Bæjarfulltrúar efast um verðmat Ásvalla 17. janúar 2013 06:00 Farið var yfir umdeildan samning um kaup bæjarins á hlut Hauka í Ásvöllum á bæjarstjórnarfundi í gær. Fréttablaðið/GVA „Ég hef vissar áhyggjur af verðmatinu sem lagt er til grundvallar,“ sagði Helga Ingólfsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, á bæjarstjórnarfundi í Hafnarfirði í gær. Þar var ræddur samningur um kaup bæjarins á 20 prósenta hlut Hauka í íþróttamannvirkjum á Ásvöllum. Samkvæmt samningnum, sem samþykktur var einróma í bæjarráði á 28. desember, eignast bærinn Haukahlutinn smám saman á 25 árum og greiðir fyrir hann 271 milljón króna á núvirði. Geir Jónsson, fulltrúi minnihluta Sjálfstæðisflokks, sem sat bæjarráðsfundinn 28. desember sem varamaður, sagði á bæjarstjórnarfundinum í gær að ákvörðunin þá hefði verið tekin í tímapressu en hefði verið skásti kosturinn. Orðið hefði að taka trúanleg orð þeirra sem veittu bæjarráðinu upplýsingar. Enginn hefði viljað að Landsbankinn, sem er lánardrottinn Hauka, eignaðist hlut í Ásvöllum. „Það vorum við öll sammála um að væri mjög slæmur kostur í stöðunni,“ sagði Geir, sem eins og fleiri kvaðst hafa efasemdir um verðmat mannvirkjanna og bíða því nánari úttektar sem verið er að vinna. Gunnar Axel Axelsson, formaður bæjarráðs úr Samfylkingu, undirstrikaði að ekki væri verið að færa skuldir Hauka yfir á bæjarsjóð því bærinn myndi eignast húsið fyrir sitt framlag. „Ég held að ég geti fullyrt að ekkert okkar hafi gert það með sérstakri ánægju,“ sagði Gunnar þó um samþykkt samningsins. Hann bætti við að samkomulag Hauka um afskriftir á skuldum við Landsbankann hefði „hangið á spýtunni“ því bankinn hefði gert aðkomu bæjarins að skilyrði fyrir afskriftunum. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri úr Vinstri grænum, sagði verðmatið á Ásvöllum byggja á kostnaðarverði og afskriftum. Eins og fleiri undirstrikaði Guðrún að samningurinn væri uppsegjanlegur á hverju ári og því ekki endanlegur. Rósa Guðbjartsdóttir úr Sjálfstæðisflokki sagði við Fréttablaðið að enginn hefði verið „sérstaklega ánægður“ með að þessi staða hefði komið upp. „Eftir ýtarlega umræðu í okkar hópi var niðurstaðan sú að skynsamlegra væri að bærinn eignaðist þennan hlut með þessum hætti, en að þurfa að leigja fyrir sambærilega upphæð á hverjum mánuði,“ sagði Rósa. „Hefði þessi vandi ekki verið leystur þá hefði íþróttastarfsemi á þessu fjölmenna svæði verið sett í uppnám og þá sérstaklega íþróttakennsla.“ gar@frettabladid.is Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
„Ég hef vissar áhyggjur af verðmatinu sem lagt er til grundvallar,“ sagði Helga Ingólfsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, á bæjarstjórnarfundi í Hafnarfirði í gær. Þar var ræddur samningur um kaup bæjarins á 20 prósenta hlut Hauka í íþróttamannvirkjum á Ásvöllum. Samkvæmt samningnum, sem samþykktur var einróma í bæjarráði á 28. desember, eignast bærinn Haukahlutinn smám saman á 25 árum og greiðir fyrir hann 271 milljón króna á núvirði. Geir Jónsson, fulltrúi minnihluta Sjálfstæðisflokks, sem sat bæjarráðsfundinn 28. desember sem varamaður, sagði á bæjarstjórnarfundinum í gær að ákvörðunin þá hefði verið tekin í tímapressu en hefði verið skásti kosturinn. Orðið hefði að taka trúanleg orð þeirra sem veittu bæjarráðinu upplýsingar. Enginn hefði viljað að Landsbankinn, sem er lánardrottinn Hauka, eignaðist hlut í Ásvöllum. „Það vorum við öll sammála um að væri mjög slæmur kostur í stöðunni,“ sagði Geir, sem eins og fleiri kvaðst hafa efasemdir um verðmat mannvirkjanna og bíða því nánari úttektar sem verið er að vinna. Gunnar Axel Axelsson, formaður bæjarráðs úr Samfylkingu, undirstrikaði að ekki væri verið að færa skuldir Hauka yfir á bæjarsjóð því bærinn myndi eignast húsið fyrir sitt framlag. „Ég held að ég geti fullyrt að ekkert okkar hafi gert það með sérstakri ánægju,“ sagði Gunnar þó um samþykkt samningsins. Hann bætti við að samkomulag Hauka um afskriftir á skuldum við Landsbankann hefði „hangið á spýtunni“ því bankinn hefði gert aðkomu bæjarins að skilyrði fyrir afskriftunum. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri úr Vinstri grænum, sagði verðmatið á Ásvöllum byggja á kostnaðarverði og afskriftum. Eins og fleiri undirstrikaði Guðrún að samningurinn væri uppsegjanlegur á hverju ári og því ekki endanlegur. Rósa Guðbjartsdóttir úr Sjálfstæðisflokki sagði við Fréttablaðið að enginn hefði verið „sérstaklega ánægður“ með að þessi staða hefði komið upp. „Eftir ýtarlega umræðu í okkar hópi var niðurstaðan sú að skynsamlegra væri að bærinn eignaðist þennan hlut með þessum hætti, en að þurfa að leigja fyrir sambærilega upphæð á hverjum mánuði,“ sagði Rósa. „Hefði þessi vandi ekki verið leystur þá hefði íþróttastarfsemi á þessu fjölmenna svæði verið sett í uppnám og þá sérstaklega íþróttakennsla.“ gar@frettabladid.is
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira