Íslendingar oft heilbrigðari þó þeir séu í þyngri kantinum Karen Kjartansdóttir skrifar 4. janúar 2013 21:59 Sérfræðingar hafa á nýju ári deilt hart um niðurstöður nýrrar Bandarískrar rannsóknar sem leiddi í ljós að aukakíló virðast auka lífslíkur. Karen Kjartansdóttir leitaði svara um hvað væri rétt og komst meðal annars að því að þótt Íslendingar séu í þyngri kantinum eru þeir oft heilbrigðari en þeir sem grennri eru. Rannsóknin var birt í blaðinu The Journal of the American Medical Association. Niðurstöður hennar þóttu sýna að aukakíló auki lífslíkur. Sérfræðinga greinir þó mjög á um þessar niðurstöður og segja margir að ekkert sé að marka þessa rannsókn og hefur verið hart tekist á um þetta mál í fjölmiðlum á borð við BBC og Sky undanfarna daga. En hvernig á hinn dæmigerði Íslendingur að haga sínum málum til að vera hvað heilbrigðastur? Á hann að vera aðeins of léttur miðað við mælikvarðana sem við notum? Eða aðeins og þungur? Eða bara halda sig við mælikvarðana? Við spurðum Harald Briem, sóttvarnarlækni og yfirmann hjá lýðheilsuvísindadeild Háskóla Íslands, en hann ætti eitthvað að vita um málið. „Ég held að það sé ekkert skaðlegt, ef fólk er ekki með einhverja aðra áhættuþætti, eru ekki að reykja eða drekka og hreyfa sig vel að þá er það bara allt í lagi. Enda sjáum við það að lífslíkur Íslendinga hafa verið að aukast jafnt og þétt undanfarna áratugi jafnframt því sem þjóðin hefur verið að þyngjast. Þannig að þyngdin ein og sér er ekki stóra vandamálið," segir Haraldur. Og þó að Íslendingar séu í þyngri kantinum miðað við aðrar þjóðir víða um heim glíma þeir frekar sjaldan við sjúkdóma á borð við sykursýki. „Sykursýki er miklu algengari í Svíþjóð heldur en hér. Ég vann þar sem læknir og þetta var miklu stærra mál þar heldur en það hefur verið hér," segir Haraldur.Hvers vegna? „Menn vita það nú ekki, hvort þetta sé eitthvað í okkar genum eða hvort það sé eitthvað í matarræðinu. Menn hafa verið að velta slíkum þáttum fyrir sér," segir Haraldur.Nánar um rannsóknina hér.Hér má svo kynna sér hluta þeirrar gagnrýni sem hefur birst vegna rannsóknarinnar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Sérfræðingar hafa á nýju ári deilt hart um niðurstöður nýrrar Bandarískrar rannsóknar sem leiddi í ljós að aukakíló virðast auka lífslíkur. Karen Kjartansdóttir leitaði svara um hvað væri rétt og komst meðal annars að því að þótt Íslendingar séu í þyngri kantinum eru þeir oft heilbrigðari en þeir sem grennri eru. Rannsóknin var birt í blaðinu The Journal of the American Medical Association. Niðurstöður hennar þóttu sýna að aukakíló auki lífslíkur. Sérfræðinga greinir þó mjög á um þessar niðurstöður og segja margir að ekkert sé að marka þessa rannsókn og hefur verið hart tekist á um þetta mál í fjölmiðlum á borð við BBC og Sky undanfarna daga. En hvernig á hinn dæmigerði Íslendingur að haga sínum málum til að vera hvað heilbrigðastur? Á hann að vera aðeins of léttur miðað við mælikvarðana sem við notum? Eða aðeins og þungur? Eða bara halda sig við mælikvarðana? Við spurðum Harald Briem, sóttvarnarlækni og yfirmann hjá lýðheilsuvísindadeild Háskóla Íslands, en hann ætti eitthvað að vita um málið. „Ég held að það sé ekkert skaðlegt, ef fólk er ekki með einhverja aðra áhættuþætti, eru ekki að reykja eða drekka og hreyfa sig vel að þá er það bara allt í lagi. Enda sjáum við það að lífslíkur Íslendinga hafa verið að aukast jafnt og þétt undanfarna áratugi jafnframt því sem þjóðin hefur verið að þyngjast. Þannig að þyngdin ein og sér er ekki stóra vandamálið," segir Haraldur. Og þó að Íslendingar séu í þyngri kantinum miðað við aðrar þjóðir víða um heim glíma þeir frekar sjaldan við sjúkdóma á borð við sykursýki. „Sykursýki er miklu algengari í Svíþjóð heldur en hér. Ég vann þar sem læknir og þetta var miklu stærra mál þar heldur en það hefur verið hér," segir Haraldur.Hvers vegna? „Menn vita það nú ekki, hvort þetta sé eitthvað í okkar genum eða hvort það sé eitthvað í matarræðinu. Menn hafa verið að velta slíkum þáttum fyrir sér," segir Haraldur.Nánar um rannsóknina hér.Hér má svo kynna sér hluta þeirrar gagnrýni sem hefur birst vegna rannsóknarinnar
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira