Doktor í íslensku gat ekki klárað samræmt próf María Lilja Þrastardóttir skrifar 26. september 2013 19:23 Vísir greindi frá því í vikunni að Hafsteinn Karlsson, skólastjóri og bæjarfulltúi í Kópavogi, segi áherslur samræmdra prófa í 10. bekk kolrangar og aðeins til þess fallnar að valda nemendum óþarfa kvíða. Hafsteinn vill prófin burt og langar að finna nýjar leiðir til þess að kanna stöðuna innan skólakerfisins. Baldur Hafstað, doktor í íslensku og prófessor emerita við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, segir það alvarlegt og vert að skoða ef áhugi barna á ungmenna á íslensku skaðist vegna rangra áherslna. Baldur vill þó ekki taka undir með Hafsteini um að prófin séu óþörf. „Mér brá í brún þegar ég heyrði gagnrýni Hafsteins, skólastjóra. Hann talaði um að þetta væri bara bull og vitleysa. Það náttúrulega nær engri átt. Þetta er að mörgu leiti bara gott próf. Það er orðið mikið til bara textaskilningur og það finnst mér gott. Ég hjó eftir því að þetta er nú allt saman eftir karla. Það verða nú einhverjir móðgaðir útaf því,“ segir Baldur. Baldur þreytti prófið og skemmst er frá því að segja að hann gat ekki svarað öllum spurningunum. „Mér fannst sumar spurningarnar svolítið óljósar. Satt að segja átti ég erfitt með að svara tveimur þremur spurningum. Ég hugsa að ég fengi nú ekki tíu í þessu prófi, sjálfur.“ En hvað fannst krökkunum sjálfum? „Íslenskan var náttúrulega fáránleg. Þar voru ljóð frá 1950," sagði Aron Breki Halldórsson, nemi í Salaskóla. „Lesskilningarnir voru rugl,“ segir Ingibjörg Arngrímsdóttir, nemi í Salaskóla. „Mér finnst prófin óþarfi. Gera mann bara stressaðan og draga mann niður, einkunnirnar,“ segir Elísabet Einarsdóttir sem einnig er nemi í Salaskóla. Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Vísir greindi frá því í vikunni að Hafsteinn Karlsson, skólastjóri og bæjarfulltúi í Kópavogi, segi áherslur samræmdra prófa í 10. bekk kolrangar og aðeins til þess fallnar að valda nemendum óþarfa kvíða. Hafsteinn vill prófin burt og langar að finna nýjar leiðir til þess að kanna stöðuna innan skólakerfisins. Baldur Hafstað, doktor í íslensku og prófessor emerita við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, segir það alvarlegt og vert að skoða ef áhugi barna á ungmenna á íslensku skaðist vegna rangra áherslna. Baldur vill þó ekki taka undir með Hafsteini um að prófin séu óþörf. „Mér brá í brún þegar ég heyrði gagnrýni Hafsteins, skólastjóra. Hann talaði um að þetta væri bara bull og vitleysa. Það náttúrulega nær engri átt. Þetta er að mörgu leiti bara gott próf. Það er orðið mikið til bara textaskilningur og það finnst mér gott. Ég hjó eftir því að þetta er nú allt saman eftir karla. Það verða nú einhverjir móðgaðir útaf því,“ segir Baldur. Baldur þreytti prófið og skemmst er frá því að segja að hann gat ekki svarað öllum spurningunum. „Mér fannst sumar spurningarnar svolítið óljósar. Satt að segja átti ég erfitt með að svara tveimur þremur spurningum. Ég hugsa að ég fengi nú ekki tíu í þessu prófi, sjálfur.“ En hvað fannst krökkunum sjálfum? „Íslenskan var náttúrulega fáránleg. Þar voru ljóð frá 1950," sagði Aron Breki Halldórsson, nemi í Salaskóla. „Lesskilningarnir voru rugl,“ segir Ingibjörg Arngrímsdóttir, nemi í Salaskóla. „Mér finnst prófin óþarfi. Gera mann bara stressaðan og draga mann niður, einkunnirnar,“ segir Elísabet Einarsdóttir sem einnig er nemi í Salaskóla.
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent