Neitar að skilgreina sig til hægri eða vinstri Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. janúar 2013 23:10 Kosningabaráttan um formannskjör í Samfylkingunni er komin á fullan skrið. Guðbjartur Hannesson gefur engan afslátt á aðildarviðræðum við ESB þegar stjórnarmyndun er annars vegar. Þá vill hann viðhalda þrepaskiptu skattkerfi og segir að aukið traust á stofnunum samfélagsins sé eitt af helstu stefnumálum sínum. Félag frjálslyndra jafnaðarmanna, eitt aðildarfélaga Samfylkingarinnar í Reykjavík, ætlar að halda málstofur með formannsefnunum. Í dag reið Guðbjartur Hannesson á vaðið og næsta þriðjudag mun Árni Páll Árnason eiga sviðið. Guðbjartur neitar að skilgreina sig til hægri eða vinstri. Hann sagði að besti mælikvarðinn á íslenskt samfélag væru væntingar ungs fólks og hvar það vildi vinna í framtíðinni. Hann sagði sjálfstætt stefnumál að efla traust. Bæði á stofnunum samfélagsins og hinu pólitíska kerfi. Þá væri velferðin jafn mikilvæg forsenda fyrir öflugu atvinnulífi og atvinnulífið væri fyrir velferðina. Í skattamálum sagðist Guðbjartur vilja viðhalda þrepaskiptu skattkerfi hjá einstaklingum. Þá var hann spurður hvort hann gæti hugsað sér stjórnarsamstarf án aðildarviðræðna við ESB. Hann sagði það ekki í boði. Það þyrfti eitthvað mikið að gerast svo Samfylkingin gæfi afslátt af ESB-málinu.Í hnotskurn, munurinn á þér og Árna Páli? „Það er nú ekki sanngjarnt að láta mig draga upp muninn. Ég get dregið upp hvað ég stend fyrir. Ég hef lagt áherslu á þá reynslu sem ég bý yfir, bæði í sveitarstjórnarmálum og velferðarmálum, sérstaklega menntamálum til margra ára," segir Guðbjartur. Auk reynslu af velferðar- og menntamálum sagðist Guðbjartur vilja leggja áherslu á samvinnu og ólík sjónarmið. „En líka um leið mikilvægi þeirra grunngilda sem við erum stofnuð utan um, það er að segja jöfnuð og réttlæti og baráttuna fyrir almannahagsmunum í íslensku samfélagi. Þar leggjum við áherslu á að allir geti notið þess að vera hluti af samfélaginu," segir Guðbjartur. Fjallað verður um fund Árna Páls á Stöð 2 og Vísi næstkomandi þriðjudag. Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Kosningabaráttan um formannskjör í Samfylkingunni er komin á fullan skrið. Guðbjartur Hannesson gefur engan afslátt á aðildarviðræðum við ESB þegar stjórnarmyndun er annars vegar. Þá vill hann viðhalda þrepaskiptu skattkerfi og segir að aukið traust á stofnunum samfélagsins sé eitt af helstu stefnumálum sínum. Félag frjálslyndra jafnaðarmanna, eitt aðildarfélaga Samfylkingarinnar í Reykjavík, ætlar að halda málstofur með formannsefnunum. Í dag reið Guðbjartur Hannesson á vaðið og næsta þriðjudag mun Árni Páll Árnason eiga sviðið. Guðbjartur neitar að skilgreina sig til hægri eða vinstri. Hann sagði að besti mælikvarðinn á íslenskt samfélag væru væntingar ungs fólks og hvar það vildi vinna í framtíðinni. Hann sagði sjálfstætt stefnumál að efla traust. Bæði á stofnunum samfélagsins og hinu pólitíska kerfi. Þá væri velferðin jafn mikilvæg forsenda fyrir öflugu atvinnulífi og atvinnulífið væri fyrir velferðina. Í skattamálum sagðist Guðbjartur vilja viðhalda þrepaskiptu skattkerfi hjá einstaklingum. Þá var hann spurður hvort hann gæti hugsað sér stjórnarsamstarf án aðildarviðræðna við ESB. Hann sagði það ekki í boði. Það þyrfti eitthvað mikið að gerast svo Samfylkingin gæfi afslátt af ESB-málinu.Í hnotskurn, munurinn á þér og Árna Páli? „Það er nú ekki sanngjarnt að láta mig draga upp muninn. Ég get dregið upp hvað ég stend fyrir. Ég hef lagt áherslu á þá reynslu sem ég bý yfir, bæði í sveitarstjórnarmálum og velferðarmálum, sérstaklega menntamálum til margra ára," segir Guðbjartur. Auk reynslu af velferðar- og menntamálum sagðist Guðbjartur vilja leggja áherslu á samvinnu og ólík sjónarmið. „En líka um leið mikilvægi þeirra grunngilda sem við erum stofnuð utan um, það er að segja jöfnuð og réttlæti og baráttuna fyrir almannahagsmunum í íslensku samfélagi. Þar leggjum við áherslu á að allir geti notið þess að vera hluti af samfélaginu," segir Guðbjartur. Fjallað verður um fund Árna Páls á Stöð 2 og Vísi næstkomandi þriðjudag.
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira