Grease-stjarnan Olivia Newton John er búin að setja heimili sitt á Flórída á sölu en hún hefur eytt talsverðum fjármunum síðustu ár í að gera það að draumahúsinu sínu.
Olivia keypti húsið árið 2009 á 4,1 milljón dollara, rúmlega fimm hundruð milljónir króna, en vill nú fá 6,2 milljónir dollara fyrir, tæplega 770 milljónir króna.

Húsið er fjögurra herbergja og hefur Olivia innréttað það á umhverfisvænan máta ásamt eiginmanni sínum John Easterling.
