var stigahæstur Þórsara með 24 stig auk þess að taka tíu fráköst. Þór hefur 16 stig líkt og Stjarnan í öðru sæti deildarinnar. Skallagrímur hefur 8 stig í 7.-9. sæti deildarinnar ásamt Njarðvík og Fjölni. Öruggt hjá ÍslandsmeisturunumGrindavík vann nokkuð öruggan heimasigur á Tindastóli 89-74. Íslandsmeistararnir höfðu fimmtán stiga forystu að loknum fyrsta leikhluta og sá var munurinn ennþá þegar lokaflautan gall. Sammy Zeglinski skoraði mest Grindvíkinga eða 19 stig en á hæla honum kom Aaron Broussard með 18 stig og þrettán fráköst. Hjá gestunum var George Valentine stigahæstur með 20 stig og tók auk þess 14 fráköst. Þröstur Leó Jóhannsson kom næstur með 15 stig og 10 fráköst. Grindavík situr eitt liða í toppsæti deildarinnar eftir sigurinn. Liðið hefur 18 stig en Stjarnan og Þór, sem tapaði gegn Skallagrími í kvöld, 16 stig. Stólarnir deila botnsætinu ásamt KFÍ með 4 stig. Kanalausir KR-ingar lögðu KFÍHelgi Már Magnússon, spiladni þjálfari KR.KR vann sautján stiga sigur á KFÍ í Domino's-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Heimamenn höfðu frumkvæðið frá fyrstu mínútu og leiddu í hálfleik 52-29. Finnur Atli Magnússon var stigahæstur KR-inga með 24 stig en Kristófer Acox skoraði 21 og Martin Hermannsson 20. Hjá gestunum var Damier Pitts stigahæstur með 35 stig og Tyrone Bradshaw skoraði 22 stig. KR situr í 4.-5. sæti deildarinnar með 14 stig líkt og Snæfell. KFÍ deilir botnsæti deildarinnar ásamt Tindastóli með 4 stig. Craion með stóleik í sigri Keflavíkur í BreiðholtiStórleikur Eric Palm dugði ekki til hjá ÍR-ingum.Mynd/ValliKeflavík vann góðan sigur á ÍR-ingum í Hertz-hellinum í Breiðholti í kvöld. Lokatölurnar urðu 111-84 gestunum í vil. Keflvíkingar höfðu frumkvæðið frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Liðið leiddi með 19 stigum í hálfleik og hélt forystunni örugglega út leikinn. Michael Craion átti stórleik hjá gestunum. Bandaríkjamaðurinn skoraði 32 stig auk þess að taka 19 fráköst. Valur Valsson skoraði 16 stig auk þess að gefa átta stoðsendingar. Eric Palm var atkvæðamestur heimamanna með 29 stig. Keflvíkingar eru í 6. sæti deildarinnar með tólf stig en ÍR hefur sex stig í 10. sæti.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira