Skoði möguleika á kynferðisbrotalínu Sunna Valgerðardóttir skrifar 17. janúar 2013 06:00 Vakin var athygli þingmanna á þeim möguleika að opna hjálparlínu fyrir þolendur og aðstandendur þolenda kynferðisbrota, sem og mögulega gerendur. Fréttablaðið/Valli Engin hjálparlína, hvorki í síma né á netinu, er starfrækt hér á landi fyrir þolendur kynferðisbrota. Fólk getur hringt í Neyðarlínuna í 112 eða í hjálparsíma Rauða krossins í síma 1717 og fengið þaðan samband við viðeigandi aðila. Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, vakti athygli á málinu á fundi allsherjar- og menntamálanefndar á þriðjudag um viðbragðsáætlanir til að sporna við kynferðisbrotum gegn börnum. Flestir fundargestir tóku vel í tillögu Svölu, þá þingmenn sér í lagi, en Bragi Guðbrandsson benti á að hjálparlína fyrir börn hefði verið starfrækt undanfarin ár á vegum Barnaheilla og ekki gefist vel. Svala telur slíka hjálparlínu fyrir þolendur, aðstandendur og mögulega gerendur kynferðisbrota mögulega geta hjálpað til við að koma kynferðisbrotamálum í eðlilegan farveg í kerfinu. Hún bendir þá einnig sérstaklega á slíka línu fyrir gerendur sem finna fyrir hvötum sem þeir hafa áhyggjur af. Í 7. grein Evrópuráðssamningsins sé mælt fyrir um aðgang þeirra sem óttast að fremja brot af þessu tagi að aðstoð. Þó sé línan vissulega sér í lagi starfrækt fyrir þolendur og aðstandendur þeirra, en einnig fyrir aðra sem hafa grun um eða vita um aðstæður sem eru ekki í lagi og þurfa einhvern til að tala við og fá leiðsögn. Fólk sem ekki er tilbúið að snúa sér til yfirvalda, að minnsta kosti ekki á þessu stigi. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, og Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, tóku undir að hjálparlína sem þessi væri mikilvæg. Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum, segir Ísland einfaldlega of fámennt til að það borgi sig að halda úti slíkri línu. Það hafi að minnsta kosti verið raunin þegar hjálparlínan Heyrumst.is var starfrækt í þrjú ár á vegum samtakanna. Hún segir flest málin sem rötuðu inn á línuna hafa verið mál tengd vinum, kærustum eða skólanum. „Sem betur fer voru mjög fá mál sem þurfti að bregðast við. Okkar reynsla er að þessi erfiðu mál endi ekki í svona línum," segir hún. „Það kostaði of mikið að halda þessu úti miðað við aðsóknina." Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Sjá meira
Engin hjálparlína, hvorki í síma né á netinu, er starfrækt hér á landi fyrir þolendur kynferðisbrota. Fólk getur hringt í Neyðarlínuna í 112 eða í hjálparsíma Rauða krossins í síma 1717 og fengið þaðan samband við viðeigandi aðila. Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, vakti athygli á málinu á fundi allsherjar- og menntamálanefndar á þriðjudag um viðbragðsáætlanir til að sporna við kynferðisbrotum gegn börnum. Flestir fundargestir tóku vel í tillögu Svölu, þá þingmenn sér í lagi, en Bragi Guðbrandsson benti á að hjálparlína fyrir börn hefði verið starfrækt undanfarin ár á vegum Barnaheilla og ekki gefist vel. Svala telur slíka hjálparlínu fyrir þolendur, aðstandendur og mögulega gerendur kynferðisbrota mögulega geta hjálpað til við að koma kynferðisbrotamálum í eðlilegan farveg í kerfinu. Hún bendir þá einnig sérstaklega á slíka línu fyrir gerendur sem finna fyrir hvötum sem þeir hafa áhyggjur af. Í 7. grein Evrópuráðssamningsins sé mælt fyrir um aðgang þeirra sem óttast að fremja brot af þessu tagi að aðstoð. Þó sé línan vissulega sér í lagi starfrækt fyrir þolendur og aðstandendur þeirra, en einnig fyrir aðra sem hafa grun um eða vita um aðstæður sem eru ekki í lagi og þurfa einhvern til að tala við og fá leiðsögn. Fólk sem ekki er tilbúið að snúa sér til yfirvalda, að minnsta kosti ekki á þessu stigi. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, og Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, tóku undir að hjálparlína sem þessi væri mikilvæg. Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum, segir Ísland einfaldlega of fámennt til að það borgi sig að halda úti slíkri línu. Það hafi að minnsta kosti verið raunin þegar hjálparlínan Heyrumst.is var starfrækt í þrjú ár á vegum samtakanna. Hún segir flest málin sem rötuðu inn á línuna hafa verið mál tengd vinum, kærustum eða skólanum. „Sem betur fer voru mjög fá mál sem þurfti að bregðast við. Okkar reynsla er að þessi erfiðu mál endi ekki í svona línum," segir hún. „Það kostaði of mikið að halda þessu úti miðað við aðsóknina."
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Sjá meira