Lífið

Tískuspekúlanti Íslands fagnað

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Tónlistarmaðurinn Þórður Jörundsson og fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson. Þeir eru bræður
Tónlistarmaðurinn Þórður Jörundsson og fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson. Þeir eru bræður Fréttablaðið/Daníel
Dömudeild JÖR var opnuð á Laugavegi 89 á fimmtudagskvöldið. Maðurinn á bak við JÖR er fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson sem hefur verið gríðarlega vinsæll í íslenskum tískubransa síðustu misseri.

Á næsta ári fer hann meðal annars á tískusýninguna Copenhagen Fashion Summit með sköpunarverk sín og því ekki að undra að margir góðir gestir hafi mætt í opnunarpartíið á fimmtudagskvöld til að samgleðjast einum fremsta tískuspekúlant Íslands.

Arnar Gauti og Þórunn Högna, annálað smekkfólk.
Bergrún Helgadóttir, verslunarstjóri hjá JÖR, og Birta Ísólfsdóttir, sigurvegari Hannað fyrir Ísland.
Nökkvi Nils, Elsa Ýr og Þorvaldur Hrafn.
Harpa Hrund, Dísa og Nína.
Ragna Sigurðar, Hildigunnur Anna, Edda Konráðsdóttir og Inga Harðardóttir.
Steinunn Vala Pálsdóttir og Vala Sif Magnúsdóttir.
Gramsað í góssi.
Lífið á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.