Júlli harðneitar að yfirgefa Drauminn Stígur Helgason skrifar 17. janúar 2013 06:00 Júlli hefur rekið Drauminn í nærri 25 ár ár og hefur nokkrum sinnum fengið yfirvöld í heimsókn. Þessi mynd er tekin á góðri stundu árið 2004.Fréttablaðið/gva „Ég fer bara ekki neitt," segir kaupmaðurinn Júlíus Þorbergsson, Júlli í Draumnum, sem býr sig nú undir það að menn á vegum Sýslumannsins í Reykjavík banki upp á hjá honum og beri hann út. Það gæti orðið á allra næstu dögum. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði um það í gær að bera skyldi Júlíus út úr verslunarhúsnæði Draumsins við Rauðarárstíg og íbúð í sama húsi. Verði af því er ljóst að saga Draumsins er á enda, að minnsta kosti á þessum stað þar sem verslunin hefur verið rekin í nærri aldarfjórðung við mismikinn fögnuð íbúa í nágrenninu. Eignirnar tvær, sem skráðar eru á Draum ehf., voru settar að veði fyrir láni sem sonur Júlíusar tók. Lánið fór í vanskil og í hönd fór langt og strangt innheimtuferli sem reyndist árangurslaust. Í október síðastliðnum voru eignirnar því að lokum seldar á nauðungaruppboði. Júlíus hefur hins vegar harðneitað að fara. Umráðaréttur yfir eignunum er nú hjá Íslandshótelum annars vegar og lögmanninum Jóni Magnússyni hins vegar. Magnús Jónsson, sonur Jóns, er lögmaður beggja aðila. Hann segir að eftir nauðungaruppboðið hafi Júlíus haft mánuð til að gera athugasemd við það til dómstóla. Það hafi ekki verið gert. „Í kjölfarið fórum við fram á útburð," segir Magnús. Hann kveður líklegt að af honum verði á allra næstu dögum. Júlíus segir málið hins vegar allt hið einkennilegasta, í ljósi þess að peningarnir sem sonur hans hafi átt að fá lánaða gegn veði í eignunum hafi aldrei skilað sér. Hann hafi verið svikinn og feðgarnir íhugi nú að fara í hart við lánveitandann. „Nú er hann að sigla í mjög mikil vandræði," segir hann. „Strákurinn skuldar honum ekki fimmaur." Og hann kveðst alls ekki ætla að láta bera sig út. „Ég fer náttúrulega ekki út úr mínu eigin húsnæði ef ég skulda ekki neitt. Hvernig dettur þeim það í hug?"Ekki búinn að sitja af sér dóminn Hæstiréttur staðfesti í lok september eins árs fangelsisdóm yfir Júlíusi fyrir að selja lyfseðilsskyld lyf út úr Draumnum. Júlíus kveðst ekki vera búinn að sitja af sér neinn hluta dómsins. „Ég veit ekki alveg hvernig þetta verður," segir hann. Þegar lögregla gerði húsleit vegna þess máls í júní 2010 var Draumurinn innsiglaður. Lögregla taldi sig ekki geta haldið versluninni lokaðri eftir útgáfu ákæru og um áramótin 2011 og 2012 opnaði Júlíus hana á nýjan leik, einungis um mánuði áður en hann hlaut dóminn. Núna, ári síðar, er útlit fyrir að Draumurinn gæti verið á enda. Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Ég fer bara ekki neitt," segir kaupmaðurinn Júlíus Þorbergsson, Júlli í Draumnum, sem býr sig nú undir það að menn á vegum Sýslumannsins í Reykjavík banki upp á hjá honum og beri hann út. Það gæti orðið á allra næstu dögum. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði um það í gær að bera skyldi Júlíus út úr verslunarhúsnæði Draumsins við Rauðarárstíg og íbúð í sama húsi. Verði af því er ljóst að saga Draumsins er á enda, að minnsta kosti á þessum stað þar sem verslunin hefur verið rekin í nærri aldarfjórðung við mismikinn fögnuð íbúa í nágrenninu. Eignirnar tvær, sem skráðar eru á Draum ehf., voru settar að veði fyrir láni sem sonur Júlíusar tók. Lánið fór í vanskil og í hönd fór langt og strangt innheimtuferli sem reyndist árangurslaust. Í október síðastliðnum voru eignirnar því að lokum seldar á nauðungaruppboði. Júlíus hefur hins vegar harðneitað að fara. Umráðaréttur yfir eignunum er nú hjá Íslandshótelum annars vegar og lögmanninum Jóni Magnússyni hins vegar. Magnús Jónsson, sonur Jóns, er lögmaður beggja aðila. Hann segir að eftir nauðungaruppboðið hafi Júlíus haft mánuð til að gera athugasemd við það til dómstóla. Það hafi ekki verið gert. „Í kjölfarið fórum við fram á útburð," segir Magnús. Hann kveður líklegt að af honum verði á allra næstu dögum. Júlíus segir málið hins vegar allt hið einkennilegasta, í ljósi þess að peningarnir sem sonur hans hafi átt að fá lánaða gegn veði í eignunum hafi aldrei skilað sér. Hann hafi verið svikinn og feðgarnir íhugi nú að fara í hart við lánveitandann. „Nú er hann að sigla í mjög mikil vandræði," segir hann. „Strákurinn skuldar honum ekki fimmaur." Og hann kveðst alls ekki ætla að láta bera sig út. „Ég fer náttúrulega ekki út úr mínu eigin húsnæði ef ég skulda ekki neitt. Hvernig dettur þeim það í hug?"Ekki búinn að sitja af sér dóminn Hæstiréttur staðfesti í lok september eins árs fangelsisdóm yfir Júlíusi fyrir að selja lyfseðilsskyld lyf út úr Draumnum. Júlíus kveðst ekki vera búinn að sitja af sér neinn hluta dómsins. „Ég veit ekki alveg hvernig þetta verður," segir hann. Þegar lögregla gerði húsleit vegna þess máls í júní 2010 var Draumurinn innsiglaður. Lögregla taldi sig ekki geta haldið versluninni lokaðri eftir útgáfu ákæru og um áramótin 2011 og 2012 opnaði Júlíus hana á nýjan leik, einungis um mánuði áður en hann hlaut dóminn. Núna, ári síðar, er útlit fyrir að Draumurinn gæti verið á enda.
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent