Íslendingar oft heilbrigðari þó þeir séu í þyngri kantinum Karen Kjartansdóttir skrifar 4. janúar 2013 21:59 Sérfræðingar hafa á nýju ári deilt hart um niðurstöður nýrrar Bandarískrar rannsóknar sem leiddi í ljós að aukakíló virðast auka lífslíkur. Karen Kjartansdóttir leitaði svara um hvað væri rétt og komst meðal annars að því að þótt Íslendingar séu í þyngri kantinum eru þeir oft heilbrigðari en þeir sem grennri eru. Rannsóknin var birt í blaðinu The Journal of the American Medical Association. Niðurstöður hennar þóttu sýna að aukakíló auki lífslíkur. Sérfræðinga greinir þó mjög á um þessar niðurstöður og segja margir að ekkert sé að marka þessa rannsókn og hefur verið hart tekist á um þetta mál í fjölmiðlum á borð við BBC og Sky undanfarna daga. En hvernig á hinn dæmigerði Íslendingur að haga sínum málum til að vera hvað heilbrigðastur? Á hann að vera aðeins of léttur miðað við mælikvarðana sem við notum? Eða aðeins og þungur? Eða bara halda sig við mælikvarðana? Við spurðum Harald Briem, sóttvarnarlækni og yfirmann hjá lýðheilsuvísindadeild Háskóla Íslands, en hann ætti eitthvað að vita um málið. „Ég held að það sé ekkert skaðlegt, ef fólk er ekki með einhverja aðra áhættuþætti, eru ekki að reykja eða drekka og hreyfa sig vel að þá er það bara allt í lagi. Enda sjáum við það að lífslíkur Íslendinga hafa verið að aukast jafnt og þétt undanfarna áratugi jafnframt því sem þjóðin hefur verið að þyngjast. Þannig að þyngdin ein og sér er ekki stóra vandamálið," segir Haraldur. Og þó að Íslendingar séu í þyngri kantinum miðað við aðrar þjóðir víða um heim glíma þeir frekar sjaldan við sjúkdóma á borð við sykursýki. „Sykursýki er miklu algengari í Svíþjóð heldur en hér. Ég vann þar sem læknir og þetta var miklu stærra mál þar heldur en það hefur verið hér," segir Haraldur.Hvers vegna? „Menn vita það nú ekki, hvort þetta sé eitthvað í okkar genum eða hvort það sé eitthvað í matarræðinu. Menn hafa verið að velta slíkum þáttum fyrir sér," segir Haraldur.Nánar um rannsóknina hér.Hér má svo kynna sér hluta þeirrar gagnrýni sem hefur birst vegna rannsóknarinnar Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Sérfræðingar hafa á nýju ári deilt hart um niðurstöður nýrrar Bandarískrar rannsóknar sem leiddi í ljós að aukakíló virðast auka lífslíkur. Karen Kjartansdóttir leitaði svara um hvað væri rétt og komst meðal annars að því að þótt Íslendingar séu í þyngri kantinum eru þeir oft heilbrigðari en þeir sem grennri eru. Rannsóknin var birt í blaðinu The Journal of the American Medical Association. Niðurstöður hennar þóttu sýna að aukakíló auki lífslíkur. Sérfræðinga greinir þó mjög á um þessar niðurstöður og segja margir að ekkert sé að marka þessa rannsókn og hefur verið hart tekist á um þetta mál í fjölmiðlum á borð við BBC og Sky undanfarna daga. En hvernig á hinn dæmigerði Íslendingur að haga sínum málum til að vera hvað heilbrigðastur? Á hann að vera aðeins of léttur miðað við mælikvarðana sem við notum? Eða aðeins og þungur? Eða bara halda sig við mælikvarðana? Við spurðum Harald Briem, sóttvarnarlækni og yfirmann hjá lýðheilsuvísindadeild Háskóla Íslands, en hann ætti eitthvað að vita um málið. „Ég held að það sé ekkert skaðlegt, ef fólk er ekki með einhverja aðra áhættuþætti, eru ekki að reykja eða drekka og hreyfa sig vel að þá er það bara allt í lagi. Enda sjáum við það að lífslíkur Íslendinga hafa verið að aukast jafnt og þétt undanfarna áratugi jafnframt því sem þjóðin hefur verið að þyngjast. Þannig að þyngdin ein og sér er ekki stóra vandamálið," segir Haraldur. Og þó að Íslendingar séu í þyngri kantinum miðað við aðrar þjóðir víða um heim glíma þeir frekar sjaldan við sjúkdóma á borð við sykursýki. „Sykursýki er miklu algengari í Svíþjóð heldur en hér. Ég vann þar sem læknir og þetta var miklu stærra mál þar heldur en það hefur verið hér," segir Haraldur.Hvers vegna? „Menn vita það nú ekki, hvort þetta sé eitthvað í okkar genum eða hvort það sé eitthvað í matarræðinu. Menn hafa verið að velta slíkum þáttum fyrir sér," segir Haraldur.Nánar um rannsóknina hér.Hér má svo kynna sér hluta þeirrar gagnrýni sem hefur birst vegna rannsóknarinnar
Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira