Stúdentar: Afætur eða framtíð Íslands? Sigrún Edda Sigurjónsdóttir skrifar 26. september 2013 06:00 Ég get varla orða bundist eftir að hafa lesið grein Stefaníu Jónasdóttur, „Mál að linni“, sem birtist í Morgunblaðinu þann 23. september sl. Greinin þykir mér bera vott um fátt annað en fávisku. Áður en Stefanía settist við skrif sín og jós yfir stúdenta, kynnti hún sér að einhverju leyti hvað hinn týpíski stúdent fær í námslán um hver mánaðamót? Kynnti hún sér e.t.v. hvað hinn týpíski námsmaður borgar í húsaleigu á mánuði? Ég gæti talið endalaust upp en ég læt staðar numið hér. Af skrifum hennar að dæma hefur hún ekki kynnt sér hagi stúdenta hið minnsta. Ég tala frá fyrstu hendi þegar ég segi að stúdentar á námslánum lifa ekki hátt. Hér er lítið reikningsdæmi: Þann 1. febrúar á þessu ári fékk ég 127.404 kr. í námslán. Útgjöld mín voru þessi: Leiga: 79.000 kr. Bifreiðagjöld: 7.621 kr. Sími + internet: 7.833 Afborgun af fyrra láni: 20.000 Samtals útgjöld: 114.454 kr. Eftirstöðvar: 12.950 kr. Í húsaleigubætur fékk ég 18.000 kr. Ég stóð því uppi með 30.950 kr. til að lifa á út mánuðinn. Inn í þetta á ég eftir að reikna hvað fór í matarinnkaup eða hve mikill peningur lá í bensínútgjöldum, en fólk sem býr á Íslandi veit að hvorki matur né bensín er gefins í dag. Nú spyr ég: Er ég frekja? Er ég kröfuhörð? Ég veit að ég fæ lán, sem mér finnst ég knúin til að taka sérstaklega fram að ég mun þurfa að greiða til baka að námi loknu og það með vöxtum. Svo það að halda því fram að byggt sé undir okkur stúdenta þykir mér í besta falli hlægilegt. Ástæðan fyrir skrifum mínum er ekki að ég telji mig eiga vorkunn skilið. Þvert á móti. Finnst mér að lánin mættu vera hærri? Heldur betur! Það sem mér þykir hins vegar verst og um leið það sem hvetur mig til að skrifa þessa grein er þegar fólk eins og Stefanía varpar fram fullyrðingum sem eru byggðar á veikum stoðum og lítil innistæða er fyrir. Deila stúdenta við LÍN í sumar snerist ekki um það að við stúdentar værum ekki í stakk búnir til þess að standa okkur í námi og sýna fram á námsárangur. Í stuttu máli snerist deilan um það að margir hverjir höfðu ekki tök á að stunda meira nám en sem nam 18 einingum. Málið snerist um það að stúdentar sem áttu t.d. 18 einingar (jafnvel minna) eftir af háskólanámi sínu áttu með breyttum úthlutunarreglum að bæta við sig óþarfa einingum til þess eins að fylla upp í 22 eininga takmarkið. 22 eininga takmarkið gerði það að verkum að fjölskyldufólk hefði þurft að skrá sig úr námi – og það þurftu einhverjir að gera þegar óvissa ríkti um hvert framhaldið yrði. Það sem fór hvað mest fyrir brjóstið á mér voru eftirfarandi setningar í grein Stefaníu: 1 „Þið hafið það betra en verkafólkið sem nær væri að huga að, fólk sem skapar verðmæti og borgar þetta allt.“ Mitt svar: Ég ber mikla virðingu fyrir verkafólki og veit að kjör verkafólks á Íslandi mættu og ÆTTU að vera margfalt betri. En þarf þetta að vera spurning um annaðhvort? Má ekki bæta bæði kjör verkafólks og námsmanna? Af skrifum Stefaníu að dæma mætti halda að við námsmenn værum ástæðan fyrir slæmum kjörum verkafólks. Ég veit svo ekki alveg hvert Stefanía er að fara þegar hún segir að verkafólkið sé það sem borgar þetta allt – borgar allt hvað? Ef Stefanía á við námslánin sem við stúdentar tökum á hverju misseri er hún illa upplýst og þyrfti að fræða sig betur. 2) „Stór hluti ykkar hefur ekkert þarna að gera, svo farið bara að vinna.“ Mitt svar: Er það Stefaníu að dæma hvort fólk eigi erindi í háskólanám eða ekki? Er ekki frekar aðdáunarvert að fólk vilji mennta sig? Nú veit ég ekki hvort Stefanía eigi sjálf börn og þá hvort hún hafi hvatt þau til að mennta sig eða ekki. En hvernig liði henni ef manneskja úti í bæ tæki sér það bessaleyfi að segja við hennar börn að þau hefðu ekkert í háskóla að gera og ættu „bara að fara að vinna“? Ég efast um að Stefanía geri sér grein fyrir því að menntaðir einstaklingar eru verðmæti fyrir hverja þjóð. Meginástæðan fyrir því að fólk tekur þá ákvörðun að mennta sig er til þess að geta haft sæmileg laun að menntun lokinni. Fólk leikur sér ekki að því að hanga á námslánum þegar það hefði það talsvert betra á vinnumarkaðnum. En það er ekki alltaf nóg að hugsa bara um núið, fólk þarf að hugsa um framtíðina. Menntaður einstaklingur á meiri möguleika á að starfa við það sem hann hefur áhuga á og einnig eru auknar líkur á því að laun hans verði hærri en ella. En það á ekki við alla að fara í skóla og öll störf eru mikilvæg svo að samfélag okkar þrífist. Þess vegna er mikilvægt að við berum virðingu hvert fyrir öðru og höfum það að leiðarljósi þegar við látum skoðanir okkar í ljós. 3) „Þegar sýnt er frá Háskólanum undrast ég að þetta sé frá æðstu menntastofnun landsins. Þarna sitjið þið í hópum, slafrið í ykkur æti og drykk, með tölvurnar, og gasprið.“ Mitt svar: Að námsmenn skuli dirfast að hlaða batteríin með næringu og tala við félaga sína, þegar það tekur pásur frá námi. Ósvífnin í þessu liði! Þegar upp er staðið þurfa yfirvöld (og illa upplýst fólk) að átta sig á því að án menntunar verðum við ekki samkeppnishæf í alþjóðasamfélaginu. Við munum staðna ef menntakerfið stendur ekki við bakið á sínum stúdentum og hvetur þá til dáða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég get varla orða bundist eftir að hafa lesið grein Stefaníu Jónasdóttur, „Mál að linni“, sem birtist í Morgunblaðinu þann 23. september sl. Greinin þykir mér bera vott um fátt annað en fávisku. Áður en Stefanía settist við skrif sín og jós yfir stúdenta, kynnti hún sér að einhverju leyti hvað hinn týpíski stúdent fær í námslán um hver mánaðamót? Kynnti hún sér e.t.v. hvað hinn týpíski námsmaður borgar í húsaleigu á mánuði? Ég gæti talið endalaust upp en ég læt staðar numið hér. Af skrifum hennar að dæma hefur hún ekki kynnt sér hagi stúdenta hið minnsta. Ég tala frá fyrstu hendi þegar ég segi að stúdentar á námslánum lifa ekki hátt. Hér er lítið reikningsdæmi: Þann 1. febrúar á þessu ári fékk ég 127.404 kr. í námslán. Útgjöld mín voru þessi: Leiga: 79.000 kr. Bifreiðagjöld: 7.621 kr. Sími + internet: 7.833 Afborgun af fyrra láni: 20.000 Samtals útgjöld: 114.454 kr. Eftirstöðvar: 12.950 kr. Í húsaleigubætur fékk ég 18.000 kr. Ég stóð því uppi með 30.950 kr. til að lifa á út mánuðinn. Inn í þetta á ég eftir að reikna hvað fór í matarinnkaup eða hve mikill peningur lá í bensínútgjöldum, en fólk sem býr á Íslandi veit að hvorki matur né bensín er gefins í dag. Nú spyr ég: Er ég frekja? Er ég kröfuhörð? Ég veit að ég fæ lán, sem mér finnst ég knúin til að taka sérstaklega fram að ég mun þurfa að greiða til baka að námi loknu og það með vöxtum. Svo það að halda því fram að byggt sé undir okkur stúdenta þykir mér í besta falli hlægilegt. Ástæðan fyrir skrifum mínum er ekki að ég telji mig eiga vorkunn skilið. Þvert á móti. Finnst mér að lánin mættu vera hærri? Heldur betur! Það sem mér þykir hins vegar verst og um leið það sem hvetur mig til að skrifa þessa grein er þegar fólk eins og Stefanía varpar fram fullyrðingum sem eru byggðar á veikum stoðum og lítil innistæða er fyrir. Deila stúdenta við LÍN í sumar snerist ekki um það að við stúdentar værum ekki í stakk búnir til þess að standa okkur í námi og sýna fram á námsárangur. Í stuttu máli snerist deilan um það að margir hverjir höfðu ekki tök á að stunda meira nám en sem nam 18 einingum. Málið snerist um það að stúdentar sem áttu t.d. 18 einingar (jafnvel minna) eftir af háskólanámi sínu áttu með breyttum úthlutunarreglum að bæta við sig óþarfa einingum til þess eins að fylla upp í 22 eininga takmarkið. 22 eininga takmarkið gerði það að verkum að fjölskyldufólk hefði þurft að skrá sig úr námi – og það þurftu einhverjir að gera þegar óvissa ríkti um hvert framhaldið yrði. Það sem fór hvað mest fyrir brjóstið á mér voru eftirfarandi setningar í grein Stefaníu: 1 „Þið hafið það betra en verkafólkið sem nær væri að huga að, fólk sem skapar verðmæti og borgar þetta allt.“ Mitt svar: Ég ber mikla virðingu fyrir verkafólki og veit að kjör verkafólks á Íslandi mættu og ÆTTU að vera margfalt betri. En þarf þetta að vera spurning um annaðhvort? Má ekki bæta bæði kjör verkafólks og námsmanna? Af skrifum Stefaníu að dæma mætti halda að við námsmenn værum ástæðan fyrir slæmum kjörum verkafólks. Ég veit svo ekki alveg hvert Stefanía er að fara þegar hún segir að verkafólkið sé það sem borgar þetta allt – borgar allt hvað? Ef Stefanía á við námslánin sem við stúdentar tökum á hverju misseri er hún illa upplýst og þyrfti að fræða sig betur. 2) „Stór hluti ykkar hefur ekkert þarna að gera, svo farið bara að vinna.“ Mitt svar: Er það Stefaníu að dæma hvort fólk eigi erindi í háskólanám eða ekki? Er ekki frekar aðdáunarvert að fólk vilji mennta sig? Nú veit ég ekki hvort Stefanía eigi sjálf börn og þá hvort hún hafi hvatt þau til að mennta sig eða ekki. En hvernig liði henni ef manneskja úti í bæ tæki sér það bessaleyfi að segja við hennar börn að þau hefðu ekkert í háskóla að gera og ættu „bara að fara að vinna“? Ég efast um að Stefanía geri sér grein fyrir því að menntaðir einstaklingar eru verðmæti fyrir hverja þjóð. Meginástæðan fyrir því að fólk tekur þá ákvörðun að mennta sig er til þess að geta haft sæmileg laun að menntun lokinni. Fólk leikur sér ekki að því að hanga á námslánum þegar það hefði það talsvert betra á vinnumarkaðnum. En það er ekki alltaf nóg að hugsa bara um núið, fólk þarf að hugsa um framtíðina. Menntaður einstaklingur á meiri möguleika á að starfa við það sem hann hefur áhuga á og einnig eru auknar líkur á því að laun hans verði hærri en ella. En það á ekki við alla að fara í skóla og öll störf eru mikilvæg svo að samfélag okkar þrífist. Þess vegna er mikilvægt að við berum virðingu hvert fyrir öðru og höfum það að leiðarljósi þegar við látum skoðanir okkar í ljós. 3) „Þegar sýnt er frá Háskólanum undrast ég að þetta sé frá æðstu menntastofnun landsins. Þarna sitjið þið í hópum, slafrið í ykkur æti og drykk, með tölvurnar, og gasprið.“ Mitt svar: Að námsmenn skuli dirfast að hlaða batteríin með næringu og tala við félaga sína, þegar það tekur pásur frá námi. Ósvífnin í þessu liði! Þegar upp er staðið þurfa yfirvöld (og illa upplýst fólk) að átta sig á því að án menntunar verðum við ekki samkeppnishæf í alþjóðasamfélaginu. Við munum staðna ef menntakerfið stendur ekki við bakið á sínum stúdentum og hvetur þá til dáða.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun